Hinn svokallaði byggðakvóti sem úthlutað er þessa dagana til einstakra byggðalaga á landsbyggðinni hefur vakið upp af værum svefni drauga liðinna ára. Pólitísk úthlutun verðmæta af þessu tagi taldi Deiglan að heyrði sögunni til. Þrátt fyrir góða trú og göfugan tilgang leiðir það aldrei til góðs, að stjórnmálamenn hafi bein afskipti af málefnum einstaklinga. Slíkt býður mismunun, spillingu, sóun og óréttlæti heim.
Category: Deiglupistlar
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, nýtur mikillar hylli meðal íslensku þjóðarinnar. Þetta er óumdeild staðreynd, þótt af sé sem áður var þegar Ólafur Ragnar var ekki hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hins vegar finnast enn hér á landi sérvitringar sem eru ósáttir við forsetann, bæði tilkomu hans í embætti en ekki síður hvernig hann hefur farið með það.
Sú var tíð að strandhögg norrænna víkinga á Bretlandseyjum vöktu takmarkaða hrifningu eyjaskeggja og fyrirfinnast margar miður fagrar frásagnir af voðaverkum víkinganna. Íslenskir víkingar hafa nú að mestu lagt niður vopn sín og fyrri siði en strandhöggin gerast þó enn.
Hið fornfræga knattspyrnufélag ÍA hefur nú rekið þjálfara meistaraflokks félagsins í þriðja sinn á þremur árum. Lið ÍA er í fjórða sæti Íslandsmótsins þegar þessi orð eru skrifuð og ein umferð er eftir af mótinu, hefur tryggt sér þátttöku í Evrópukeppni og er komið í úrslit bikarkeppninnar. Þetta þótti stjórnarmönnum félagsins óviðunandi árangur og var þjálfari félagsins látinn sæta ábyrgð vegna þess – m.ö.o var hann leystur frá störfum.
Aðilar vinnumarkaðarins eru nú óðum að koma sér í stellingar fyrir komandi kjarasamninga og eru stóru orðin ekki spöruð, sérstaklega af hálfu þeirra sem segjast verja hagsmuni launþega. Ekki verður um það deilt að það samningstímabil, sem nú er brátt á enda, hefur fært launþegum eina mestu kaupmáttarhækkun á síðari tímum. Margir samverkandi þættir urðu til þess að þetta tókst en mjög stór verður þáttur skynsamlegra kjarasamninga að teljast.
Það vakti athygli, þótt endilega kæmi það ekki á óvart, er Morgunblaðið greindi frá því í dag í tengslum við fjárlagagerð að „sumir þingmenn [hefðu talið] of skammt gengið í átt til almenns sparnaðar hins opinbera í góðæri en flestir töldu ekki mögulegt fyrir stjórnvöld að teygja sig lengra í þeim efnum.“
FBA-ævintýrið heldur áfram og er málið nú að verða allt hið áhugaverðasta. Menn greinir á um skilning hvers annars á lögmálum markaðarins og jafnvel þeim réttarreglum sem þar gilda.
Einhver afkáralegur skjálfti virðist hlaupinn í borgarstjóra R-listans. Hún hringsnýst um sjálfa sig í þremur aðgreindum málum og virðist oft ekki vita hvort hún sé að koma eða fara.
Sala Kaupþings og Sparisjóðanna á rúmlega fjórðungshlut í Fjárfestingabanka atvinnulífisins er mönnum nokkuð hugleikin um þessar mundir. Eignarhaldsfélag Deiglunnar var meðal þeirra sem festu kaup á hlut í FBA í upphaflegu hlutafjárútboði, þá á genginu 1,4 en gengi bréfanna nú er tvöfalt hærra. Framundan er greinilega samkeppni um 51% hlut ríkisins og má þá búast við frekari hækkun á bréfunum.
Í dag tóku fimm nýir ráðherrar við embætti í ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem þegar hefur setið í fjögur ár. Meira en þrír áratugir eru síðan stjórnarsamstarfi hefur verið haldið áfram að loknu kjörtímabili og dagurinn því merkilegur að því leyti. Stjórnarflokkarnir hyggjast halda áfram á sömu braut og er það í samræmi við vilja kjósenda í síðustu kosningum.
Að venju hefur mikið fjaðrafok verið í kringum ráðherraskiptin og framgangur fjölmiðla í þeim málum verið furðulegur.
Athygli fjölmiðla beinist nú mjög að viðræðum stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Það er í takt við fréttamat þeirra flestra, að mestum tíma er varið í fjalla um hverjir skipa munu ráðherrastóla en ekki hvaða málum ríkisstjórnin mun beita sér fyrir. Það nýjasta er að hugsanlega verði ráðherrum fjölgað úr tíu í tólf.
Nú er íslenski boltinn byrjaður að rúlla og sem fyrr hefur Deiglan ákveðnar skoðanir á þeim málum. Það sem helst hefur vakið athygli í aðdraganda Íslandsmótsins nú er mikil gerjun í Vesturbænum. KR-ingar ætla greinilega að halda upp á aldarafmælið með glæsibrag og hafa í því augnamiði hafið rekstur útvarpsstöðvar og fest kaup á vínveitingahúsi, hvort tveggja athyglisverðar tilraunir.
Loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu hafa nú staðið í 53 daga. Þeir sem gagnrýna NATO fyrir árásirnar verða sífellt háværari og virðast atburðir síðustu daga og vikna benda til að sú gagnrýni eigi við rök að styðjast.
Úrskurður Kjaradóms um laun æðstu embættismanna ríkisins hefur vakið nokkur viðbrögð og er honum ýmist fagnað eða bölvað. Fagnaðarlætin hafa þó verið kaldhæðin en bölvunarorðin innileg.
Kosningar til Alþingis fóru fram í gær. Helstu tíðindin urðu þau að Samfylking hlaut háðulega útreið en Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-grænir unnu mikinn sigur.
Ríflega þrjátíuþúsund Íslendingar sáu ekki ástæðu til að neyta lýðræðislegs réttar síns í gær og mættu ekki á kjörstað. Einhver hluti þessa hóps er hugsanlega nýlátinn og hugsanlega hefur einhverjum ótilteknum fjölda verið ómögulegt að mæta á kjörstað. En það breytir því ekki að tugþúsundir Íslendinga virtu að vettugi þann dýrmæta og eftirsótta rétt að fá hafa áhrif á stjórn samfélagsins.
Loforðaflaumur ákveðinna flokka í kosningabaráttunni færist í aukana eftir því sem styttist í kjördag.
Umræðan um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði heldur áfram og er nú komin á mjög undarlegt plan. Því er ýmist haldið fram að gagnagrunnurinn sé stórvarasamur í sjálfu sér og að hann muni leiða alls konar hörmungar yfir íslensku þjóðina, eða þá að verið sé að arðræna landsmenn með því að veita Íslenskri erfðagreiningu hf. einkaleyfi til að gera grunninn.
Af mörgun innantómum slagorðum Samfylkingarinnar sker hvað mest í eyru þegar talsmenn hennar (sem fer nú ört fjölgandi) tala fjálglega um „frelsi einstaklingsins.“ Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin af kosningastjórn SF að líklegt til fylgis væri að leggja áherslu á hægristefnu.