Hagsmunir VG og Samfylkingar stangast á í Reykjavík

Þegar allt kemur til alls eru hagsmunir vinstri flokkanna í Reykjavík býsna ólíkir. Hér er fjallað um það hvernig VG gæti sopið seyðið af stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu og R-listann.

Arfleifð Clintons í efnahagsmálum

Forsetatíð Bill Clinton var Bandaríkjunum mjög farsæl hvað efnahagslíf snertir. Hér er leitast við að greina hversu stóran þátt stefna Clintons átti í velgengni Bandaríkjanna á þessum tíma og hvaða stefnumál voru mikilvægust hvað þetta snertir.

Grunsamlegt andlit

Í Leifsstöð er komið upp fullkomið myndavélakerfi sem lætur vita þegar andlit kema á skjáinn sem lýkjast eftirlýstum glæpamönnum. Er þetta jákvæð þróun eða erum við komin yfir strikið og farin að brjóta á persónufrelsi almennings?

Jim Clark og Netscape

Sérvitringurinn Jim Clark, stofnandi Netscape, lætur ekki margt sér fyrir brjósti brenna.

RJ Reynolds

Í tilefni af nýjum tóbaksvarnarlögum er tilvalið að fjalla eilítið um sögu hins merka tóbaksvöruframleiðanda RJ Reynolds.

Burt með bankastjórann

Masaru Hayami, seðlabankastjóri Japans, virðist vera algjörlega úr takt við raunveruleikann. Ef Japan ætlar að komast upp úr þeirri löngu kreppu sem hrjáð hefur hagkerfi landsins undanfarin ár er nauðsynlegt að Koizumi víkji Hayami úr embætti.

Á sinni bylgjulengdinni hvor

Sjónarmið um afnám fíkniefnabannsins eru svo á skjön við þær hugmyndir, sem hingað til hafa þótt eðlilegar í þessum málum, að engin marktæk umræða verður um þessi mál, þ.e.a.s. stuðningsmenn algers fíkniefnabanns og hinir sem aflétta vilja banninu eiga sér engan sameiginlegan umræðugrundvöll

Fimmtán hillumetrar af EES-gerðum

Fjölmargar EES-gerðir hafa lagagildi hér á landi, en hversu upplýstir skyldu íslenskir ríkisborgarar vera um efni þeirra, þannig að þeir viti hvernig eiga að haga sér í samræmi við það?

Reykingar gætu hentað þér

Kveiktu í sígarettu eða pípu og finndu hvernig hlýr reykurinn faðmar þig innanfrá og fyllir þig öryggi og sjálfstrausti. Þú vaknar betur og fyllist lífskrafti…

Óréttlæti Kyoto samkomulagsins

Það er fagnaðarefni að þjóðir heims séu loksins farnar að leggja talsvert á sig til þess að ná samkomulagi um takmörkun útblásturs á gróðurhúsalofttegundum. Hins vegar er mjög miður að grunnhugsunin að baki samningnum sé algerlega óréttlát

Hvað næst hjá Bill Clinton?

Nú er Bill Clinton óbreyttur borgari en þó hefur hann ennþá sitthvað að segja sem vert er að hlusta á.

Stoke af stað á ný – allt er þegar þrennt er?

Brátt fer boltinn að rúlla á Englandi en þá hýrnar jafnan yfir mörgum hér á landi. Deiglan hefur undanfarin ár fylgst nokkuð með gengi Íslendingaliðsins Stoke sem leikur í ensku 2. deildinni, enda leika með liðinu fjórir íslenskir leikmenn, knattspyrnustjórinn er Íslendingur og að baki félaginu standa íslenskir fjárfestar. Markmið f´járfestanna, og annarra sem að Stoke-dæminu koma, hefur frá upphafi verið að koma liðinu upp í 1. deild. Á fyrsta tímabilinu sem Íslendingar stjórnuðu félaginu komst það óvænt í úrslitakeppni 2. deildar og var óheppið að falla þar úr leik. Því voru miklar vonir bundnar við liðið í fyrravetur en því er skemmst frá að segja, að liðið stóð alls ekki undir þeim væntingum. Stoke komst þó í úrslitakeppnina, þar sem liðið mætti ofjörlum sínum í Walsall í undanúrslitum og féll úr leik.

Í kjölfarið gætti töluverðs titrings í herbúðum Stoke og um tíma veltu fjölmiðlar á Englandi því fyrir sér, hvort íslensku fjárfestarnir ætluðu hreinlega að pakka saman og fara heim. Til þess kom þó ekki og Íslendingarnir ákváðu að láta á það reyna a.m.k. eitt ár í viðbót hvort hægt yrði að koma liðinu upp um deild. Þegar og ef það tekst, er ljóst að fjárfesting Íslendinganna hefur skilað sér til baka. Greint hefur verið frá því í fréttum að tap fjárfestanna sé töluvert það sem af er og vissulega er ýmislegt til í því. Á móti því kemur þó, að flestir íslenskir fjárfestar hafa tapað töluverðum fjármunum í niðursveiflu síðustu misserin og að öllum líkindum hefur gengisþróunin verið fjárfestunum í Stoke fremur hagstæð en ekki.

Leikmannahópur Stoke kom í gær úr átta daga keppnisferð til Austurríkis og ef marka má fjölmiðla ytra var ferðin í alla staði vel heppnuð. Liðið þótti leik ágæta knattspyrnu og samkvæmt heimildum Deiglunnar er liðið miklu sterkara nú en á sama tíma í fyrra þegar það kom hingað til lands í ámóta æfingaferð. Fimm nýir leikmenn eru komnir til félagsins og 1-2 gætu gengið til liðs við það á næstu dögum. Þrír leikmenn hafa verið seldir frá Stoke og munar þar mest um Írann Graham Kavanagh, silfurrefinn á miðjunni, sem Stoke seldi til Cardiff fyrir slétta milljóna punda. Hagnaðurinn af þeirri sölu hefur staðið undir kaupunum á þeim mönnum sem Stoke hefur þegar keypt. Tveir leikmenn eru enn á sölulista hjá Stoke, Bjarni Guðjónsson og James O’Connor. Sá fyrrnefndi lék alla leikina með Stoke í nýafstaðinni æfingaferð og ef marka má enska fjölmiðla stóð hann sig vel. O’Connor, rauðhærði vinnuhesturinn, virðist hins vegar una hag sínum illa hjá Stoke og var hann skilinn eftir heima.

Á vefsíðunni Oatcake er fjallað hispurslaust um málefni Stoke City. Í nýlegri grein á Oatcake var fjallað um fyrstu æfingu liðsins að loknu sumarleyfi. Guðjón Þórðarson sætti talsverðri gagnrýni hjá stuðningsmönnum Stoke í fyrravetur fyrir uppstillingu liðsins og töldu ýmsir, þ.á m. aðstandendur Oatcake, að liðið ætti eingöngu að leika 4-4-2 en ekki 3-5-2 (eða 3-4-1-2) eins og Guðjón tefldi liðinu gjarnan fram. Útsendari Oatcake á þessari fyrstu æfingu var víst hæstánægður með það sem hann sá, því æfingin gekk að mestu út á að renna í gegnum 4-4-2 með fyrirgjöfum af vængjunum. Hvort um stefnubreytingu af hálfu knattspyrnustjórans er að ræða skal ósagt látið hér.

Flestir eru sammála um að keppni í ensku 2. deildinni verði mjög hörð í vetur og almennt eru menn sammála um fleiri lið munu berjast um toppsætin en áður. Stoke á því við ramman reip að draga og ómögulegt að spá fyrir um gengi liðsins. En undirbúningstímabilið lofar góðu og nái liðið að stilla saman strengi sína og leika af meiri stöðuleika en það gerði í fyrra, er aldrei að vita nema markmiðið náist næsta vor – í þriðju tilraun.

Deiglunni hafa að undanförnu borist töluvert margar fyrirspurnir um hvort Deiglan muni fylgjast með gangi mála hjá Stoke á vetri komanda. Því er til að svara að ekki stendur til að endurvekja Stoke-vef Deiglunnar en Íþróttadeildin mun að sjálfsögðu greina frá því sem markvert er í málefnum Íslendingaliðsins Stoke City.

Upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari

Í ljósi þeirrar viðhorfsbreytingar og réttarþróunar sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, hlýtur löggjafinn að taka það alvarlega til athugunar að afnema ákvæði 98. gr. laga um tekju- og eignarskatt hið snarasta.

Hverju var verið að mótmæla í Genúa?

Í fúlustu alvöru þá er ótrúlegt að einhverjir hafi verið að mótmæla í Genúa þegar litið er yfir þau mál sem rætt var um þar í borg nú um helgina. Aðalmálið til umræðu var niðurfellingu skulda til þróunarríkja. Þar að auki var rætt um AIDS og umhverfismál. Ekki var minnst einu orði á málefni sem snúa einungis að samskiptum auðugu ríkjanna innbyrðis.

Grétar Mar forðast vigtina

Mönnum þykja lögin misheilög en þó eru flestir sammála um að þeir sem gegna ábyrgðarstöðum þurfi að vera traustir og trúverðugir. Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins gefur ekki mikið fyrir lögin.

Var Stalín hægri-öfgamaður?

Af einhverjum ástæðum hefur sú vitleysa orðið lífseig í Evrópu að nasismi og fasismi séu “hægri” stefnur.

Hversu mörg verða mögru árin?

Mikið hefur verið rætt og ritað um þann viðsnúning sem orðið hefur í bandarísku efnahagslífi á síðustu mánuðum. Allt frá því að hrikta fór í stoðunum hafa flestir verið á þeirri skoðun að lending bandaríska hagkerfisins verði mjúk og að það hefji sig til flugs á ný á mettíma. En getur verið að lægði verði mun lengri?

Tvískipta eyjan í suðri

Eyjan Kýpur fyrir botni Miðjarðarhafs hefur í aldaraðir verið bitbein stórvelda og deildur Tyrkja og Grikkja á síðustu öldum eru hvergi meira áberandi en á þessari fallegu eyju.

Rússnesk olía og risamarkaður

Það voru miklir kærleikar með hinum geðþekku forsetum Rússlands og Kína, Vladimír Pútín og Jiang Zemin, er þeir hittust í Kreml á dögunum.

Andi liðinna tíma

Öll spjót standa á Árna Johnsen þessi dægrin vegna umsýslu hans á vegum hins opinbera. Þótt að mörgu leyti megi finna til með þingmanninum vegna orrahríðarinnar sem hann gengur nú í gegnum, verður að segjast að um sjálfskaparvíti hans er að ræða.