Afsprengi Sovétsins

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur nú tekið á sig á ábyrgð á dauða 118 rússneskra sjóliða sem fórust með kafbátnum Kúrsk. Þetta er afar göfugmannlega gert hjá forsetanum og án efa mikil huggun fyrir ættingja sjóliðanna. Sólbrúnn og sællegur eftir sumarleyfi við Svartahaf dúkkaði Pútín skyndilega upp við nyrsta Dumbshaf til að sýna hluttekningu sína með syrgjendum.

Einokun í skjóli RÚV

Í síðustu viku var upplýst um kaup Norðurljósa hf. á fjölmiðlafyrirækinu Fínum miðli. Þar með hefur plötuútgefandi nokkur eignast nær alla frjálsu ljósvakamiðlana hér á landi.

Uppnám utanríkisráðherrans

Á nýafstöðnu þingi sambands ungra framsóknarmanna lét Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í ljós efasemdir sínar um að EES-samningurinn stæðist stjórnarskránna.

Hlutverk RÚV á raunarstundu

Því er oft haldið á lofti af talsmönnum nauðungaráskriftar að ríkisútvarpinu, að það sé nauðsynlegt öryggistæki fyrir landsmenn þegar náttúruhamfarir ríða yfir.

Fótbolti og fylgifiskar

Unnendur knattspyrnu eiga það sameiginlegt að horfa á þennan einfalda leik sér til skemmtunar. Oft er skemmtunin tvíþætt, þ.e. annars vegar eins konar fagurfræðileg nautn og hins vegar samkenndin með því liði sem áhorfandinn tengist og spennan sem felst í óvissunni um niðurstöðu leiksins.

Trillurnar sem björguðu breska hernum

Um þessar mundir eru sextíu ár liðin frá því að bærinn Dunkirk á norðurströnd Frakklands féll í hendur þýska hersins eftir þriggja vikna umsátur.

Það er bannað að slást!

Eitt merkasta þingmálið á nýloknu þingi var tvímælalaust frumvarpið um lögleiðingu ólympískra hnefaleika. Ekki vegna þeirra hagsmuna sem þar voru húfi, heldur vegna þess að umræðan um málið krystallaði almenna grundvallarafstöðu þingmanna til hlutverks ríksins í lífi borgaranna.

Happdrættisvinningur?

Alþingi samþykkti í gær sérstakt viðbótarframlag til samgöngumála upp á þrjá milljarða króna og stendur því til að verja alls níu milljörðum til ýmissa samgöngubóta á næstu árum.

Þegar gæfan faðminn bauð…

Í nýlegu fréttabréfi knattspyrnufélags ÍA er greint frá því að ný auglýsing muni prýða búninga félagsins í sumar en Búnaðarbankinn hf. hefur verið aðalstyrktaraðili ÍA síðan velmektartímabil félagsins hófst í upphafi 10. áratugarins.

Orð og ábyrgð

Vart er hægt hugsa sér harðari áfellisdóm yfir manni en að hann beri ábyrgð á dauða annars manns eða manna. Hin geðþekka og umburðarlynda Kolbrún Halldórsdóttir fór þó létt með það í Silfri Egils í gærkvöldi, þar sem hún sakaði Árna Johnsen, vísnasöngvara og alþingismann, um að bera ábyrgð á sjálfsvígum ungra manna með afstöðu sinni á Alþingi til málefna samkynhneigðra. Ekki ætlar DEIGLAN að blanda sér efnislega í umræðuna um málefni samkynhneigðra, en ljóst er að sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Frumsýning Samfylkingarinnar

Vinstri menn á Íslandi, eða hluti þeirra að minnsta kosti, frumsýndu um helgina nýjustu afurð sína á mikilli sýningu í Borgarleikhúsinu.

2.655.000.000.000 kr.

Í gær lauk uppboði sem breska ríkisstjórnin efndi til vegna úthlutunar á leyfum fyrir farsímaþjónustu í landinu. Fimm leyfi stóðu til boða en rásirnar, sem þjónustan byggir á, eru ágætt dæmi um takmarkaða auðlind. Óhætt er að segja að uppboðið hafi tekist bærilega, alla vega frá sjónarhóli seljandans séð, því rásirnar fimm voru slegnar á samtals 22,5 milljarða punda, eða 2.655.000.000.000 kr. (tvöþúsundogsexhundruð milljarða króna!).

Til stuðnings frjálsum fjölmiðlum í Íran

Helsti óvinur harðstjórna, hvar í heimi sem þær finnast, er málfrelsið. Kína er kannski eitt besta dæmið um harðstjórnarríki, þar sem ritskoðun og hreinar og klárar njósnir um einstaklingana eru sjálfsagður hlutur. Tölvupóstur manna er jafnvel skoðaður og frjálsir fjölmiðlar þekkjast varla.

Gleðilega páska!

Deiglan óskar lesendum sínum nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegra páska. Í dag minnast kristnir menn upprisu Krists og af því tilefni er Deiglan á trúarlegu nótunum í dag.

Veðravítið Reykjavík

Reykjavík er veðravíti. Landsbyggðarfólk sem hyggur á búferlaflutninga til höfuðborgarinnar ætti að gera sér grein fyrir þessu sem fyrst. Öll óveður og ófærð landsbyggðarinnar blikkna í samanburði við þau gjörningaveður sem yfir borgina við sundin ganga

Höfðað til fjöldahyggju

Fjöldahyggja er einhver ógeðfelldasta tilhneiging mannsins og að líkindum ein sú ómannlegasta sem hann býr yfir. Illa innrættir menn hafa í gegnum aldirnar náð valdi yfir fólki með skírskotun til fjöldahyggju þess og afleiðingarnar hafa verið allt frá kjánalegum verkfallsaðgerðum til helfarar gegn heilli þjóð.

Væntingar og verðmæti

Nú í morgun bárust af því fréttir að hlutabréf á mörkuðum í Asíu væru í frjálsu falli eftir hrun á hlutabréfum í Bandaríkjunum fyrir helgi. Þótt flestir hafi búist við að hlutabréf myndu lækka í verði eftir að tilkynnt var um hækkun verðbólgu vestan hafs í byrjun síðustu viku, er niðursveiflan mun meiri en flesta óraði fyrir.

Átakasaga Elians

Málefni kúbanska drengsins Elians Gonzales taka á sig sífellt furðulegri mynd. Afstaða bandarískra stjórnvalda hefur hingað til verið nokkuð skynsöm í meginatriðum; að um sé að ræða sifjamál, eðlilegt að drengurinn sé hjá föður sínum og heppilegast að stjórnmál komi sem minnst við sögu.

Byssur og bandarískt gildismat

Margt virðist benda til þess, að meðferð skotvopna verði eitt helsta kosningamálið í bandarísku forsetakosningunum á hausti komanda. Orsakir þess er óþarft að rekja hér en í öllu falli er ljóst, að full ástæða er til þess fyrir þegna þar vestra, að velta fyrir sér, hvort sá skýlausi réttur allra frjálsra manna þar í landi til að bera skotvopn, hafi nokkra skírskotun til aðstæðna í nútímanum.

Skrautfjöður í hatt SKJÁSEINS

Sjónvarpsstöðin SKJÁREINN bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn um helgina er hún sýndi beint frá Heimsmótinu í skák, sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Mótið og útsendingin frá því tókst í alla staði mjög vel en að auki hafði DEIGLAN ákaflega gaman af viðtali Egils Helgasonar við sjálfan heimsmeistarann, Gary Kasparov.