Sextíu kíló af sólskini

Bækurnar hans Hallgríms Helgasonar hafa verið algjört guilty pleasure hjá mér undanfarin ár. Ég hef fengið þær, eina af annarri, að láni frá móður minni eftir að hún hefur lofsamað þær í þó nokkurn tíma, alltaf í einhverjum mótþróa gagnvart rithöfundinum. Ástæða þess að Hallgrímur fellur svona illa í kramið hjá mér svo að ég á erfitt að aðgreina persónu hans frá ritverkunum, er þó ekki efni þessa pistils.

Samfélag er útflutningsvara

Síðustu öldina höfum við Íslendingar gert það gott þegar komið að útflutningi. Skiptir þar mestu útflutningur sjávarafurða en við höfum einnig haft tekjur af útflutingi á orku með sölu á rafmagni til erlendra stórfyrirtækja. Við erum útflutningsþjóð og því fylgir að leita stöðugt nýrra leiða til að auka útflutningsverðmæti.

Afríka, ég er gagntekin af þér

Það er auðvelt að verða gagntekin af Afríku. Ótrúleg náttúran, landslagið, birtan og dýralífið dugar alveg en það eru hins vegar vandamál álfunnar sem helst gagntaka hvern mann sem kynnist löndum Afríku og samfélög mannanna þar.

Lélegastur í Draumaliðinu

Patrik Ewing er einn besti körfuknattleikmaður sögunnar. Ewing spilaði nær allan sinn feril hjá New York Knicks og er í guðatölu í borginni. Hann var valinn af New York í nýliðavalinu árið 1985 og spilaði með liðinu til ársins 2000. Á ferlinum spilaði Patrik 1.183 leiki og í þeim leikjum skoraði hann 24 þúsund stig, […]

Þegar kast ræður kylfu

Þótt líklega sé algjör óþarfi að rifja upp fyrir lesendum þá óvenjulegu atburði sem hafa í vetur sett bandaríska hafnaboltann á annan endann, þá er ekki óhugsandi að fréttir af svindlmáli Houston Astros hafi framhjá einhverjum Íslendingum. Vissulega ólíklegt, en ekki óhugsandi. Allir vita að í hafnabolta á sér stað stöðug glíma milli þess sem […]

Við kunnum ekki á fjarfundarbúnað því allt er svo nálægt

Næst þegar þú, lesandi góður, klárar eitt stykki fund í vinnunni skaltu spyrja þig: “Hefði fólk ferðast milli landa fyrir þennan fund?” Svarið er mjög líklega “nei” sem þýðir mjög líklega að fundurinn var ekki nauðsynlegur. Hann var haldinn af því að það var hægt að halda hann. Ég hef verið í vinnu þar sem […]

Sturlun sem regla

Sturlun er mjög sjaldgæf meðal einstaklinga en hjá hópum, flokkum og þjóðum er hún regla. Einhvern veginn svona hljóðar eitt hinna bráðsnjöllu spakmæla þýska heimspekingsins Friedrichs Nietzsche en safn spakmæla hans er að finna í bókinni Handan góðs og ills (Jenseits von Gut und Böse) í afbragðsgóðri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar.

Væri gaman að geta eytt miklu minna í heilbrigðiskerfið

Það hlýtur að vera langtímaverkefni allra landa að eyða sem minnstum peningum í heilbrigðiskerfið. Ekki öfugt. Það ætti að vera augljóst – lífið er skemmtilegra ef við getum eytt minni peningum í nauðsynjar og meiri peningum í vitleysu. Neytendur í fátækari löndum eyða til dæmis upp undir helmingi allra tekna sinna í mat. Í ríkari […]

Íslenskir hestar á jóskum heiðum

Það má segja að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hafi kastað sprengju inn í íslenska samfélagsumræðu í viðtali við Vísi nú um helgina. Þar hélt hann því fram að það væri stórkostlegur misskilningur að hestamennska væri ekki íþrótt.

Handabandið hefur sinn tilgang

Mannfólkið er almennt mjög lélegt í því að meta raunverulega hættu. Frægt dæmi um það birtist í því að algengt er að fólk sé dauðhrætt við að fljúga en sallarólegt yfir því að keyra á flugvöllinn. Þó er vitað að ökuferðin er oftast miklum mun hættulegri heldur en flugið sjálft. Þetta er sennilega vegna þess […]

Afleggjum handabandið

Handabandið er aldagamall og útbreiddur siður fólks við að heilsast. Til eru ýmsar útfærslur af handbandinu allt frá aðstæðum og tímasetningu og til afls sem beitt er við handabandið. Sums staðar tíðkast handabönd einungis milli karlmanna, annars staðar fylgja þeim aðrir siðir eins og hneiging eða koss. Víða á Vesturlöndum tíðkast þéttingsfast handaband (annað gæti verið merki um karakterbresti) en hjá öðrum þjóðum gæti slíkt jafnvel talist dónaskapur. Hver kannast ekki við að hafa tekið í höndina á manneskju og myndað sér skoðun á henni um leið?

Skrifborðum í Kvosinni fjölgar mikið

Þegar Alþingi flytur í nýja skrifstofubyggingu við Austurvöll á næstu árum losnar um mikið skrifstofupláss í húsunum milli Austurstrætis og Austurvallar sem nú hýsa nefndarsvið þingsins og skrifstofur þingflokka. Landsbanki Íslands áformar að reisa nýjar höfuðstöðvar í miðbænum. Sumir hafa á þessu miklar skoðanir og telja einboðið að bankinn eigi að vera annars staðar. Það […]

Stjórnmál virka

Fyrir tveimur árum lauk ég meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og fjallaði meistararitgerðin mín um plastmengun í hafi. Þar skoðaði ég til hvaða stjórntækja íslensk stjórnvöld gátu gripið þá þegar til að bregðast við vandanum. Plastmengun hafsins er málefni sem Íslendingar hefur skiljanlega mikinn áhuga á enda fiskveiðiþjóð og fréttir um plastmengun í hafi skora jafnan hátt á listum vefmiðlanna yfir mest lesnu fréttirnar.

Bosnía – óljós teikn á lofti

Bosníustríðið var það langvinnsta og blóðugasta af mörgum átökum sem saman eru kennd við stríðið í fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Helstu stríðsaðilar voru Bosníakar (sem eru mestmegnis múslimar) sem kölluðu eftir sjálfsstæði frá Júgóslavíu og Bosníu Serbar sem lýstu yfir sjálfsstæði frá Bosníu og vildu sameinast Serbíu, og loks komu Króatar við sögu. Stríðið stóð á milli áranna 1992 og 1995 og endaði með Dayton samkomulaginu.

Hvers konar mannamót á best við þig?

Það samfélag er væntanlega ekki til í heiminum sem er jafn vel endurspeglað á samfélagsmiðlum og hið íslenska. Fjöldi og virkni Íslendinga á sér eflaust ekki hliðstæðu í víðri veröld og verður líklega ekki viðjafnað um fyrirsjáanlega framtíð.

Vandinn við alla bílakjallarana

Í húsinu mínu eru tveir inngangar. Sá fyrsti er sá sem flestir íbúar nota til að komast inn í húsið. Það er innkeyrslan inn í bílakjallarann. Seinni innganginn nota flestir íbúar til að fara út með ruslið og tæma póst, aðallega ruslpóst úr pósthólfinu. Gestir koma líka í gegnum þennan inngang. Og börn þegar þau […]

Húsdýra- og kyrkislöngugarðurinn

Mér hefur aldrei verið sérstaklega vel við slöngur, þótt þær séu vissulega heillandi skepnur. Mitt skjól hefur þó verið að búa hér á landi þar sem engar slöngur eru, nema hjá einstaka tattúveruðum mönnum sem laumast til að koma þeim til landsins.

Harðskeljadekk og humarfroða

Þökk sé frönskum bræðrum, sem þráðu ekkert heitar en að selja bíldekk fyrir 120 árum, fékk hin fámenna íslenska þjóð enn eitt tækifæri til að fagna mögnuðum árangri sinna eigin landsmanna á heimssviðinu í fyrradag.

Nú væri gott að hafa sæstreng

Fyrir nokkrum mánuðum var þjóðfélagsumræðan gegnsýrð af deilum um orkupakka 3 sem var þó á endanum samþykktur. Þó ekki sé langt síðan að umræðan náði hámarki er samt ástæða til að rifja upp að hræðsla andstæðinga pakkans við samþykkt hans gekk að miklu leyti út á að ef hann yrði hluti af íslenskri löggjöf væri okkur gert að tengjast orkukerfi Evrópu um sæstreng. Að við myndum missa forræði yfir orkuauðlindunum, Íslendingar myndu einhvern veginn glata sjálfsákvörðunarréttinum um lagningu hans og í kjölfarið myndi unga fólkið flykkjast burt frá tækifærasnauðu landi.

Fín þétting við Háteigsveg

Ég geng framhjá Sjómannaskólanum við Háteigsveg oft í viku. Þetta er leið barna minna í skólann. Á ákveðnum, stuttum kafla á leiðinni get ég borið Sjómannaskólann augum án þess að annað hindri þá sýn. Það má sannarlega færa nokkuð fín rök fyrir því að í þeirri fagurfræðilegum upplifun felist ákveðin lífsgæði fyrir mig og aðra […]