Stórkostlegar breytingar hafa orðið á umgengni barna við foreldra sína eftir skilnað þeirra. Áður fyrr var það venja að barn fór aðeins aðra hvora helgi til annars foreldrisins (vanalega föðurins) en í dag hefur það aukist til muna að börn skipta tíma sínum jafnt á milli foreldra sinna. Ég held að allir geti sammælst um […]
Category: Deiglupistlar
Hvað sem mönnum kann að finnast um Sjálfstæðisflokkinn, stefnu hans eða forystumenn, þá er landsfundur flokksins merkileg samkoma og einstök í íslenskum stjórnmálum. Á landsfundi birtist stærð flokksins og styrkur hans með allt að þvi áþreifanlegum hætti. Oft hefur landsfundur verið vettvangur mikilla pólitískra sviptinga og yfirleitt vekja sviptingar sem snúast um menn fremur en […]
Það er sem betur fer ekki á hverjum degi sem vinir manns eru dæmdir í fangelsi. Það gerðist þó fyrir rúmri viku þegar Hæstiréttur úrskurðaði í Ímon-málinu svokallaða. Þar sem mér er annt um hina dæmdu las ég dóminn, til að reyna að skilja af hverju ríkisvaldið ákvað að svipta þau frelsi. Við lesturinn er […]
Einhver magnaðasta saga íþróttanna í Bandaríkjunum er sorgarsaga hafnarboltaliðsins Chicago Cubs. Félagið átti gullöld sína, sem varði í rúm tvö ár, um miðjan fyrsta áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur gengi félagsins verið ömurlegt. Chicago Cubs hefur ekki orðið meistari síðan árið 1908 og ekki komist í úrslit hafnarboltadeildarinnar síðan árið 1945. Lélegt gengi Chicago […]
Í síðustu viku skrifaði ég pistil um skipulagsmál í Reykjavík en sama dag var hús sem tengist æsku minni afmáð úr borgarmyndinni. Rammagerðin flutti í Hafnarstræti 19 frá áttunda áratug síðust aldar en afi minn stofnaði fyrirtækið. Það eru því fáir staðir sem ég eytt jafn miklum tíma á en þetta hús sem var rifið […]
Ég er hægrikrútt. Hægrikrútt eru hægrimenn sem vinstrimenn umbera. Vinstrimönnum þætti ekkert að því ef sumir, ja, jafnvel margir hægrimenn hyrfu úr lífi þeirra. En þeir hefðu ekkert á móti því að halda nokkrum hægrikrúttum. Ekki til að við myndum stjórna neinu, heldur sem kryddi í tilveruna og sem málefnalegri en ávalt mjög svo kurteisri […]
Miðbær Reykjavíkur einstaklega skemmtilegur nú til dags. Í öllum veðrum er Laugavegurinn þéttsetinn og jafnvel hægt að týnast í fjöldanum. Minnir mann dálítið á erlendar stórborgir. Þó eru ekki allir sáttir við þetta fyrirkomulag. Sumir segja að fyrirhuguð hótelbygging í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll sé menningarslys og sami hópur fer ekki beint fögrum orðum skipulagið […]
Það er vitað frá aldaöðli að þorstinn eftir ríkidæmi er vís leið til þess að týna sjálfum sér. Algjör samstaða er um þetta meðal trúarbragða heimsins og helstu hugsuða mannkynssögunnar—allt frá Móses til Krists, Búddha, Múhammeðs og Yoda. Ásælni er ein af höfuðsyndunum; það er synd að vera upptekinn af því að vilja komast yfir […]
Þótt ég hafi hlustað á foreldraviðtal eftir foreldraviðtal, í raun alla mína skólagöngu, um að ég væri of hávær í skólanum og yfir höfuð í lífinu sá ég alltaf fyrir mér að þetta myndi eldast af mér. Ég yrði ekki eins hávær þegar ég yrði fullorðin. Þá myndi ég ganga um alla liðlangan daginn […]
Eitthvert skrýtnasta deilumál okkar sem búum í höfuðborginni er deilan um einkabílinn. Deilan tekur á sig ýmsar myndir. Þannig virðist þeir sem eru á móti einkabílnum líka á móti flugvellinum í Vatnsmýri, en bílafólkið er á hinn bóginn sagt andvígt þéttingu byggðar. Þá vill bílafólkið ekki eyða meiri pening í almenningssamgöngur á meðan hinir hjólandi […]
Þegar maður byrjar að fylgjast með íþróttum eftir langt hlé getur það virkað yfirþyrmandi að finna réttu leikina til þess að horfa á og gerast spenntur yfir. Sönn stórveldi íþróttanna eru yfirleitt á sínum stað, en þegar litið er á liðaskipan í efstu deildum með tíu til fimmtán ára millibili þá hefur töluvert breyst. Fyrir […]
Við Íslendingar búum við þann lúxus að eiga fjölmargar auðlindir ólíkt mörgum öðrum þjóðum. Við eigum fiskinn í sjónum og stóra landhelgi. Við eigum hreint og ómengað vatn. Við eigum víðfema óspillta náttúru. Við eigum náttúrundur eins og Geysi og stærsta jökulinn í Evrópu. Eldfjöll sem spúa túristagosi og hjálpa til við auglýsa landið okkar […]
Öðru hverju—en þó ekki oft—kem ég sjálfum mér á óvart. Eftirminnilegt dæmi um það er þegar ég varð heltekinn af bandarískri sjónvarpsþáttaröð um hóp ungmenna sem bjó saman sumarlangt í lítilli og heldur óhrörlegri íbúð í litlum bæ í New Jersey í Bandaríkjunum. Þátturinn var nefndur eftir bænum—Jersey Shore. Það er útbreidd skoðun að þessi […]
Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa snert streng í hjarta margra og hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum á flótta undan stríðsátökum hafa vart látið nokkurn mann ósnortinn. Íslendingar hafa gert skammarlega lítið í gegnum árin til þess að leggja sitt lóð á vogaskálarnar til þess að aðstoða flóttamenn. Frá því Ísland […]
Á fyrri árshelmingi 2015 seldust rúmlega fimm milljónir platna í Bandaríkjunum. Það þarf kannski ekki að koma á óvart í ljósi þess að blómaskeiði plötunnar lauk fyrir um 25 árum, en fimm milljónir platna er ekki sérstaklega mikið – í samanburði seldust um tíu sinnum fleiri geisladiskar auk þess sem álíka mörgum albúmum var niðurhalað. […]
Hinar mjög svo skiljanlegu áhyggjur sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa af áhrifum viðskiptaþvingana Rússa hafa tekið á sig furðulega mynd. Ekki er hægt að álasa þeim sem eiga í góðu viðskiptasambandi við Rússland að þeir séu uggandi yfir stöðunni. Það er meira að segja skiljanlegt að þeir freistist til þess að þróa með sér þá skoðun […]
Í hverri viku birtast fréttir um útskitnar náttúruperlur þar sem hlandblautur klósettpappír fýkur til í grasinu, endalausar raðir í Leifsstöð og illa útbúna ferðamenn sem hætta sér út í miskunnlausa náttúruna. Allt kemur þetta hinum almenna Íslendingi afskaplega mikið á óvart, en af hverju? 2015 er þriðja, eða jafnvel fjórða, sumarið þar ferðamannaaukning er talsvert […]
Að ganga með vinum niður Skólavörðustíginn sem var fullur af fólki í baráttuhug er einhver fallegsta stund sem ég hef upplifað í íslensku samfélagi. Þetta voru ekki mótmæli þar sem þras um núverandi ástand var yfirskriftin. Nei þetta var bylting, bylting á hugarfari og bylting á samfélagi. Saman í göngunni voru börn, konur og menn, […]
Þegar ég hamra þessi orð með sjónvarpið fyrir framan mig og einn kaldan á kantinum er úrslitaleikur í HM kvenna að hefjast. Þetta er 12 leikur sem RÚV sýnir á mótinu, af þeim 52 sem þar fóru fram. Þegar karlamótið fór fram (Innskot: Vúhú mark fyrir Bandaríkin) sýndi RÚV langflesta leikina (nöjts, 2:0) og lét af […]
Kæru landsmenn, til hamingju með daginn. Við getum stolt haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, verandi sú þjóð heims sem stendur sig hvað best þegar kemur að jafnrétti kynjanna og kvenréttindum. Allt lagaumhverfi hér á landi tryggir jöfn réttindi karla og kvenna og hefur svo verið um áraraðir. Opinberar tölur og tölfræði sýna […]