Mönnum verður um þessar mundir tíðrætt um yfirvofandi niðursveiflu í efnahagslífi Íslendinga. Einkennist það tal af einhvers konar dómsdagshræðslu, að fyrr en seinna muni landsmönnum hegnast fyrir efnahagslega syndugt líferni.
Category: Deiglupistlar
Á undanförnum vikum hefur Morgunblaðið nokkrum sinnum gert mismunandi skattprósentu fjármagnstekjuskatts og tekjuskatts á laun að umtalsefni í forystugreinum. Blaðið hefur í raun óskað eftir rökum fyrir því hvers vegna fjármagnstekjur eru skattlagðar með öðrum hætti en launatekjur.
Pylsur eru að margra mati góðar og í huga sumra hreinn herramannsmatur. Pylsa með öllu hefur ákveðinn sess í íslenskri þjóðarsál og viss menningarathöfn að leggja sér hnossgætið til munns.
Það getur verið pínlegt að vera ungur en þó er reyndar sérstaklega pínlegt þegar foreldrar, frændfólk og aðrir taka það upp hjá sér að rifja upp hina margvíslegu fávisku og klaufaskap sem einkenna bernskuna. Þetta er þó mun þolanlegra en þegar mæður og ömmur þrástagast á því hvað maður var sætur og krúttlegur sem barn. Þó verður að viðurkennast að það versta sem fyrir nokkurn mann getur komið er að barnaskapur þeirra og krúttlegheit verði efni í skáldskap – og ekki batnar það ef við ljóðið er samið lag og lagið verði að klassískri vögguvísu.
Í vikulegum og margverðlaunuðum sjónvarpsþætti Egils Helgasonar, Silfri Egils, í gær var rætt um framgöngu fjölmiðla í tengslum við vofveiflegan atburð sem þjóðin hefur ekki farið varhluta af síðustu vikur.
Tilviljanir eru ekki til í pólitík – allra síst í þeirri bandarísku. Allir atburðir eiga rætur að rekja til ákvarðana sem teknar eru með fyrirfram ákveðna hagsmuni í huga. Þessa staðreynd er afar mikilvægt að hafa í hug þegar skoðuð eru „mótmæli fjólmargra óánægðra“ kjósenda í Flórída-ríki vegna bandarísku forsetakosinganna.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um áhrif fjölmiðla á þjóðmálaumræðu, hvort sem er á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar eru oftar en ekki kallaðir fjórða vald þjóðfélagsins, til viðbótar lagasetningar-, dóms- og framkvæmdarvaldi.
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur að undanförnu verið gagnrýnt nokkuð fyrir samþykktir sínar á málefnaþingi á Akureyri. Í pistli á vefriti Ungra jafnaðarmanna þann 1. nóvember sl. gagnrýnir nýkjörin formaður félagsins Katrín Júlíusdóttir nokkra þætti í samþykkt SUS. Meðal þess sem Katrín telur sérstaklega ámælisvert er að í samþykkt SUS var að finna eftirfarandi setningu: „Ríkið er illa til þess fallið að standa í atvinnurekstri og á það jafnt við um rekstur sjúkrastofnanna sem og annan rekstur.“ Í greinargerð með þessari ályktun segir m.a. að ein ástæða fyrir óhagkvæmni í rekstri heilbrigðisstofnanna sé að ríkið sé: „bæði kaupandi og seljandi að heilbrigðisþjónustu í landinu.“
Síðastliðinn þriðjudag hélt ég því fram að tillögur SUS um afnám tekjuskatta gerðu ráð fyrir 32 ma.kr. voodoo áhrifum. Það er að SUS héldi því fram að voodoohagfræðileg aukning þjóðarframleiðslu myndi leiða til þess að tekjur ríkisins ykust um 32 ma.kr. ef tekjuskattar væru afnumdir. Þessu hafa SUS-arar réttilega mótmælt meðal annars á strik.is.
Hér á landi eru starfræktar ýmsar verksmiðjur. Einhverjar þeirra teljast stóriðjur og tvær þeirra eiga það sameiginlegt að framleiða ál.
Nokkuð hefur verið um það fjallað að forseti Íslands skyldi sjá ástæðu til að heiðra viðskiptamanninn Jón Ólafsson, oft kenndan við Skífuna, með því að bjóða honum til kvöldverðar í tilefni seinni embættistöku sinnar.
Á nýafstöðnu málefnaþingi SUS voru samþykktar tillögur um að afnema eigi fjármagnstekjuskatt og allan tekjuskatt á einstaklinga og fyrirtæki. SUS-ara halda því fram í stjórnmálaályktun þingsins að „Íslendingar gætu haft af [þessu] ótrúlegan hag”. Á öðrum stað segja þeir að ekki verði annað séð en að þetta sé hægt án þess að framkalla fjárlagahalla. Þar með hefur ein mesta óheillakráka bandarískra stjórnmála, þ.e. voodoohagfræði, haldið innreið sína í stjórnmál hér á Íslandi.
Á þessum degi fyrir 44 árum fjölmenntu stúdentar og verkamenn út á götur Búdapest í Ungverjalandi til að mótmæla ánauð þjóðarinnar undir kommúnisma Kremlarstjórnar. Næstu daga á eftir mögnuðust mótmælin og dreifðust um allt land. Þann 4. nóvember réðust sovéskar hersveitir inn í landið og börðu niður mótmælin af grimmd og offorsi – þúsundir Ungverja féllu í bardögum og fjölmargir voru teknir af lífi áður en „friður“ komst á að nýju.
Í dag eru nítján dagar þar til Bandaríkjamenn velja sér nýja forseta. Vandi er um úrslit kosninganna að spá en ef þorri bandarískra fjölmiðla fær einhverju um það ráðið munu kjósendur velja yfir sig og alla heimsbyggðina fjögur ár af leiðindum í formi Alberts Gore. Í reynd verður það stórkostlegur árangur hjá George W. Bush að vinna sigur í óþökk og andstöðu allra sterkustu fjölmiðla í Bandaríkjunum.
Það hefur nokkuð borið á því í málflutningi þeirra sem eru andvígir auðlindagjöldum að þeir telji að slík gjöld muni leiða til hærra vöruverðs og lakari þjónustu á sama hátt og virðisaukaskattur hefur áhrif á vöruverð. Þessi skoðun er hins vegar byggð á grundvallar misskilningi á eðli auðlindagjalda. Það er mikilvægur eðlismunur á slíkum gjöldum annars vegar og virðisaukaskatti hins vegar sem gerir það að verkum að auðlindagjald ætti alls ekki að hafa áhrif á verð og/eða gæði þjónustu.
Eitt af þeim atriðum sem auðlindanefnd gerir að tillögu sinni er stofnun þjóðarsjóðs. Þessi tillaga er gölluð. Mun nærtækara væri að verja öllum tekjum af úthlutun takmarkaðra auðlinda til lækkunar á sköttum.
Aðgerðir velvildarmanna Palestínu við aðsetur ræðismanns Ísraels hér á landi komust í fréttir um helgina, enda ekki á hverjum degi sem mótmæli hérlendis hafa á sér jafn alþjóðlegan blæ og ætíð fylgir þjóðfánabrennum.
Mikilvægasti munurinn á fyrningarleiðinni og veiðigjaldsleiðinni er að fyrningarleiðin er markaðslausn sem leiðir til þess að útgerðin greiðir sitt eigið mat á verðmæti aflaheimildanna í auðlindagjald. Þannig kemur fyrningarleiðin í veg fyrir að gjaldið verði hærra en það sem útgerðin ræður við (því varla fer útgerðin að bjóða meira en hún ræður við) og hún kemur einnig í veg fyrir að stjórnmálamenn ákvarði gjald sem er langt undir raunverulegu verðmæti aflaheimildanna eftir að hafa kiknað undan pólitískum þrýstingi.
Talið er að 75 milljónir manna hafi fylgst með kappræðum frambjóðendanna Als Gore og Georges Bush sem fram fóru í Boston í nótt sem leið. Líklega hafa flestir úr þessum stóra hópi horft á áhugaverðara sjónvarpsefni um ævina.
Sérstök ritdeila hefur verið háð á síðum Morgunblaðsins á síðustu dögum. Þar skiptast þeir á skoðunum hinn landsfrægi leikari og leikstjóri, Baltasar Kormákur, og einhver listaspíra sem heitir Hávar og vinnur á Mogganum.