Fyrir skömmu var birt greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði þessa árs. Í ljós kom að greidd gjöld ríksins hafa hækkað um rúmlega 16,5 milljarða milli ára eða 22,4%. Við fyrstu sýn er þessi hækkun með hreinum ólíkindum. Maður kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvort allar flóðgáttir séu hreinlega opnar upp á gátt í fjármálaráðuneytinu.
Category: Deiglupistlar
Deiglan veltir fyrir sér hlutverki og framtíð kvikmyndaskoðunar í ljósi sýninga á frönsku myndinni Baise-moi.
Vinsældir George W. Bush meðal almennings í Bandaríkjunum eru aftur á uppleið eftir nýlega niðursveiflu. Margir spáðu því að tilkoma Bush í embætti, þ.e. að hann skyldi ekki ná meirihluta atkvæða og Flórída-hneykslið, yrði til þess að honum myndi reynast erfitt að fylkja bandarísku þjóðinni að baki sér.
Alþjóðadómstólar með alheimslögsögu eru kannski góð hugmynd en vandamálið er vissulega að dómstólar hafa enga lögsögu nema þeir séu færir um að framfylgja dómum sínum.
Ísland hefur nú gengið í Alþjóða hvalveiðiráðið á ný og stefna stjórnvalda virðist vera að hefja hvalveiðar. Á málinu eru margar hliðar og hugsanlega fleiri en flestir gera sér í hugarllund.
Robert Thompson og Jon Venables eru átján ára breskir drengir. Síðustu átta ára hafa þeir hlotið betri umönnun og menntun en flestir jafnaldrar þeirra þar í landi. Morðingar hins þriggja ára James Bulgers eru frjálsir menn í dag.
Það er erfitt líf að vera harður aðdáandi Tottenham Hotspur. Og ekki skánar það þegar helsta stjarna liðsins svíkst undan merkjum og gengur í raðir erkióvinarins.
Sú stefna ríkisstjórnarinnar að selja 30% hlut í Landsbankanum til erlends kjölfestufjárfestis hefur nokkuð verið gagnrýnd á síðustu dögum. Ein af þeim rökum sem færð hafa verið fyrir þessari stefnu er að nauðsynlegt sé að fá erlent fjármagn inn í landið þar sem þjóðin á nú á brattan að sækja með að fjármagna viðskiptahallann.
Menn býsnast gjarnan yfir því, að nútímabörn njóti ekki nægilegra samvista við foreldra sína, þau vafri um bæinn í hirðuleysi (lyklabörnin) og verði vandræðaunglingar upp til hópa.
Nú er orðið ljóst að Milosevic verður framsendur. En þótt honum verði refsað þá þarf „alþjóðasamfélagið“ samt sem áður að skoða sín mál og endurheimta trúverðugleika sinn.
Ekki er á vísan að róa í knattspyrnunni, eins og Íslandsmeistarar KR-inga hafa komist að í sumar. Draumurinn um nýtt gullaldarskeið, þriðja sigurárið í röð, hefur snúist upp í martröð.
Í núgildandi kjarasamningi milli ASI og Samtaka atvinnulífsins er afskaplega einkennilegt ákvæði. Þar segir að ef verðbólga fer ekki hjaðnandi yfir samningstímann má segja samningunum upp.
Þær breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á síðustu árum hafa gert það að verkum að góðæristímabil framtíðarinnar gefa fleira fólki tækifæri til þess að nýta sér það og koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Fáir íslenskir blaðamenn hafa náð að tileinka sér vinnubrögð alvöru blaðamennsku. Hin heilaga krafa um hlutlægni er að kæfa sjálfstætt gildismat blaðamannsins.
Deiglan fjallar um þær grundvallarsiðferðisspurningar sem koma upp í umræðu um fóstureyðingar.
Deiglan fjallar um réttarumhverfi fóstureyðinga hérlendis.
Einhver öflugasta pólitíska nýjung síðustu aldar var án efa friðsöm mótmæli. Þessi einstaka baráttuaðferð á reyndar rætur að rekja mun lengra aftur, eða að minnsta kosti til kristinna píslarvotta á dögum Rómaveldis, en það var Gandhi sem endurvakti hana, færði í nútímalegan búning og gerði hana að einhverju öflugasta vopni þjakaðs fólks gegn ofbeldi ríkjandi valdastéttar sem um getur.
Verkfalli fréttamanna á ríkisfjölmiðlum var afstýrt og þar með hugsanlegum harmleik fyrir þjóðina. Án vökulla augna þeirra og óhlutdrægni í fréttaflutningi hefði verið leikur einn fyrir fréttamenn á sjálfstæðum miðlum að ljúga þjóðina fulla.
Rivaldo skoraði alveg fáránlegt mark á sunnudaginn með Barcelona og tryggði liðinu þar með sæti í Meistaradeildinni. En hvernig stendur á því að bestu knattspyrnulið Evrópu eru svona góð?
Gengi Bandaríkjadals hefur hækkað án afláts síðan í janúar og er nú nálægt því hámarki sem það náði á síðasta ári gagnvart evru. Í sögulegu ljósi er gengi dalsins afskaplega hátt. Aðeins einu sinni á síðustu 40 árum hefur gengi hans farið hærra. Það var um miðjan 9. áratuginn þegar Seðlabanki Bandaríkjanna hélt raunvöxtum afskaplega háum í langan tíma í því augnamiði að ná niður verðbólgu.