Enda er þetta ekkert líf

Lífsgæði okkar ráðast af mörgum þáttum. Heilsan er eflaust stærsti áhrifaþátturinn, án hennar er allt annað marklaust í raun. Allt okkar starf, launað og ólaunað, allt okkar erfiði og allt okkar erindi í lífinu, lýtur í raun þeim tilgangi að auka lífsgæði okkar, allt eftir því hvað hver og einn telur eftirsóknarvert.

Okkur vantar fleiri sölumenn

Þriðjungur af hinum 100 þúsund starfsmönnum Google vinnur við tækniþróun. Þriðjungur vinnur við sölu. Þriðjungur við eitthvað annað. Og það er síðan ekki einu sinni þannig að allir þeir sem vinna við tækniþróun séu stöðugt tækniþróa. Þar inn eru líka væntanlega hvers kyns stjórnendur, mannauðsstjórar og hvað eina.

Ævintýraleg óstjórn

Það er full ástæða til að mæla með hinum fróðlegu og vönduðu þáttum Egils Helgasonar um Siglufjörð og síldina. En það sem vantar í þættina er kannski einna helst meira af gagnrýnum sjónarmiðum um það hvernig menn hugsuðu og byggðu (ekki) upp sjávarútveg á sínum tíma hér á landi.

Ertu til í að gera mér greiða?

Fyrir nokkru hlaut Esther Duflo nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrir brautryðjandi rannsóknir á sviði tilrauna- og þróunarhagfræði. Það er ótrúlegt afrek og því þótti ýmsum miður hve hlutfallslega stór hluti umfjöllunarinnar, sérstaklega í upphafi, virtist snúa að því að hún væri eiginkona eiginmanns síns, Abhijit Banerje, sem vissulega er hagfræðingur og vissulega hlaut nóbelsverðlaunin á sama tíma og hún.

Flas er falli næst

Á svipaðan máta og lægðir leggjast yfir Ísland í veðurfarslegum skilningi og færa okkur leiðindi í formi roks, rigningar og ófærða þá koma reglulega lægðir yfir íslenska samfélagsmiðla og færa landsmönnum sömuleiðis leiðindi í formi ómálefnalegrar umræðu og ofsareiði yfir afmörkuðu málefni. Veðurstofa Íslands hefur búið til lítið verkfærasett fyrir þá landsmenn sem skilja ekki veðurkort […]

Þekkjast allir á Íslandi?

Á spjalli við útlendinga er algengt stef að þeir spyrji fyrst hvað það séu eiginlega margir (eða fáir) sem búa á Íslandi og svo, þegar þeir vita svarið, hvort allir á Íslandi þekkist þá ekki. Þó það sé auðvitað ekki alveg þannig kitlar stundum að svara játandi. Það er eitthvað svo sæt tilhugsun að Ísland sé svo fámennt að við þekkjumst öll og séum öll vinir.

Iðnaðurinn og listin

Þegar bandaríska söngkonan Aretha Franklin lést í ágúst 2018 hjó ég sérstaklega eftir því hvernig hennar var oftast minnst í bandarískum fjölmiðlum. Þótt hún hafi í öllum skilningi verið menningarlegur risi var oftast ekki mesta áherslan á að fjalla um feril hennar í samhengi við tónlistarsöguna eða dægurmenninguna. Mun oftar var talað um framlag hennar […]

Ekki (hætta að) benda á mig

Í fyrra fagnaði mannkynið því að hálf öld var liðin frá því magnaða afreki að senda manneskjur í stálhólk út í geim þar sem þær lentu á tunglinu, gengu þar um og sneru svo aftur heim. Mannkynið státar einnig af því að hafa fundið upp internetið, skapað gervigreind, þróað meðferðir úr stofnfrumum og búið til lítil tæki sem eru í senn sími, tölva, […]

Hin tvöfalda ógæfa Afríku

Síðustu misseri hef ég átt þess kost starfs míns vegna að kynnast málefnum Afríku. Íslendingar hafa um áratugatugaskeið komið að þróunaraðstoð gagnvart Afríkuríkjum og hefur þróunarsamvinna orðið æ ríkari þáttur í starfsemi utanríkisráðuneytisins.

Heimavist í Reykjavík er fín hugmynd

Nýlega fór fram umræða á Alþingi um jafnrétti til náms óháð búsetu, með sérstakri áherslu á húsnæðismál. Þar var bent á að ungt fólk utan að landi þyrfti oft að flytja eftir grunnskóla, ef engin framhaldsskóli væri í þeirra byggðalagi eða ef það nám sem það vildi stunda væri ekki í boði þar. Heimavistir eru […]

Guð, herinn og fáninn

Superbowl, eða Ofurskálin eins og þessi viðburður hefur verið þýddur á íslensku, fór fram á dögunum en fyrir þá sem ekki þekkja til er um að ræða úrslitaleikinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Þetta er stórviðburður á allan mælikvarða og ekki bara íþróttaleikur heldur menningarveisla. Keppst er um það hverju sinni að hafa aðdragandann sem glæsilegastan og umgjörðina sem veglegasta. Þannig er ekki síður rýnt í allt sem tengist leiknum, þ.e. sýninguna í hálfleik, auglýsingarnar sem eru frumsýndar og hvernig listamönnunum tekst til, heldur en leikinn sjálfan.

Lifum lengi og döfnum

Fyrir skömmu fékk ég símtal frá föður mínum sem spurði hvort ég væri aðdándi Star Trek eða Star Wars. Ég svaraði um hæl að ég væri Trekkari og beið svo hálfskömmustuleg eftir viðbrögðum hans hinum megin á línunni, hugsandi að hugtakið hæfði varla konu á mínum aldri.  Mér til nokkurs léttis snérist símtalið fljótt upp […]

Frú Roberts

Við getum öll verið sammála um að makar skipta heilmiklu máli. Við sem erum makar skiptum þannig vonandi heilmiklu máli fyrir þá sem við gegnum því hlutverki gagnvart. Raunar má halda því fram að makahlutverkið sé grundvallað á ákveðinni gagnkvæmni, hjá flestum alla vega.

Höfum við efni á mannúð?

Það var mikið gleðiefni í dag að fallið var frá áformum um að reka úr landi pakistanska fjölskyldu sem dvalist hefur hér á landi frá árslokum 2017. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins kann að virðast handahófskennd í augum þeirra sem standa vilja vörð um formreglur, rétt eins og var fyrir nokkrum árum þegar Alþingi greip í taumana til […]

En að senda fólk til Venusar?

Úti er þægilegur 30 stiga hiti. Loftið er þunnt, eins og á nokkur þúsund metra háu fjalli, um 500 hPa. Fallegur appelsínugulur himinn allan sjóndeildarhringinn. Sólin skín skært. Tunglið er hvergi sjáanlegt. Við erum á Venus. Í 55 kílómetra hæð yfir yfirborði plánetunnar. Svífum um í glærri kúlu. Við getum hallað okkur að glærum veggjunum […]

Bless janúar 2020

Í dag rennur janúar 2020 sitt skeið á enda. Janúar hefur í gegnum tíðina verið að ósekju úthrópaður sem þyngsti og leiðinlegasti mánuður ársins. Sem einlægur aðdáandi og rað-strengjari áramótaheita hef ég alltaf verið hrifin af janúar sem síendurteknum upphafspunkti bestu útgáfunnar af sjálfri mér. Í janúar ber einnig upp afmæli mitt sem ég gladdi mig ekki minna nú á 39. aldursári en það gerði þegar ég varð sex ára. En meira að segja janúar klappstýrur eins og ég verða að játa sig sigraða eftir það hlaðborð af leiðindum sem janúar 2020 hefur boðið landsmönnum upp á.

Eitthvað fallegt brotnaði

Líklegast þýðir lítið að fela það. Ég er einlægt leiður yfir þessari útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ekki reiður, dofinn, hræddur eða í hefndarhug. Nei, ég er núna einfaldlega leiður. Eins og flestum Evrópusinnum þá líður mér eins og eitthvað fallegt hafi brotnað. Hvernig sem á það er litið þá töpuðum við Evrópusinnarnir þessum leik. Og […]

Gamli Gráni

Það vita það ekki alveg allir, en ég varð fyrir því óláni um miðjan október síðastliðinn að verða í vegi mótorhjóls í Napólí á Ítalíu. Betur fór en á horfðist og slapp ég með axlarbrot. Þetta hefur haft sínar afleiðingar en allar eru þær viðráðanlegar – ef frá er talin ein.

Tilviljanakennd gæfa

Þó svo að sjávarútvegur sé ekki lengur stærsta atvinnugrein okkar Íslendinga, þá verður ekki ekki fram hjá litið að velmegun þjóðarinnar er að stórum hluta honum að þakka.

Nú má maður segja maður

Í grunnskóla og menntaskóla var manni [les: mér] kennt að það væri óformlegt og óvandað mál að nota “maður” sem óákveðið fornafn í rituðu máli. Það væri kannski, kannski allt í lagi að segja við vin sinn “hvað er best að éta þegar maður er ógeðslega svangur?” en í vandaðri menntaskólaritgerð færi betur á að […]