Á einum af fjölmörgum fréttamannafundum þríeykisins sagði Víðir litla ástæðu til að stæra sig af því hversu vel gengi í baráttunni við veiruna. Nú væri ekki tíminn til þess. Og það var ekki að ástæðulausu sem hann minntist á þetta. Nokkuð hefur verið um það í almennri umræðu að árangur þjóða og jafnvel landsvæða sé […]
Category: Deiglupistlar
Í dag munu byssur hvíla hljóðar í Lundúnaborg og víðar um Bretland í fyrsta skipti í 68 ár. Það á að minnsta kosti við um byssur sem hafa frá árinu 1952 hljómað til að fagna afmælisdegi konu sem hefur ríkt sem drottning lengur en nokkur önnur í veraldarsögunni. Elísabet II Englandsdrottning fagnar í dag 94 […]
Það eru varla margar dýrategundir sem ferðast sér til skemmtunar. Karlapi sem vill slappa af fer varla að kíkja yfir á yfirráðasvæði annars karlapa. Það væri galið. Að sama skapi eru ferðalög í afþreyingarskyni tiltöluleg nýleg uppfinning hjá mannfólkinu. Höfðingjar forðum byggðu upp hallir og fylltu þær allsnægtum en fóru ekki í sjálfskipaðar heimsreisur til […]
Nýr þáttur „Illugatan“ hefur göngu sína á Radíó Deiglunni. Brynjólfur Ægir Sævarsson og Þórlindur Kjartansson ræða um hvaðeina sem þeim dettur í hug. Í þessum þætti útskýra þeir fyrst hvernig heiti þáttarins er komið til og rifja upp kaffitíma á laugardagsmorgnum. Svo stökkva þeir á #takkVigdís vagninn. Brynjólfur rifjar upp pólitísk klókindi sín þegar hann lýsti því yfir við verðandi forseta árið 1980 að hann styddi Vigdísi en ætlaði að kjósa Albert. Svo ræða þeir um jafnréttismál og rifja upp nokkur atriði um tilveruna í Vestmannaeyjum á níunda áratuginum.
Eitt af því sem manni var kennt í blaðamennsku var að fréttir voru styttar aftan frá. Maður átti að skrifa fréttina þannig að hún héldi sér að efni til þótt klippt væri aftan af henni, alveg fram að fyrirsögninni. Þegar vel tókst til fangaði fyrirsögnin kjarna fréttarinnar. Þetta er allt breytt og þessu er í […]
Á stórum skiltum utan á Sambíóunum hefur í talsverðan tíma verið mynd af popppoka og Pepsi. Popp og Pepsi?! Sagði enginn aldrei. Nokkru eftir hrun sömdu kvikmyndahúsin, eitt af öðru, við Ölgerðina í stað (þá) Vífilfells. Í nokkur ár þar á eftir buðu aðeins tvö kvikmyndahús á landinu upp á hina einu sönnu blöndu, popp […]
Ég held aldrei farið leynt með það að ég er ekki sérlegur stuðningsmaður borgaralauna. Þau eru dýrt úrræði og skapa ekki rétta hvata fyrir einstaklinga og samfélög. Stærsta hættan er að þau verði notuð í umræðu um ákvarðanatöku til að skerða frelsi og réttindi einstaklinga. Ef maður borgar fólki, þá getur maður nefnilega gert kröfur. […]
Mér finnst eins og ég þekki frú Vigdísi Finnbogadóttur. Ég er fædd árið 1977 eða þremur árum áður en hún var fyrst kjörin forseti. Ég hafði hana fyrir augunum öll mín mótunarár, hún breytti heiminum fyrir litlar stelpur eins og mig. Ég efaðist aldrei um að konur gætu gert hvað sem þær dreymdi um, Vigdís […]
Tímamót urðu í dag þegar stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust setja af stað áætlun um að aflétta hömlum á ferðir fólks. Heitasta von alls almennings er að böndum hafi verið komið yfir hina undanfarnar vikur og að á komandi vikum muni lífið smám saman færast aftur í eðlilegt horf. Spurningin sem við spyrjum okkur í dag er samt: hvað verður hið nýja „eðlilega horf“.
Fyrir framan hús í vesturbænum standa þrír stöplar sem minna á bryggjupolla. Á þeim standa orðin: KOMA – VERA – FARA Þetta eru tilvistarlegar ábendingar. Við erum minnt á að hugleiða hvaðan við komum – hvar við erum stödd – og hvert við erum að fara. Auðvitað er alltaf gott að leiða hugann að þessum […]
Maður sem ég vann einu sinni með sagði mér að hann væri ekki viss um að fólki myndi farnast betur eftir því sem því sem aðgangur þess að upplýsingum yrði meiri. Á þeim tima efaðist ég um réttmæti þessarar skoðunar og fannst hún jafnvel – og það sem þá var verst – úr takti við […]
Um þessar mundir kemst fátt annað að í umræðunni en kórónaveiran. Hvort sem maður rennir yfir fréttasíðurnar, skrollar niður facebook vegginn, heyrir í ættingja í sóttkví eða labbar hring í Elliðaárdalnum, umræðuefnið er alls staðar það sama. Það er því e.t.v. ekki skrítið að hugurinn leiti til COVID þegar sest er niður við hugleiðingar og skrif um Föstudaginn langa.
Það þarf stundum ekki mikla upphafningu til þess að jafnvel hið besta fólk umturnist og fari að sjá allt og alla í kringum sig sem einhvers konar leikmuni og aukaleikara í leikriti um það sjálft. Þetta er mannlegt, einkum í ljósi þess hversu landlæg dýrkun á forystufólki er. Það þarf ekki að vera forstjóri í […]
Suðvestanáttin var ríkjandi átt æsku minnar á Akranesi. Ekki endilega vegna þess oftast hafi vindur staðið úr suðvestri heldur vegna þess að það skipti mjög miklu máli hvort það var suðvestanátt eða ekki.
Meira en helmingur mannkyns sætir nú einhvers konar útgöngubanni vegna COVID-19. Þrátt fyrir fjöldaframleiðslu á sviðsmyndum er enn mikil óvissa um bæði framvindu og afleiðingar þessa heimsfaraldurs. Það er þó ljóst að afleiðingarnar verða bæði mjög alvarlegar og víðtækar.
Í lok skjalsins blasti við stutt setning. Slagorð. Ákall. „Við erum öll almannavarnir“. Þýðandinn klóraði sér í kollinum yfir þessu. „Ókei, almannavarnir, ekki beint til í hinu málinu. Þar yrði þetta herinn, eða löggann eða eitthvað þannig þar. En þetta er ekki það.“ Og varnir þýða oftast „her“. Við getum ekki látið það misskiljast. Við […]
Muni þið þegar við vorum öll heima hjá okkur í nokkrar vikur? Facebook var með smá comeback og allir fóru að taka þátt í áskorunum og leikjum, allir urðu almannavarnir, vildu hlýða Víði, jafnvel tækniheftasta fólk byrjaði að fjarfunda á netinu í tíma og ótíma, við horfðum á björtu hliðarnar á málum og hlupum hringinn […]
Aðstæðurnar núna minna um margt á hrunið fyrir rúmum 11 árum. Rót vandans nú er reyndar ólík því sem var þá, kórónaveiran samanborið við allherjar þurrð á lánsfjármörkuðum eftir tímabil sem einkenndist af miklum skuldsetningum og ævintýramennsku. Afleiðingarnar eru áþekkar, tekjur hrynja, atvinnuleysi rýkur upp og starfsemi stórs hluta fyrirtækja í lanidnu er nánast lömuð. […]
“Krónan og Iceland fara á netið” var fyrirsögn sem birtist á mbl.is í vikunni og hljómaði óneitanlega eins og einhvers konar tímaskekkja eða frétt frá árdögum Internetins en svo var nú aldeilis ekki. COVID-19 faraldrinum hafa fylgt ýmsar og að því virðist óvæntar áskoranir fyrir kaupmenn og heildsala víða á landinu. Og á meðan sumir […]
Eitt tvít sem nú gengur milli er svona: “Hvernig getur þessi kapitalismi verið svona frábær ef að sósíalismi þarf að beila honum út á áratuga fresti?”. Það auðvitað hnyttin samlíking hún sé ekki endilega nákvæm. Vissulega hafa ríki ýmis úrræði í kreppum eins og dreifa peningum í gegnum seðlabanka með hagstæðum lánum, greiðslufrestum og hvers […]