Sjávarútvegsstefna Sjálfstæðisflokksins er vond fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi mun hún skaða flokkinn á næstu árum. Í öðru lagi er Sjálfstæðisflokknum mun betur treystandi til þess að taka upp uppboð á veiðiheimildum án þess að láta byggðakvóta og alls kyns takmarkanir á framseljanleika fljóta með.
Category: Deiglupistlar
Því miður snýst pólitík að mestu um hvað gera skuli við peningana sem „frúin í Hamborg“ gaf. Yfirvöld Reykjavíkurborgar virðast hafa misskilið leikinn, það má nefnilega segja já þegar kemur að menningu og nei þegar kemur að leikskólum og börnum.
Sigur Skagamanna á Íslandsmótinu í knattspyrnu kom flestum á óvart en eins og Deiglan hefur áður greint frá, þá er árangur þeirra ekki tilviljun. Áður en tímabilið hófst var ljóst að Skagamönnum var þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Skagamenn búa hins vegar ekki einungis að góðum efnivið þegar kemur að leikmönnum og stjórnendum liðsins, heldur er aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Akranesi ein sú besta á landinu. Á endurreisnarárum félagsins upp úr 1990 var gífurleg áhersla lögð á uppbyggingu æfingasvæðis og er nú svo komið að á svæðinu rúmast ellefu knattspyrnuvellir. Til samanburðar má geta þess að æfingasvæði stórveldisins KR rúmar í mesta lagi tvo knattspyrnuvelli.
Það er kunnara en frá þurfti að segja að fjármagn er af skornum skammti í íslenskri knattspyrnu. Afar mikilvægt er að það fjármagn sem inn í hreyfinguna kemur nýtist með sem allra bestum hætti. Nú fyrir helgina sendi stjórn knattspyrnudeildar KR frá sér ályktun sem beint var til stjórnar KSÍ. Þar er mótmælt ráðagerðum um byggingu skrifstofu- og kennsluhúsnæðis í Laugardal á vegum sambandsins. Er ályktunin svohljóðandi:
Með þessu hittir stjórn knattspyrnudeildar KR naglann á höfuðið. Svo virðist sem stjórn KSÍ hafi á undanförnum árum verið hafin yfir alla gagnrýni þegar að uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu kemur. Menn hafa horft til landsliðsins og metið árangur sambandsins eftir gengi þess. En er ekki kominn tími til að leita ráða til að minnka yfirbyggingu KSÍ, þegar ljóst er að afar lítið fé er til ráðstöfunar. Hafa fjölmiðlar t.a.m. velt því fyrir sér hver skrifstofu- og ferðakostnaður er hjá sambandinu. Það er t.a.m. upplýst að stjórnendur sambandsins dvöldu á einu dýrasta hóteli Kaupmannahafnar í nokkra daga umfram það sem þeir þurftu í tengslum við leik Íslands og Danmerkur.
Hefur íslenska knattspyrnuhreyfingin efni á því mikið lengur, að reka batterí á borð við Knattspyrnusamband Íslands í óbreyttri mynd?
Ríkisútvarpið er eins og blóm í eggi í Efstaleitinu. Nýjasta hugmynd yfirvalda menntamála er að kljúfa Rás 2 frá og flytja til Akureyrar. Verður maður ekki bara orðlaus yfir svona löguðu?
Síðustu tíu ár hefur flokkur einkaframtaks og lágmarksríkisafskipta farið með stjórn menningaramála. Hvað gerist eiginlega ef þeir flokkar sem raunverulega eru hlynntir ríkisrekstri taka yfir þennan málaflokk? Hvers mega einkaðilar í menningargeiranum vænta þá?
Skattalækkanir þær sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku eru fagnaðarefni. Með þeim bætist enn ein rósin í rósum hlaðið hnappagat Davíðs Oddssonar og ríkisstjórna hans. Eins og við vitum öll er þetta ekki í fyrsta heldur þriðja meiriháttar skattalækkunin í stjórnartíð Davíðs. Geri aðrir betur.<
Íslenska landsliðið endaði undankeppnina fyrir HM með ömurlegum hætti. Tap gegn N-Írum og ömurlegt tap gegn Dönum voru mikil vonbrigði fyrir íslenska knattspyrnumenn.
Deiglan fjallar um nýjustu þróun í dulritun í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum.
Flest bendir nú til þess að Bandaríkjamenn verði að ráðast inn í Afganistan ef þeir ætla að hafa hendur í hári Osama Bin Ladens og fylgismanna hans. Talibanar virðast ekki á þeim buxunum að framselja ódæðismennina enda „ósannað” að þeirra mati að nokkur tengsl séu á milli Bin Ladens og hryðjuverkanna. Ef hins vegar svo ólíklega vildi til að Bin Laden og hans fylgismenn yrðu framseldir hvað á þá að gera við þessar mannleysur? Ef þeir verða framseldir til Bandaríkjanna er nokkuð augljóst hvað um þá verður en verði þeir framseldir til NATO eða Evrópuríkja er málið ekki eins einfalt.
Fyrstu skref stjórnarandstöðunnar á 127. löggjafarþinginu benda mjög sterklega til að stjórnarmeirihlutinn eigi enn einu sinni náðugan vetur framundan.
„Ísland er lítil og harðbýl eyja“ heyrði ég eitt sinn sagt á pólitískum vettvangi. Samt furðar fólk sig æ ofan í æ hve vörur og þjónusta kosta mikið hér. Þótt við þurfum ekki á svartsýnisrausi að halda er lágmarkskrafa að fólk reyni að átta sig á raunveruleikanum.
Ábyrgð á birtu efni á Netinu er tvímælalaust til staðar, alveg eins og hjá prentuðum miðlum. Menn ættu því ekki láta einhverjar ranghugmyndir um þessi mál skekkja hjá sér myndina, þegar rætt er um áreiðanleika vefmiðla í samanburði við aðra miðla.
Þannig spyr þriggja ára snáði pabba sinn er þeir keyra austur Hringbraut og stráksi sér Fokker-vél frá Flugfélagi Íslands hefja sig til flugs úr Vatnsmýrinni.
Ein versta auglýsingaherferð síðari tíma er söfnun Skjás 1. Skjár 1, bara stundum ókeypis.
Í helgarútgáfu DV var forsíðugrein um félagsmálaráðherrann Pál Pétursson og konu hans, Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík, undir þeirri mjög svo skemmtilegu fyrirsögn „Neitar að hætta“.
Ræða Bush var vel flutt en stefnan sem þar var útlistuð er alvarlega ábótavant. Ef Bandaríkjamenn vilja vera óhultir fyrir hryðjuverkum ættu þeir að ráðast að rót hatursins, þ.e. fátæktinni sem ríkir víða um heim.
Hryðjuverkaárásirnar í New York hrundu af stað atburðarrás sem enginn veit hvert leiðir.
Hafi R-listinn verið stefnulaus og tækifærissinnaður til þessa, mun sterk staða Vinstrigrænna innan raða hans bæta gráu ofan á svart. Öll mál verða eins og Orkuveitumálið; – ákveðin stefna, en þó ekki.
Efnahagslegar afleiðingar árásanna á Bandaríkin verða líklega gríðarlegar. En ekki vegna þess að árásirnar ollu svo mikilli eyðileggingu heldur vegna þess að þær breyttu væntingum fólks og væntingar geta ræst af sjálfu sér.
Enginn viti borinn maður mun nokurn tímann gleyma gærdeginum. Ímyndir illskunnar eru meitlaðar í huga þeirra sem fylgdust með í sjónvarpi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hryllinginn – sú frásögn er flestum kunn – en vert er að huga að áhrifum þessa djöfullega verknaðar.