Fasteignarþróunarverkefnið Borgarlína

Mál málanna á Stór-Reykjavíkursvæðinu er Borgarlínan, nýtt og afkastamikið kerfi almennings-samgangna sem brátt mun verða að veruleika. Það er freistandi að veðja á jákvæða útkoma, en ef Borgarlínunni er stillt upp sem venjulegu fasteignaþróunarverkefni, hvaða vísbendingar gefur það?

Af Svíum, seðlum og spæjurum nútímans

Eitt af því sem ég tók eftir við jólalesturinn í ár, sem var kannski ekki af léttari taginu, bókin Saknað – Íslensk mannshvörf, er hvað tæknin og sítenging okkar við síma og tæki hefur breytt miklu. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en 35-40 ár þegar það var nánast ómögulegt að  staðsetja […]

Gaukur í klukku

Fyrir nærri 34 árum kom út platan Frelsi til sölu með Bubba Morthens. Ekki er nóg með að sól Bubba hafi þarna risið hvað hæst heldur var kalda stríðið í hámarki, þótt klakaböndin hafi byrjað að bresta á Kremlarmúrum með valdatöku Mikhails Gorbachev árið áður. Ísland hafði tekið afstöðu í Kalda stríðinu. Sú afstaða var […]

Pólitík má alveg vera ævistarf

Ekki datt mér í hug, þegar ég settist í Stjórnlagaráð vorið 2011, að samvinna mín og Ara Teitssonar ætti eftir ganga eitthvað frábærlega vel. Ég var ESB-sinni af suðvesturhorninu. Landbúnaðarkerfið var tákn alls þess þess sem ég var að reyna að breyta. Ari var fyrrum formaður Bændasamtakanna. Annað kom þó á daginn. Þegar ég tók […]

Það verður bráðum ótrúlega langt síðan í dag

Ég var staddur á heimili æskuvinar míns þann 9. nóvember árið 1989 þegar við kveiktum á sjónvarpinu og horfðum á Berlínarmúrinn falla. Heimsmynd fjórtán ára pilts var skýr; góða liðið hafði unnið, frelsið sigraði helsið. Síðan eru liðin rétt rúmlega þrjátíu ár. Manni finnst þetta í raun ekki svo langur tími. Einhvern finnst manni að […]

Þarf ekki alltaf framtíðarsýn

Hvort sem er í pólitík eða rekstri þykir flott að vera með framtíðarsýn, helst til margra ára. Ef einhver leggur til aðgerðaráætlun til næstu 8 ára má gera ráð fyrir að einhver stökkvi til og lofi stefnumótun til næstu 100. Og verði sjálfkrafa álitinn 12,5 sinnum gáfaðri… En þó það sé ágætt að vita hvert […]

Regla án hönnunar

Ég lauk nýverið við bókina “Order without Design” eftir borgarskipulagsfræðinginn Alain Bertaud. Bókin er með fróðlegri skrifum um borgarmál þótt svo hún lofsyngi ekki endilega allt sem maður hefur trúað og barist fyrir seinustu ár. Megininntak höfundar er að líta skuli á borgir sem vinnumarkaði. Þannig hjálpar til ef þær eru sveigjanlegar og skilvirkar. Fólk […]

Verðum við neydd til að tengjast raforkumarkaði Evrópu?

Forsvarsmenn Orkunnar okkar hafa gert mikið úr því að með innleiðingu orkupakka EES-samningsins muni ríkinu verða skylt að ,,[..] ryðja úr vegi hindrunum fyrir millilandatengingu“ og ,,afnema takmarkanir í viðskiptum með rafmagn milli aðildarríkjanna“  og að þetta feli í sér einhvers konar skyldu íslenska ríkisins að heimila lagningu sæstrengs. Auðvitað er þetta ekki raunin. Með […]

Samþjöppun starfa er oft hagkvæm

Reykjavík er með þéttan atvinnukjarna. Atvinnukjarni Reykjavíkur nær frá Ánanaustum í vestri að Mörkinni í austri. Á þessu svæði eru flestir vinnustaðir höfuðborgarsvæðisins. Þarna eru hótel og veitingastaðir sem ráða fólk á lægri launum og bankar, spítalar og háskólar sem ráða fólk á hærri launum. Margir sjá ókosti við þetta. Þorri fólks að ferðast 10-30 […]

Víglínan um EES-samninginn

Umræðan um 3. orkupakkann hefur opinberað nýjar línur í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Fyrrverandi mótherjar úr stjórnmálunum hafa fundið sameiginlegt baráttumál þvert á gamlan hugmyndafræðilegan ágreining. Í þessu máli virðist sem landsmenn skipi sér í tvo hópa alþjóðlegs frjálslyndis annars vegar og þjóðernisíhalds hins vegar. Það kemur ekki á óvart að klassískir vinstri menn séu á móti […]

Radíó Deiglan 1904

Þórlindur og Hafsteinn Gunnar Hauksson halda áfram að tala um hugleiðslu og tala um upplifun Hafsteins í þögulu hugleiðsluskjóli sem hann sótti í upphafi árs. Í upphafi minnist Þórlindur vinkonu sinnar, Berglindar Hallgrímsdóttur, Deiglupenna sem var einmitt innblásturinn af því að hann fór í hugleiðsluskjólið Dhanakosa fyrir ári.

Einu mennirnir með viti – S3E12

Einu mennirnir með viti fjalla um Guðföðurinn og beina athyglinni að Vito sjálfum. Þeir komast að því að Guðfaðirinn sé, þegar öllu er á botninn hvolft, dyggðugur maður og til fyrirmyndar að flestu leyti.

Radíó Deiglan 1902 – siðfræði

Þórlindur Kjartansson og Jón Steinsson, Deiglupennar og fornvinir, spjalla saman um siðfræði. Og já, það er í alvörunni áhugavert. Þeir tala líka um rannsóknir Jóns á búsetu Vestmannaeyinga eftir gos þar sem hann komst að því sem allir vissu, að Eyjarnar eru að mörgu leyti einstakar.

Radíó Deiglan 1901 – Hugleiðsla

Þórlindur Kjartansson og Hafsteinn Gunnar Hauksson, Deiglupennar og tengdabræður brjóta upp jólahátíðina með samtali um hugleiðslu, mínimalískan lífstíl og búddisma.

Hinn göfugi tilgangur

Hann gladdi, statusinn sem ég rakst á núna um hátíðirnar, þar sem fram kom að viðkomandi myndi ekki senda rafrænar jólakveðjur að þessu sinni, þar sem fjölskyldan myndi senda jólakort. Þetta er ákveðinn snúningur á hinni algengu tilkynningu um að ekki verði send nein jólakort þetta árið, heldur eingöngu rafrænar kveðjur. Oft fylgir með að […]

Það besta við kapítalismann

Fyrsta HM-ið sem fylgdist rækilega með var HM á Ítalíu 1990. Það sumar var ég í Póllandi. Pólland var hætt að vera alþýðulýðveldi. Wojciech Jaruzelski var þó enn forseti. Karlanginn. Kapitalisminn lagði landið undir sig á augabragði. Annar hver maður var að reka verslun og selja tyggjó og fótboltaspjöld. Hvort tveggja algerlega tilgangslausir hlutir ef […]

Rök gegn sameiningu handboltaliða og stundum annarra hluta einnig

Kaupmannahöfn – á þessum áratug Tólf ára drengur situr einn á bekknum að leik loknum. Allir liðsfélagar, og áhorfendur eru farnir heim. Mótherjarnir komnir í rútu. Hann heldur á bolta og dripplar honum af og til í parketið. Endrum og eins lítur hann upp, horfir á markið, svo stigatöfluna. Hún haggast ekki. Áfram stendur 26-28. […]

Radíó Deiglan 1706

Einu mennirnir með viti komu sér fyrir milli Barack Obama, Ivönku Trump og íslamska menningarsetursins í Washington og spjölluðu saman um trúarhátíðina Awaken the Dawn, þar sem enginn reyndi að bjarga þeim, Newseum safnið og ógleymanlega hafnaboltaleiki milli Chicago Cubs og Washington Nationals. Þessi þáttur hlaut stuðning úr bæði hefðbundnum og óvæntum áttum.

Radíó Deiglan 1705 – Hlaðvarpsmenning

Árni Helgason, Deiglupenni og hlaðvarpsstjarna, mætti í Radíó Deigluna og talaði við Þórlind frænda sinn um hlaðvörp og fjölmiðla. Í þættinum koma þeir víða við og reyna að vera ekki of leiðinlegir þótt upptakan hafi farið fram fyrir hádegi.

Einu mennnirnir með viti – S3E08

Einu mennirnir með viti halda áfram umfjöllun um klassísk ævintýri; en beina nú sjónum sínum að hinu nýklassíska ævintýri um Corleone fjölskylduna. Í fyrsta hluta af sex er fjallað um þrjá af mönnunum sem mættu til Don Corleone í upphafi myndarinnar og óskuðu eftir greiða. Einu mennirnir með viti biðjast velvirðingar á hljóðgæðum í þessum […]