Neyðin kennir valdi að spinna

Á reglulegum upplýsingafundi Almannavarna í síðustu viku kom fram að hjá heilbrigðisyfirvöldum væri í undirbúningi að gefa út svokallað „smitrakningarapp“ þar sem hver símanotandi mun veita heimild til að með hjálp GPS tækni muni síminn veita upplýsingar um ferðir viðkomandi inn í gagnagrunn yfirvalda. Þetta eigi m.a. að gefa smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis (sem samanstendur helst af […]

Fyrir og eftir veiru

Hvernig verður hversdagsleikinn öðruvísi eftir að veiran gengur yfir og er eitthvað af þeirri hegðun, sem við erum að tileinka okkur nú, komin til að vera?

Afnema ætti reglur um borgaralega starfsskyldu þegar faraldrinum lýkur

Í marga áratugi hefur sú hugmynd grasserað í meðal hluta íslenskra stjórnmálamanna að það væri hollt og nauðsynlegt ef ríkið gæti rekið fólk til vinnu og skipað því að gera stöff í þágu samfélagsins. Hugmyndin um einhvers konar þegnskylduvinnu var hávær á fyrri hluta 20. aldar og frumvörp um slíkt litu gjarnan dagsins ljós. Þeim […]

Sóttaróttinn

Að óttast er mikilvægur eiginleiki. Óttinn er frumstætt viðbragð við hættu og það er engum vafa undirorpið að án óttans hefði manneskjan sem tegund ekki náð hingað á tímaásnum. Það er eitthvað í frumstillingunni sem segir manni að varast hið ókunna og sama stilling veldur ótta gagnvart hinu sýkta.

Árið þegar við unnum Eurovision, eiginlega

Það má segja margt um þá 86 daga sem liðnir eru af árinu 2020: válynd veður, víðtæk verkföll, voldugar væringar og síðast en ekki síst, voðaleg veira. Tilvera okkar snýst óneitanlega að miklu leyti um COVID-19 veiruna núna enda eru áhrif hennar á daglegt líf á áður óþekktum skala, fordæmalaus gæti jafnvel einhver mögulega einhver […]

Hlutverk Persónuverndar að þvælast fyrir nytjahyggjunni

Eftirminnilegasta bókin sem ég las í þýsku í menntaskóla var leikritið “Der Besuch der alten Dame” eða “Sú gamla kemur í heimsókn”. Þráðurinn er þessi: Vellauðug kona kemur aftur í heimabæinn og lofar gulli og grænum skógum gegn því að einn maður, sem hún á ójafnaðar sakir við, deyi. Þessi uppsetning felur í sér siðferðislega […]

Þegar himnarnir opnast að nýju

Corona veiran hefur breytt heiminum og öllu okkar daglega lífi. Fréttatíminn hefur undanfarnar vikur varðað þetta eina mál, ólíkar birtingarmyndir þessarar hættu og ólík viðbrögð ríkja heims. Stóru málin og deilumálin sem rötuðu í fréttirnar fyrir Corona voru önnur. Mánuði fyrir Corona loguðu samfélagsmiðlar vegna þess að nýtt lógó KSÍ þótti ekki nógu gott. Stóru málin eftir Corona varða ekki lengur lógó Knattspyrnusambandsins. Önnur félög og samtök með ljót lógó geta andað léttar því ljót lógo munu ekki valda alvarlegum titringi í samfélaginu alveg á næstunni.

Fagra Ítalía

Ítalía er land þar sem jafnan virðist vera indælt að eldast og vera gamall. Undir venjulegum kringumstæðum finnur maður ekki til vorkunnar þegar maður sér ítölsk gamalmenni. Þvert á móti virðist manni alltaf eins og kjaftforu karlarnir á kaffihúsunum og háværu kerlingarnar á svölunum njóti lífsins fram í fingurgóma. Ítalir á öllum aldri taka reyndar […]

Ekkert Evrópuland tafið faraldurinn betur en Ísland

Þegar þetta er skrifað hefur Covid-19 faraldurinn borist til flestra ríkja heims. Á þessu stigi í faraldrinum fjölgar smitum með veldisvexti sem sem getur verið mjög uggvænlegt. Smitum fjölgar dag frá degi og smitum fjölgar líka meira dag frá degi. Málið er eiginlega líka að á ákveðnu bili virkar veldisvöxtur eiginlega svipað hrikalega óháð því hve mikill hann er.

Velkomin í martröð úthverfanna

Það er mitt þverfaglega mat að allir sem nú telja sig til þessa blessuðu almannavarna séu intróvertar. Þeir eru að hefna sín eftir að hafa skorað nálagt 0% í úthverfu á persónuleikaprófi Kára Stefánssonar í síðasta mánuði og það hafi verið opinberað að þeirra félagslega hæfni væri eins og þurrt margsprittað hrökkbrauð. Þeir eru, hver í sínu horni auvitað, búnir að plotta þetta í rúman mánuð eru nú loks að ná sér niður á okkur úthverfunum.

Í auga stormsins

Covid 19 faraldurinn sem breiðist út eins og skógareldur hefur læst greipum sínum um huga fólks um allan heim. Faraldur sem byrjaði í Kína er nú hvað skæðastur í Evrópu og þá sérstaklega Ítalíu þar sem hreint skelfingarástand ríkir.

Sóttkvíar og Sjúklingur 31

Það er ekki hægt að segja að vestræn lýðræðisríki hafi heilt yfir brugðist rétt við hinum válega Coronavírus strax frá fyrsta degi. Þó íslensk stjórnsýsla hafi brugðist vel við hafa ríki austur Asíu vinninginn, enda búa þau að biturri reynslu síðan Sars gekk þar í byrjun aldarinnar. Þó sum þessara ríkja séu lýðræðisríki eru það ekki sérlega lýðræðislegar aðferðir sem greinilega virka, og mikið lagt upp úr því að halda vírusnum í skefjum strax í byrjun.

Dagarnir sem aðrir eiga

Mér hefur alltaf fundist það vera þess virði að hafa samband við vini og ættingja þegar ég man eftir að þeir eigi afmæli. Raunar er ég með viðvarandi áhyggjur af samviskubit yfir að gleyma afmælisdögum. Mér  finnst ég aldrei vera nógu duglegur við það, og í seinni tíð, eftir að Facebook kveðjurnar tóku við þá er jafnvel eins og maður sé að stíga inn á persónulegt svæði fólks; ryðjast inn til þeirra á afmælisdeginum heimtandi veisluhöld. Símtöl eru orðin svo agressíf.

Hinir rauðu herir

Ég hef aldrei kunnað neitt sérstaklega vel við Liverpool. Raunar haft á þessu liði megnustu andstyggð frá því að ég man eftir mér. Þessu var svipað farið með Sovétríkin, þótt vissulega væri bæði stigs- og eðlismunur á andstyggðinni. Rauði herinn er líka konsept sem þessir aðilar eiga sameiginlegt. En það er fleira.

Svikalogn krónunnar

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað hratt á síðustu dögum. Óveðurský hrannast upp og versnandi horfur hafa veikt útflutningsgreinar okkar og þar með undirstöður íslenska hagkerfisins. Við Íslendingar erum nokkuð vanir þessum sveiflum. Krónan hefur verið eins og lauf í vindi í þeim aðstæðum sem upp hafa komið hverju sinni undanfarna áratugi.

Dansað í myrkrinu

Fjölmargar skýringar eru á því af hverju Vesturlönd unnu Kalda stríðið. Hin augljósasta er sú að allt þjóðskipulag andstæðingsins var grundvallað á hugmyndafræði sem er ósamrýmanleg mannlegu eðli og bar dauðann í sér í fleiri en einum skilningi. En skýringarnar eru fleiri, einkum á því sem snýr að sjálfum lyktum þessa stríðs.

EM 2021 fyrir alla – konur og karla

Nú er hafin umræða um að fresta þurfi EM karla í knattspyrnu vegna kóróna-veirunnar. Í kjölfarið verður því einnig velt upp hvort rétt sé að seinka eða hliðra EM-kvenna 2021 til að það “falli ekki í skuggann” á karlamótinu.

Hinar einföldu bjargir

Heimsbyggðin glímir nú formlega við heimsfaraldur. Í gær lýsti Alþjóða heilbrigðismálastofnunin því yfir að Covid-19 flokkast sem heimsfaraldur (e. pandemic). Það merkir að veiran breiðist hratt út í mörgum löndum í mismunandi heimsálfum samtímis. Þegar við stöndum frammi fyrir víðtækri ógn af slíkri stærðargráðu þá er eitthvað hughreystandi við hve einfaldar helstu bjargir okkar eru.

Betri tíð

Eins og sagt var frá hér á Deiglunni fyrir viku síðan styttist mjög í upphaf bandaríska hafnarboltatímabilsins. Æfingaleikir hafa nú staðið yfir í tæplega þrjár vikur og ýmsar línur farnar að skýrast hjá liðunum. Annað virðist fyrst núna vera farið að verða óskýrara. Þótt Evrópubúar hafi fylgst nær daglega með Covid-19 veikinni í nokkrar vikur […]

Hverju á maður eiginlega að trúa?

Fyrir nokkru síðan birtist á mbl.is umfjöllum um næringarfræðing sem hvetur til að fólk neyti ekki vatns. Þetta ku kallast þurr-fasta eða dry-fasting og vera allra meina bót, að mati næringarfræðingsins sem áður glímdi við þrútin augu og óhreina húð. En ei meir, vegna þess að vatnið var tekið úr umferð. Vitanlega þarf líkaminn vökva, […]