Á rjúpnaveiðum með napalmsprengjur

Veiðitæki íslenska fiskveiðiflotans eru orðin svo öflug, að geta flotans til fiskveiða jafnast á við getu bandaríska hersins til að há allsherjarstríð.

Um meinta hentistefnu vinstrimanna

Margir af sigursælustu stjórnmálaleiðtogum síðustu ára hafa komið af vinstri væng stjórnmálanna. Nægir þar að nefna Bill Clinton og Tony Blair. Það er því undarlegt að margir þessara stjórnmálamanna, og sérstaklega þessir tveir, hafa haft orð á sér fyrir að fylgja ekki skýrri og ákveðinni hugmyndafræði.

Nauðungarsjónvarp í þína þágu

Ímyndum okkur eitt augnablik að hér á Íslandi væru starfræktar tvær sjónvarpsstöðvar, Skjár einn og Stöð 2. Gefum okkur að þær héldu báðar úti fréttastofum og fjölbreyttri dagská. Gerum svo ráð fyrir að fram kæmi tillaga á Alþingi um að ríkið stofnaði þriðju sjónvarpsstöðina og að á dagskrá hennar yrði m.a. formúlukappakstur; amerískar bíómyndir, skemmtiþættir og sápuóperur; og sjónvarpsmarkaður.

Góður sigur Verkamannaflokksins

Það hefur varla farið fram hjá neinum sem eitthvað fylgist með stjórnmálum að Verkamannaflokkurinn í Bretlandi undir stjórn Tony Blair vann á fimmtudaginn afgerandi sigur í þingkosningum á Bretlandi. Sigur Verkamannaflokksins er verðskuldaður enda hefur hann stjórnað landinu vel síðan hann tók við völdum af Íhaldsflokknum árið 1997.

Línudans í boði Reykvíkinga

Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Helgi Hjörvar.

Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sl. þriðjudag samþykkti meirihluti stjórnarinnar að 220 milljónum króna af fé Orkuveitunnar, sem Reykvíkingar eiga, yrði varið í hlutafjáraukningu í fyrirtækinu Lína.Net.

Tony er engin Thatcher

Í dag er kosið í almennum þingkosningum á Bretlandi og opnuðu kjörstaðir klukkan sjö í morgun. Allt bendir til þess að Bretar vilji Verkamannaflokk Tony Blairs áfram við völd næstu fjögur árin þó dregið hafi verulega saman með fylkingunum síðustu daga.

Lærdómur dreginn af „Kanasjónvarpinu“

Gamli sögukennarinn, Lipschultz, virðist stundum vera heldur hranalegur en af einum þætti af Boston Public um daginn var ágæt áminning um að hranaleg framkoma þarf ekki endilega að bera hörðu hjartalagi vitni.

Óumflýjanleikinn og ESB

Áróðurstríðið um aðild Íslands að ESB virðist ætla að snúast um vogarafl óumflýjanleikans og núverandi ástands – þannig leggja hin nýstofnuðu Evrópusamtök sína baráttu upp.

Fóstureyðingar í ljósi náttúruréttar og landslaga

Afstaða manna til fóstureyðinga er mikið hitamál í sumum löndum og í Bandaríkjunum er hyldýpisgjá á milli andstæðra fylkinga þegar kemur að þessu viðkvæma máli.

Ber hag kjósenda fyrir brjósti

Konur hafa verið lítt áberandi í kosningaslagnum á Bretlandi undanfarnar vikur. En dúndurfyrirsætan Jordan Price sem er sjálfstæður frambjóðandi í Stretford og Urstrom kjördæmi er engin venjuleg kona.

Hættulegir stjórnmálamenn

Deiglan fjallar um hættulega stjórnmálamenn í ljósi breytinganna á lögum um tóbaksvarnir.

Tilboðstantra

Knattspyrnumenn ganga kaupum og sölum um allar jarðir og ekkert þykir sjálfsagðara. Hins vegar er amast við fólki sem selur blíðu sína.

RÚV, Skjár 1, Deiglan og Los Angeles Lakers

Stundum eru það hvorki peningar né vinnuaðstaða sem ráða mestu um árangur fyrirtækja og stofnanna.

Hvers eiga frístundafiskimenn að gjalda?

Séra Karl V. Matthíasson er hetja dagsins. Þetta kom fram í DV um helgina. Samhliða því að vera prestur í Setbergsprestakalli gegnir Karl Valgarður starfi alþingismanns, en þessi tvö tímafreku embætti eru þó engan veginn nóg til að tæma starfsorku Samfylkingarhetjunnar að vestan.

Förum varlega í sakirnar

Fiskeldi hvers konar hefur tekið stórstígum framförum síðustu árin og hlutur þess í matvælaframleiðslu heimsins fer ört vaxandi.

Ríkisvæðing í upplýsingatækni?

Ein tegund atvinnurekstrar hefur orðið að mestu til á síðasta áratug. Það er sennilega ástæða þess að hún er tiltölulega laus við afskipti ríkisins. En þó á ríkið töluverða viðskiptahagsmuni í upplýsingatækniheiminum.

Í leit að næsta páfa

Kaþólska kirkjan er enn í dag ein valdamesta stofnun heims, þótt völd hennar og áhrif hafi vissulega dvínað frá því sem var.

Glæpur, refsing, reynslulausn

Að mati Deiglunnar þarf nauðsynlega að endurskoða reglur um reynslulausn.

Framsóknarmenn vilja ýta á „snooze”

Í ágætum pistli hér á Deiglunni síðastliðin föstudag var bent á það hvernig „snooze” takkinn er einkennandi fyrir margt í okkar þjóðfélagi. Þegar erfið mál koma upp er þeim oftar en ekki slegið á frest eins og maður slær því gjarnan á frest að vakna þegar maður ýtir á snooze takkann.

And now for something completely different

Tony Blair hefur tilkynnt bresku þjóðinni að nú muni hann hætta að treysta á glæsilegar umbúðir í málflutningi sínum en einbeita sér frekar að innihaldinu. Þetta er áhugaverð yfirlýsing hjá einum fremsta stjórnmálamanni heims – og kannski merkilegast að hann skuli telja sig þurfa að taka þetta fram.