Afreksmenn í grunnskólanámi

Fyrir skemmstu voru kynntar niðurstöður úr rannsókn OECD á árangri 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Niðurstöðurnar voru eitthvað á þá leið að íslenskir nemendur væru nokkurn veginn í meðallagi góðir í þessum greinum, þó sýnu verstir í náttúrufræðinni. Þessar niðurstöður er auðvtiað ekkert sérstaklega góðar en mönnum tókst þá að sjá ljósa punkta við þær. Eitt af því sem kom í ljós að Ísland virðist eiga afskaplega fáa afreksmenn á sviði grunnskólanáms og bendir það til mikils jöfnuðar. Þetta myndi án vafa falla öfgafyllstu jafnaðarmönnum vel í geð, enda skyldu engir vera jafnari en aðrir og mikilvægt er að íslenskum grunnskólabörnum láti sér ekki detta slíkt í hug.

Úthlutun aflaheimilda og umbætur í jarðamálum

Land er nefnilega ekkert verðmætt í sjálfu sér og fiskurinn í sjónum, óveiddur, er það auðvitað ekki heldur. Eignin, verðmætið, verður til með vinnu og því betri og markvissari sem sú vinna, því meira verður verðmætið sem hægt er að nýta úr auðlindinni.

Dulbúin aftökusveit

Hugmyndir ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að rétta yfir meintum hryðjuverkamönnum í herdómstólum eru ógnvekjandi. Ef bandaríska ríkið er ekki tilbúið að rétta yfir Bin Laden og félögum á þann hátt að mark sé takandi á er allt eins gott að það dragi þá einfaldlega fyrir aftökusveit upp á gamla móðinn.

Hugmyndafræði eftir hentugleika?

Getur einstaklingur gegnt stöðu sem er í ósamræmi við lífsskoðanir hans?

Ríkir Íslendingar

Sigurður Már Jónsson hefur gefið út mjög áhugaverða bók – Ríkir Íslendingar. Þar er m.a. fjallað um „nýríka“ Íslendinga og fjölmarga sem létu „íslenska drauminn“ rætast.

Íslenskt trúboð til útflutnings

Fátt vekur meiri aðdáun mína í fjölmiðlaflórunni um þessar myndir en sjónvarpstöðin Ómega sem sjónvarpar kristilegu efni daginn út og inn. Ef marka má upplýsingar sem fram koma á heimasíðu Ómega voru þann 8. nóvember sl. tíu ár liðin frá því að Guð talaði til Eiríks Sigurbjörnssonar, sjónvarpsstjóra, um að setja á laggirnar kristilega sjónvarpsstöð á Íslandi.

Kreppuaðgerðir

Síðastliðinn miðvikudag birtist pistill hér á Deiglunni þar sem aðhaldsaðgerðir stjórnvalda voru gagnrýndar. Pistlahöfundur leiddi að því rökum að nú væri ekki rétti tími til aðhaldsaðgerða heldur, þvert á móti, ætti ríkissjóður að nýta slaka í hagkerfinu til þess að ráðst í ýmis konar verklegar framkvæmdir til að „milda niðursveifluna.”

Myndbirtingar grunaðra glæpamanna

Deiglan fjallar um myndbirtingar DV af einstaklingum sem eru handteknir vegna gruns um einhver afbrot.

Rétti tíminn til þess að spara?

Einhverra hluta vegna virðast flestir sammála um að sérstaklega nauðsynlegt sé að draga úr ríkisútgjöldum nú vegna þess samdráttar sem blasir við í efnahagsmálum. Þetta á ég erfitt með að skilja.

Mikilvæg atkvæðagreiðsla um fríverslun í Bandaríkjunum

Bandaríkin eru stærsta hagkerfi í heimi og því er afstaða þeirra mikilvæg hvað varðar þróun fríverslunar í heiminum.

Áhrifamáttur stríðsfréttamynda

Ef ekki væri fyrir myndbirtingar af stríðsátökum hefðum við eflaust litla hugmynd um hvað fælist í stríði. Hugsanlega gerðu ýmsir sér rómantískar og gamaldags hugmyndir um stríðsrekstur með lúðraþyt og fánahlaupum!

„Ginger“ afhjúpað

Dean Kamen uppfinnignamaður hefur haldið heiminum í heljargreipum að undanförnu en uppfinningarinnar sem hann afhjúpaði í morgun á víst að breyta heiminum.

Skólabókardæmi um skaðsemi ríkisstyrkja

Ýmis konar útgerð er stunduð hér á landi. Algengast er gert sé út á báti en það er alls ekki nauðsynlegt. Það er líka vinsælt, eiginlega tíska, að gera út á fundi með fjárlaganefnd Alþingis. Sú vertíð stendur yfirleitt stutt yfir og segja má að sóknardagakerfið sé þar í algleymingi, því engar aflatakmarkanir virðast við lýði. Duglegustu útgerðarmennirnir í þessum flokki eru yfirleitt forsvarsmenn ýmissa félagasamtaka.

Skot í hausinn

Í Morgunblaðinu í gær birtist flennistór mynd á forsíðunni sem sýnir Talibana liggja í valnum eftir að herir Norðurbandalagsins hafa náð virki aftur á sitt vald skammt frá Mazar-i-Sharif.

02-919 Söfn – Ýmis framlög

Útgjaldatillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis eru hneyksli. Nefndarálit meirihlutans ásamt áliti annarra fastanefnda þingsins er að finna á vef Alþingis. Tillögurnar eru allrar athygli verðar en þær fela í sér samtals 2.277,6 milljóna króna útgjaldaraukningu frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Reyndar má halda því fram að einhver útgjöld til viðbótar séu óhjákvæmileg vegna ástæðna eins og vaxtakostnaðar í kjölfar gengislækkunar en því fer víðs fjarri að aðrar útgjaldahugmyndir meirihlutans séu jafn óhjákvæmilegar.

Á ríkið að fjármagna menntakerfið?

Ríkið á að tryggja jafnrétti til náms. En það er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að fjármagna menntakerfið. Flest nám er arðbært og því ættu nemendur að geta borgað fyrir það. Í stað þess að fjármagna allt nám ætti ríkið að tryggja að nemendur geti fjármagnað nám sitt með námslánum.

Hræðslan við Frankenstein

Í gær tilkynnti bandaríska líftæknifyrirtækið ATC, Advanced Cell Technology að þeim hefði tekist fyrstum allra að klóna fósturvísi úr manni. Hverjar verða afleiðingarnar?

Sunnudagshugvekja

Fyrirgef oss vorar skuldir

Á landsþingi Samfylkingarinnar voru settar nýjar áherslur í fíkniefnamálum. Þær eru nokkuð umdeildar.

Vangaveltur um launamismunun

Í októberblaði VR blaðsins, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gefur út, er fjallað um helstu skýringar á launamuni kynjanna. Anna Guðný Júlíusdóttir lögfræðingur segir skoðun sína á þessum málum en hún skrifaði kandídatsritgerð frá Lagadeild Háskóla Íslands um þetta efni.