Embættismenn ríkisins eru margir hverjir afar sárir þessa dagana, einkum forstöðumenn hinna ýmsu ríkisstofnana. Ástæðan er gagnrýni sem þeir hafa að undanförnu orðið fyrir frá stjórnmálamönnum, m.a. úr ræðustóli Alþingis. Það er auðvitað ótækt að menn úti í bæ þurfi að sitja undir árásum þingmanna með þessum hætti.
Category: Deiglupistlar
Fátt brennur heitar á vörum landans þessi dægrin en sú spurning, hvort allt sé að fara fjandans til efnahagslega – hvort góðærið sé búið og krepputímar framundan. Þeir sem aðhyllast þessa skoðun benda gjarnan á að viðskiptahallinn sé hár og verðbólga mælist allt að 5,8% á ársgrundvelli. Aðrir benda gjarnan á að þessi hækkandi verðbólga, eins óviðunandi og hún er, sé hefðbundinn fylgifiskur mikilla efnahagsframfara.
Í kvöld gefst íslenskum sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að berja hið nafntogaða lið Stoke City augum í fyrsta sinn síðan íslenskir fjárfestar eignuðust meirihluta í félaginu.
Nú hillir undir að valdatíma Röskvu í Háskóla Íslands ljúki. Þessi ungliðahreyfing Samfylkingarinnar hefur í vetur sýnt öll einkenni deyjandi valdhafa, enda dylst engum að skapadægrið er skammt undan. Í sjálfu sér er breytinga þörf af þeirri ástæðu einni hve lengi Röskva hefur setið að völdum – allt vald spillir og algjört vald spillir. En það kemur meira til, mun meira.
Deiglunni hefur borist eftirfarandi bréf frá dyggum lesanda sínum, sem brást ókvæða við umfjöllun hennar um markaðslaun í 4. tbl. frá því í gær:
Reglulega skjóta töfraorð upp kollinum og hið nýjasta er væntanlega töfraorðið markaðslaun. Verslunarmannafélag Reykjavíkur segist hafa snúið baki við kjarabaráttu síðustu aldar (væntanlega 19. aldar þar sem enn eru tæpt ár eftir af þeirri tuttugustu).
Ólafur Ragnar Grímsson, sem 2/5 hlutar íslensku þjóðarinnar kusu forseta fyrir nokkrum árum, ávarpaði þjóð sína í gær. Margt kom fram í máli forsetans en megináherslu lagði hann á þær áhyggjur sínar, að samhjálpin í íslensku þjóðfélagi væri í hættu. Bilið milli ríkra og fátækra væri stöðugt að breikka og þeir efnameiri gerðu leggðu minna af mörkum til hinna efnaminni en hollt gæti talist.
Deiglan óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina undanfarin ár.
Þegar ráðamenn ríkisstjórna og peningastofnanna á Vesturlöndum ákváðu að veita rússneskum stjórnvöldum tugmilljarða dala lán, var það réttlætt með þeim rökum, að tryggja þyrfti stöðugleika í rússneskum stjórnmálum.
Það er líklega ekki ofsögum sagt að íslenskur landbúnaður sé á villigötum. Einhver bölvun virðist hvíla yfir þessari atvinnugrein, sem mátt hefur þola í senn harðneskju náttúraflanna og heimsku stjórnmálamanna. Deiglan leiddi hugann að nokkrum atriðum líðandi stundar sem varpa ljóstýru á fullyrðingu fyrsta málsliðar.
Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að minnast á virkjunarmálin ægilegu hér í Deiglunni. En áhugaverð hlið málsins var dregin fram af Davíð Oddssyni í Silfri Egils í gær. Kom það fram í máli Davíðs að lón hefði verið á Eyjabökkum til forna af náttúrunnar völdum.
Eins og alþjóð er nú kunnugt, var framið voðaverk í Reykjavík sl. föstudagskvöld þegar háaldraðri konu var ráðinn bani. Því miður eru morð framin á Íslandi annað veifið og eru slíkir atburðir að sjálfsögðu fréttnæmir.
Ein af jólabókunum í ár er tvímælalaust bókin Lagasafn 1999, sem er framhald metsölubókarinnar Lagasafn 1995. Bók þessi fer þykknandi með árunum og bendir það óneitanlega til sífellt ríkari tilhneigingar löggjafans til íhlutunar í daglegt líf þegnanna. Nokkur umræða hefur orðið á síðustu misserum um þessa miklu lagasmíð og réttilega bent á að hún er að mestu í höndum embættismanna og fagaðila, sem heyra í flestum tilvikum undir framkvæmdavaldið.
Deiglan er ákaflega hrifin af samsæriskenningum hvers konar og dáist að þeim, sem færir eru í framsetningu slíkra kenninga. Stóratburðir verða iðulega kveikja að samsæriskenningum og ein þekktasta samsæriskenning síðari tíma snýst án efa um morðið á John F. Kennedy. Atburðir líðandi stundar kom hugarflugi samsæriskenningasmiða einnig á flug.
Deiglan leitar sífellt upplýsingar og þáttur í þeirri viðleitni er að horfa á sjónvarp. Í gærkvöldi var á dagskrá á SKJÁEINUM þátturinn Pétur og Páll, þar sem fjallað var ítarlega um félag ungra femínista á Íslandi, Bríeti.
Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri-grænna og formanni BSRB, hefur að sögn verið hótað lífláti vegna þingmáls sem hann hefur flutt ásamt öðrum um bann við spilakössum. Hótun um líflát er ekkert gamanmál og í tilviki Ögmundar ber að taka slíkt sérstaklega alvarlega. En þótt Deiglan sé á þeirri skoðun að flutningur frumvarpsins sé ekki dauðasök, er engu að síður ýmislegt við þessar tillögur að athuga.
Tvær fréttir vöktu athygli Deiglunnar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Annars vegar fréttir af gífurlegri kostnaðaraukningu í heilbrigðiskerfinu vegna launahækkana ákveðinna starfstétta í þeim geira, og hins vegar mótmæli opinberra starfsmanna við frumvarpi til laga frá fjármálaráðherra, sem m.a. miðar að því að stemma stigu við hópuppsögnum og öðrum aðferðum opinberum starfsmanna, sem beitt hefur verið í kjarabaráttu á síðustu árum.
Þjálfaramál íslenska landsliðsins í knattspyrnu taka sífellt óvæntari stefnu. Í Morgunblaðinu í morgun gefur Eggert Magnússon, formaður KSÍ, í skyn að Atli Eðvaldsson komi ekki síður til greina í starf landsliðsþjálfara en Guðjón Þórðarson. Deiglan hefur áður fjallað um frábæran árangur landsliðsins undir stjórn Guðjóns og ljóst er að algjör kúvending hefur orðið eftir að hann tók við starfi landsliðsþjálfara síðla sumars 1997.
Í gær reið borgarstjóri niður Laugarveg í hestvagni til að marka upphaf jólaverslunar í miðbænum. Af því tilefni voru einnig tendruð jólaljós og jólasveinar skemmtu börnum.
Vandræðum Framsóknarmanna virðast engin takmörk sett. Enn eitt innabúðarklúðrið er nú í uppsiglingu með ráðherraembætti Páls Péturssonar, sem Valgerður Sverrisdóttir telur sig eiga tilkall til. Grundvöllur þessa tilkalls Valgerðar er samningur eða samkomulag sem forystumenn flokksins eiga að hafa gert við stjórnarmyndum sl. vor.