Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð

Af öllu því sem Bubbi Morthens hefur samið eða sagt á ferli sem nú spannar fjóra áratugi þá er fátt betra en þessi titill á bók sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum. Það er ekki hlaupið að því að útskýra þetta fyrir þeim sem ekki þekkja til, ekki þekkja þess tilfinningu.

Viðvörun vegna andvara hefur verið virkjuð

Jú, það er líklega gott mál að það sé búið að setja upp kerfi sem flokkar válynd veður eftir litum, eins og hryðjuverkaógnina í Bandaríkjunum. Þetta er eðlileg þróun eftir að barnaveðurspáin var sett af stað, sem gerði börnum og foreldrum kleift að hætta að pexa um hvort það væri úlpuveður eða peysuveður. Mennirnir og […]

Ástæða þess að umræðan um umferðaröryggismál er svona heit

“Passaðu þig á bílunum. Hjólaðu með hjálm. Vertu með endurskinsmerki. Líttu til beggja hliða. Ekki elta bolta út á götu. Settu á þig belti. Ekki stinga hausnum út um gluggann. Farðu yfir götu á gangbraut. Bíddu eftir græna ljósinu. Farðu út farþegameginn. Notaðu göngubrúna. Bíddu eftir að strætóinn fari áður en þú labbar yfir götu.” […]

Hin týpan

Í grein sem birtist nýlega á Deiglunni er minnt á þann góða sannleik að börn læri það sem fyrir þeim er haft og taki gjarnan upp hina ýmsu ósiði og hegðunarbresti okkar foreldranna. Þetta er gamall og gildur sannleikur og kemur foreldrum yfirleitt ekki mikið á óvart þegar þau sjá sjálf sig sem í spegli […]

Borgar varnarsamningurinn sig?

Undir lok júnímánaðar árið 1950 átti Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fund með sendiherra Bandaríkjanna sem snerist að verulegu leyti um áhyggjur Bjarna af þremur sovéskum skipum skammt norður af Íslandi. Efnahagslögsaga Íslands var þá mun minni en í dag, og á hverju ári veiddu sovésk skip síld nærri landi, en eftir sem áður var síldarvertíðin ekki […]

Bambustannburstar til bjargar?

Við stöndum frammi fyrir risaáskorun í formi hnattrænnar hlýnunar. Næstu ár munu snúast um hvernig við brjótum þessa risastóru áskorun í bita sem hægt er að takast á við. Hver biti þarf að vera nógu lítill til að okkur fallist ekki hendur en samanlagt þurfa þeir að vera nógu stórir til að hafa áhrif á […]

Hver á að velja í liðið?

Í upphafi vetrar eygðu stuðningsmenn knattspyrnuliðs Napólí von um að félagið gæti velgt norðanmönnum frá Tórínó og Mílanó undir uggum og átt möguleika á að hampa meistaratitli í vor. En það fór ekki svo. Eftir því sem liðið hefur á tímabilið hefur vonleysið náð undirtökunum á San Paolo vellinum og það endaði líka með því […]

Verstir í heimi?

Fyrir nokkrum dögum vorum við Íslendingar bestir í heimi í handbolta. Sigri á sjálfum heims- og ólympíumeisturum Dana var fylgt eftir með því að rassskella rússneska björninn með slíkum tilþrifum að nánast næsta dag var ríkisstjórn Rússlands leyst frá störfum í heild sinni. En það var brunagaddur á toppnum og við erum til allrar hamingju […]

Manchester United sekkur

Um daginn var ég stödd í vinsælu bakaríi með börnunum mínum tveimur á sunnudagsmorgni. Að vanda var fullt út úr dyrum og við fengum síðasta lausa borðið og settumst þar niður. Á meðan ég reif niður rúnstykki fyrir þau að dýfa ofan í smurost (eina leiðin!) bryddaði ég upp á samtali við sex ára gamlan […]

En svo þarf að reka batteríið

Árlega koma vel yfir 2 milljónir gesta í Hörpu, nokkur þúsund á dag. Til samanburðar eru gestir Kringlunnar 5 milljónir. Það er því ekki hægt að halda því fram að Harpan sé eitthvað fullkomlega misheppnað verkefni frá samfélagslegu tilliti. Þar eru haldnir viðburðir hvern dag. Hún er vinsæll áfangastaður heimamanna og ferðamanna. Hún er orðið […]

Með vindinum kemur kvíðinn

Það búa fleiri á Seltjarnarnesi en í Vestmannaeyjum en það eiga miklu fleiri heima í Vestmannaeyjum, sagði Þórlindur Kjartansson vinur minn einhverju sinni. Hið sama á við um Flateyri, þar eiga miklu fleiri heima en búsettir eru. Þrátt fyrir að nú sé að verða liðinn aldarfjórðungur frá snjóflóðunum mannskæðu sem féllu á Súðavík og Flateyri […]

Föstudags eða sunnudags Gísli?

Tveir drifkraftar virðast um þessar mundir öðrum fremur móta samfélagið; þetta eru annars vegar borgarvæðing  og hinsvegar fjórða iðnbyltingin. Ein af birtingarmyndum þessara krafta hafa sumir séð sem niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Hillary Clinton vann stóra sigra í helstu borgum landsins. Á þeim svæðum er menntastig hátt og mörg tæknifyrirtæki hafa verið stofnuð […]

Tækni-aftur-farir

Það er ekkert nýtt að menn geti komist á bát frá Miðjarðarhafi til Rauðahafs. Gamli Súesskurðurinn, sem er talinn fyrst hafa verið kláraður um 600 f.kr., lá raunar aðra leið: Grafinn var skurður frá Níl og að vötnum sem kallast á ensku „Bitter Lakes“ og þaðan yfir í Súes-flóann. Það má enn sjá leiðina með […]

Sagan af sigri Diego

Ég las frétt um daginn sem ég hef verið að melta síðan og kom sterkt upp í hugann aftur í gær. Mér finnst ekki ástæða til annars en að fara beint að kjarna máls. Hér þarft engan upptakt. Málið varðar afreksskjaldbökuna Diego sem hefur fengið gælunafnið Casanova fyrir mikilvægt og jafnframt ótrúlegt framlag sitt til […]

Slysaskot í Persíu

Á grunnskólagöngu minni lærði ég nokkur ljóð, flest úr bókinni Skólaljóðum. Ljóðið sem kemur hvað skýrast upp í hugann er hins vegar ekki að finna í þeirri ágætu bók. Kannski ræður miklu um það hversu ljóðið greiptist sterkt í minninguna að því var dreift til okkar, líklega 10 eða 11 ára nemenda í Brekkubæjarskóla á […]

Ábyrgð Perry Mason

Þann 21. september árið 1957 birtist maður á svarthvítum sjónvarpsskjám bandarískra heimila. Hann átti eftir að hafa örlagarík áhrif sem kunna nú rúmlega hálfri öld síðar að binda enda á 1500 ára sögu og breyta heimsmyndinni eins og við þekkjum hana. Þarna var á ferðinni fyrsti lögfræðiþátturinn sem náði lýðhylli þar sem lögfræðingur með hjartað […]

Þegar neyðin er stærst

Þegar hin árlega fjáröflun björgunarsveitanna – flugeldasala – var í undirbúningi fyrir nýliðin áramót tóku að heyrast raddir um hvers konar ósvinna það væri að björgunarsveitirnar væru að afla sér fjár með sölu á sprengiefni, sem fyrir utan að vera hættulegt í bráð er víst líka mjög fjandsamlegt umhverfinu. Samhliða var því varpað fram hvort […]

Sá syndlausi retweetar fyrstur

Hetjur ársins er fólk sem lætur hafa sig út í storm til að bjarga fólki sem er lent í ógöngum. Ég er að sjálfsögðu að tala um fólk sem kemur fávitum, glæpamönnum og fúskurum til varnar á netinu. Það er ekki öfundsvert hlutverk. Þeir sem lenda í stormi, hvort sem er á hálendinu eða á […]

Sinn er siður í landi hverju

Kristinfræði hefur verið kennd á Íslandi öldum saman. Lagaákvæði þar að lútandi var að finna í Grágás, elstu lögbók Íslendinga. Með breytingu á lögum um grunnskóla árið 2008 var, að frumkvæði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þáverandi menntamálaráðherra, gerð tillaga um að kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði flokkuðust undir samfélagsgreinar en teldust þá ekki lengur sérstakur liður í […]

Algrímurinn alvitri og statistar í stjórnmálum

Ef eitthvað er að marka dómstóla, eftirlitsnefndir og drjúgan hluta af opinberri umræðu þá er íslenskum stjórnmálamönnum alls ekki treystandi. Sérstaklega virðast þeim vera mislagðar hendur í mannaráðningum, til dæmis þegar þeir hlýða ekki embættismönnum í dómaravali—eða núna þegar þeir hlýða rándýru ráðningarferli í starf Þjóðgarðvarðar, en bara ekki nógu vel. Íslenska ríkið, sem að […]