Frá því var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að norski athafnamaðurinn Kjell Inge Røkke væri að sölsa undir sig stórfyrirtækið RGI þar í landi. Aðferð Røkkes við yfirtökuna er um leið útsmogin og fífldjörf, en þó ekki eins frumleg og ætla mætti við fyrstu sýn.
Category: Deiglupistlar
Það er þekkt aðferð útsmoginna stjórnmálamanna að eigna sér heiðurinn af málum sem verið að koma í höfn. Röskva, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Háskóla Íslands, leikur nú þennan leik í tengslum við kjör námsmanna hjá LÍN. Röskvuliðar hafa síðustu daga eytt miklu púðri í að krefjast nýrrar könnunar á grunnframfærslu stúdenta og óhikað haldið því fram að stjórnvöld vilji ekki gera slíka könnun.
Fyrir tveimur árum kom út bók eftir lækni nokkurn. Bókin hét Sálumessa syndara og olli hún nokkru fjaðrafoki.
Síðastliðinn sunnudag skemmti Deiglan sér að vanda yfir þætti Egils Helgasonar á Skjá einum, Silfri Egils. Þar voru mættir þeir Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum er töluverður áhugi hér á landi á hlutabréfum í enska knattspyrnufélaginu Stoke City. Hlutur í Stoke Holding, eignarhaldsfélagi íslensku fjárfestanna, verður væntanlega boðinn til sölu hér á landi innan skamms. Deiglan veltir því fyrir sér hvort um vænlegan fjárfestingarkost sé að ræða, m.ö.o. í hverju ágóðavonin felist.
Löngu tímabært er að umræða um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefjist fyrir alvöru hér á landi. Fyrr en seinna þarf þjóðin að taka afstöðu til þess, hvort hún vilji ganga í ESB eða ekki og því er nauðsynlegt að upplýst umræða um kosti aðildar og galla hefjist sem fyrst. En á meðan lögformlegt umhverfismat og virkjanir eiga hug ráðamanna og almennings allan er ekki von á því að rými sé fyrir alvarlega umræðu um Evrópumálin.
Málefni íslenska landsliðsins í knattspyrnu og aðdragandi starfsloka Guðjóns Þórðarsonar komust í brennidepil um helgina. Víkverji Morgunblaðsins sunnudaginn 7. nóvember vakti þá athygli á skrifum Deiglunnar um þetta mál.
Dómur Hæstaréttar í máli nr. 286/1999, sem varðaði meinta kynferðislega áreitni föður gagnvart dóttur sinni, var kveðinn upp í siðustu viku og hefur sýknuniðurstaða réttarins vakið mikil viðbrögð. Skrifaðar hafa verið greinar í dagblöð og einnig munu póstsendingar vera í gangi á Netinu, til að mótmæla niðurstöðunni.
Einkar athyglisvert mál er nú í gangi í Háskóla Íslands. Málið varðar aðgang starfsmanna stúdentaráðs að gögnum í vörslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem hafa að geyma ýmsar viðkvæmar persónupplýsingar um námsmenn. Þessi aðgangur er tilefni kæru sem Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sent tölvunefnd.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Stoke-málinu s.k. og málefnum íslenska landsliðsins verið siglt í höfn. Starfslok Guðjóns Þórðarsonar voru gerð í sátt og samlyndi um síðustu helgi og þóttu hann og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, komast nokkuð vel frá því. En Deiglan telur tilefni til vangaveltna þótt allt sýnist slétt á yfirborðinu.
Umræðan um nektarstaðina og þann ósóma sem þeim tengist tröllríður nú þjóðfélaginu. Tiltölulega fáir landsmenn höfðu orðið varir við ósómann, þótt nokkur ár séu liðin frá opnun fyrstu staðanna.
Pýrómanía nefnist sjúkdómur sem brennuvargar eru haldnir og lýsir hann sér í þeirri áráttu að kveikja í, mæta á staðinn til að fylgjast með slökkvistörfum og bjóðast jafnvel til að hjálpa til við að slökkva. Þetta mynstur endurtekur sig í sífellu og sjúklingur getur virst fullkomlega heilbrigður þess á milli. Frelsaranum sýnist afbrigði af þessum sjúkdómi hrjá vinstri menn þegar kemur að ríkisfjármálum.
Frá því er greint í hinu áreiðanlega tímariti Séð og heyrt að Jón Ólafsson, plötuútgefandi, hafi keypt sér hús á Englandi fyrir mörg hundruð milljónir króna.
Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir hefur Deiglan haslað sér á völl með formlegum hætti á Netinu og hampar nú veffanginu www.deiglan.com.
Sjónvarpsstöðin SKJÁREINN hóf göngu sína í síðustu viku og hefur Deiglan fylgst spennt með. Þótt margt megi gagnrýna og að sumu megi skopast, verður að segjast að byrjunin lofar góðu. Sérstaklega mælir Deiglan með spjallþætti Egils Helgasonar, Silfur Egils, þar sem þjóðmálin eru rædd tæpitungulaust og með frísklegu yfirbragði.
Íslenska landsliðið hefur nú lokið þátttöku sinni í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Árangur þess í 4. riðli er mjög glæsilegur og hefur frammistaða liðsins verið landi og þjóð til sóma. Sérstaklega er árangurinn athyglisverður í því ljósi, að riðillinn var óumdeilanlega sá sterkasti af þeim níu riðlum sem keppt var í.
Samfylking vinstri manna heldur áfram að tvístrast og er Fylkingin nú fátt nema nafnið eitt. Í gær gekk einn helsti forystumaður Alþýðubandalagsins, Árni Þór Sigurðsson, úr bandalaginu á þeim forsendum að áherslur þess hefðu orðið undir í samkrullinu. Reyndar má segja að áherslur Alþýðubandalagsins í heild hafi orðið undir, bæði almennt og algjörlega, en það er önnur saga.
Ræður núverandi forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, vekja jafnan athygli fjölmiðla og ræða sú sem hann flutti við setningu Alþingis í gær er engin undantekning. Í ræðustóli þar settist hann einu sinni sem oftar í hásæti siðapostulans vammlausa og varaði við áhrifum markaðarins á störf Alþingis sem löggjafarsamkomu.
Í gær fögnuðu ráðamenn í Kína 50 ára afmæli alþýðulýðveldisins svonefnda. Heiti ríkisins er þó hið mesta öfugmæli því það er hvorki lýðveldi né er það fyrir alþýðuna. Á þessum fimmtíu árum hefur ógnareðli fjöldahyggjunnar birst með afar skýrum hætti í Kína og fórnarlömb hennar skipta milljónum. Mannréttindabrot eru þar eins og daglegt brauð, nema kannski enn hversdagslegri og örugglega miklu algengari. Milljónir hafa fallið fyrir hendi ráðamanna svo hugsjónin um alþýðulýðveldið yrði ekki trufluð.
Tilhugalíf forseta Íslands heldur áfram og gerist nú æ fjölmiðlavænna. Sagt er frá því í DV í gær að vinkona forsetans hafi komið með leynd með flugi til Íslands og yfirgefið flugvélina eftir óhefðbundinni leið til þess að komast hjá athygli.