Engin ábyrgð, lítið vinnuframlag – hæstu launin

Nýlega úrskurðaði Kjaradómur að laun æðstu embættismanna ríkisins skyldu hækka í samræmi við almenna kjaraþróun síðustu misseri. Sú var tíð, að úrskurðir dómsins vöktu hörð viðbrögð ýmissa sjálfskipaðra talsmanna alþýðunnar. Enn ber eitthvað á þessu en skllningur almennings á þessum málum hefur aukist, þótt alltaf megi gera eina og eina frétt í gúrkutíð um þessar hækkanir.

Öflugur þjóðbanki?

„Í miðborg höfuðborgarinnar, rís tilkomumikill turn stærsta banka landsins hátt yfir byggingarnar í kring…“

Um söngvakeppnir og samsæri

Deiglan veltir fyrir sér ýmsum samsæriskenningum í kjölfar háðulegrar útreiðar Íslands í söngvakeppni sjónvarpsstöðva.

Sjaldan veldur einn – eða hvað?

Nú hefur verkfall Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins staðið yfir í rúman mánuð. Hvað gengur mönnum til? Vinna allir af heilindum að lausn deilunnar?

“Snooze” samfélagið og Tumi smali

Það er erfitt að vakna á morgnana og ekki hjálpa þessir bölvuðu „snooze“ takkar á gsm vekjurum og öðrum uppvakningartækjum. Það er freistandi að kúra bara aðeins lengur á morgnana – en hugsanlega er nær þessi „snooze“ árátta lengra en inn í svefnherbergið.

Hjáróma raddir skynseminnar

Í pistli sem birtist í Deiglunni 9. október á síðasta ári fjallaði ég um átök Ísraela og Palestínumanna. Tilefni þeirra skrifa voru mótmæli velvildarmanna Palestínu hér á landi sem sprottin voru af hörmulegu atviki sem varð í byssubardaga milli hermanna Ísraels og Palestínumanna. Þá varð 12 ára drengur fyrir skoti og lést í fangi helsærðs föður síns. Enn falla börn fyrir botni Miðjarðarhafs og í gær voru tveir ísraelskir unglingspiltar grýttir til bana á Vesturbakkanum. Daginn áður féll fjögurra mánaða gömul stúlka í sprengjuárás Ísraelshers.

Tökum ofan fyrir Skeljungi

Skeljungur á heiður skilinn fyrir að hafa haft kjark til þess að brjóta sig út úr því verðsamráðskerfi sem verið hefur við líði á bensínmarkaði á Íslandi um nokkurra ára skeið.

Nú reynir á sjálfstæði Seðlabankans

Nokkurs óróa hefur gætt í þjóðfélaginu vegna hreyfinga á gengi krónunnar á síðustu dögum. Í raun má segja að með gengisfalli krónunnar í síðustu viku reyni í fyrsta skipti á nýfengið sjálfstæði Seðlabankans. Það er því athyglisvert að skoða viðbrögð stjórnmálamanna við þessum atburðum.

Stoke í umspil – þrátt fyrir allt

Íslendingaliðið Stoke City tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni ensku 2. deildarinnar, annað árið í röð með því að leggja Swindon að velli á Britannia-leikvanginum, 4:1. Markmið stjórnenda liðsins um að lenda í öðru af tveimur efstu sætunum, og komast þar með beint upp í 1. deild, náðist ekki og verða það að teljast nokkur vonbrigði.

Landssíminn, lögfræðingar og Don Corleone

Einkavæðing Landsímans hefst innan skamms. Samgöngumálaráðherra hefur ákveðið að fyrirtækið skuli selt í einu lagi. Þannig mun brátt verða til símafyrirtæki sem í senn er keppinautur allra annarra símafyrirtækja og nauðsynlegur samstarfsaðili þeirra.

Japönsk bylting

Í síðustu viku átti sér stað bylting í japönskum stjórnmálum. Öllum á óvart sigraði Junichiro Koizumi með yfirburðum í innanflokkskosningum um leiðtogaembætti í LDP í óþökk helstu fylkinganna í flokknum.

GEISHA

Hinar japönsku geishur (geisha) eru enn þann dag í dag táknrænar fyrir fegurð og þokka. Þó að þeim hafi fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum þá blómstrar þessi starfsgrein enn í hinum svokölluðu blómaborgum Japans.

Tíu góð ár með Davíð

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum, að í dag er réttur áratugur liðinn síðan Davíð Oddsson varð forsætisráðherra. Það er vissulega að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um valdatíð Davíðs Oddssonar og einkenni hans sem stjórnmálamanns, en það ætlar Deiglan engu að síður að gera í dag. Davíð Oddsson er einn merkasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar – það verða jafnvel áköfustu hatursmenn hans að viðurkenna.

Er ríkisvaldið að vanrækja frumskyldu sína?

Verksvið ríkisvaldsins er sívarandi umfjöllunarefni stjórnmála okkar tíma. Menn hafa mjög skiptar skoðanir á málinu en þó er sú hugarstefna ríkjandi í samfélaginu, að hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera minna en meira.

Innanflokkserjur í Repúblikanaflokknum

Þeir sem fylgdust með forsetakosningunum í Bandaríkjunum frá upphafi baráttunnar muna vafalaust eftir harðri rimmu á milli öldungadeildarþingmannsins John McCain og þáverandi fylkisstjórans George W. Bush. Þeir tókust á um hvor þeirra skyldi hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum á síðasta ári. Nú eru úrslitin ljós og hreinsanirnar hafnar.

Englandsmeistararnir í erfiðri stöðu

Enski boltinn er byrjaður að rúlla á ný mörgum Mörlendingnum til mikillar ánægju, enda er deildin orðin sígild í huga okkar. Enska deildin er tvímælalaust orðin ein öflugasta knattspyrnudeild í heimi og vinsæll áningarstaður bestu knattspyrnumanna heims. Flest af stóru liðunum styrktu sig talsvert í sumar, ekki síst Englandsmeistarar Manchester United. Þegar aðeins þrjár umferðir hafa verið leiknar af keppnistímabilinu eru þó blikur á lofti í herbúðum sir Alex Fergusons og lærisveina hans í Man. Utd.

Fyrir keppnistímabilið benti fátt til annars en að Man. Utd. myndi hampa sínum fjórða meistaratitli í röð og verða þar með fyrsta liðið í sögunni sem nær þeim árangri. Liðið, sem vann deildina í fyrravor með yfirburðum, styrkti sig verulega í sumar þegar stórstjörnurnar Juan Sebastian Veron, miðjumaður frá Lazio, og Ruud Van Nistelrooy, sóknarmaður frá PSV Eindhoven, gengu til liðs við það. Kaupin á Veron mörkuðu ákveðin þáttaskil í ensku knattspyrnunni en með þeim gekk stórstjarna í ítölsku deildinni, Serie A, í raðir ensks félagsliðs. Þeir leikmenn, sem komið hafa frá Ítalíu til Englands, hafa undantekningarlaust verið á hátindi síns ferils en hinn óstýrláti Veron, sem er aðeins 26 ára gamall, á enn eftir að “toppa”. Van Nistelrooy styrkir sóknarlínu liðsins enn frekar og er hún ekki álitleg með hann, Andy Cole, Dwight Yorke, Paul Scholes og Ole Gunnar Solskjær. En þegar að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, taldi sig vera búinn að búa til fullkomið fótboltalið og veðbankar voru hættir að taka við tilboðum í hvaða lið yrði meistari, brast traustasti hlekkurinn í sundur – nefnilega vörnin.

Um helgina síðustu fréttust þau ótrúlegu tíðindi að Man. Utd. og Lazio hefðu náð samkomulagi um kaup ítalska liðsins á hollenska varnarmanninum, Jaap Stam. Ástæðan fyrir brotthvarfi leikmannsins var sú að hann hafði reitt félaga sína hjá Man. Utd. til reiði vegna óbirtrar ævisögu er nefnist “Head to Head”. Nokkrir kaflar hennar hafa komið fyrir sjónir manna og valdið hörðum viðbrögðum. Stam segir t.d. hispurslaust frá því þegar Alex Ferguson, Skotinn vörpulegi, hitti hann á leynilegum fundi í Eindhoven á meðan hann var enn leikmaður PSV. Ferguson ræddi við Stam um að hann kæmi til Man. Utd. en þar sem PSV vissi ekkert af þessari fyrirætlun var þessi fundur hreint og klárt brot á samskiptum atvinnuleikmanna og félagsliða. Í bókinni fá einnig Ryan Giggs, Nicky Butt og Neville-bræðurnir að kenna á sérkennilegri hreinskilni Hollendingsins.

Stjórn Man. Utd. beið ekki boðanna og kippti Stam strax út úr liðinu þegar spurðist út um ævisöguna. Liðið hefur ekki riðið feitum hesti það sem af er þessu móti, aðeins einn sigur og tvö jafntefli, og má það heita heppið að hafa ekki tapað öllum þessum leikjum. Frá því að Stam kom til Man. Utd. árið 1998 hefur vörn liðsins verið ein sú sterkasta í Evrópu. Hann fyllti upp í skarð Gary Pallisters og gott betur á sínum tíma og síðan þá hefur liðið verið nánast ósigrandi í Evrópu og Englandi. Stam er nautsterkur og skipulagður miðvörður en samt það fljótur að hann stenst flestum sóknarmönnum snúning. Skarð hans verður vandfyllt en forráðamenn Man. Utd. eru strax farnir að leita að eftirmanni hans. Ef liðinu tekst ekki að finna nýjan miðvörð er óhætt að fullyrða að meistaravonir liðsins hafi dvínað heilmikið. Arsenal, Leeds Utd. og Liverpool hugsa því gott til glóðarinnar, enda eiga þau síst minni möguleika á Englandstitlinum en Man. Utd. nú eftir að Hollendingurinn sköllótti hefur verið hraðstendur til Ítalíu fyrir 2,3 milljarða króna. Sum orð eru dýr!

Fjárreiður stjórnmálaflokka: Leyndardómurinn mikli

Ólíkt því sem gerist í nánast öllum öðrum þróuðum lýðræðisríkjum eru stjórnmálaflokkar á Íslandi ekki framtalsskyldir og fjárreiður þeirra ekki gerðar opinberar. Af þessum sökum er lítið vitað um fjármál flokkanna eins og gefur að skilja. Enginn veit hversu mikið kolkrabbinn gefur Sjálfstæðisflokknum, hversu mikið sambandsfyrirtækin gefa Framsókn og hversu mikið Jón Ólafsson gefur Samfylkingunni. Og enginn veit hvort klisjurnar í setningunni hér á undan eiga sér nokkra stoð í raunveruleikanum.

Auglýsingamennska Verkamannaflokksins

Verkamannaflokkurinn hefur oft verið ásakaður um slá öll met í auglýsingamennsku þann tíma sem hann hefur verið við völd í Bretlandi og hans besti árangur hingað til hefur verið að auka útgjöld ríkisins.

Ólafur Örn! Vertu latur

Í gær tók við nýr formaður fjárlaganefndar Alþingis. Eftir miklar vangaveltur var það Ólafur Örn Haraldsson sem varð fyrir valinu. En hvernig á að skilgreina Ólaf Örn á Von Moltke skalanum.

Íslenskt fjölmiðlavor

Fréttablaðið hóf göngu sína í dag. Deiglan býður blaðið velkomið í heiminn.