Er ekki sama hvaðan gott kemur?

Áhangendur ríkisfjölmiðla beita jafnan fyrir sig þeirri röksemd að opinbert eignarhald á fjölmiðlum sé nauðsynlegt út frá lýðræðissjónarmiðum. Er þá gjarnan nefnt að sjónarmið allra eigi að fá að heyrast og að gæta eigi hlutleysis, sanngirni, réttætis og heiðarleika. Umræða í ríkisfjölmiðlum mun þannnig vera réttlátari og lýðræðislegri en umræða í þeim miðlum sem reknir eru af einkaaðilum.

Spenna í Hafnarfirði

Einn mest spennandi kosningaslagurinn á höfuðborgarsvæðinu er í Hafnarfirði þar sem flest bendir til að annaðhvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin nái hreinum meirihluta. Hafa fjölmiðlar fylgst furðu lítið með gangi mála þar.

Ábyrgð íþróttaforystunnar

Mörg erfið og pínleg mál fyrir íþróttaforystuna hafa komist í kastljósið á síðustu misserum.

Dregur saman í borginni

Dregur saman í borginniÞað er óhætt að segja að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi margir hverjir verið orðnir ansi þunglyndir vegna ömurlegs gengis flokksins í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Á meðan sjálfstæðismenn hafa hamast við að kynna málefni sín og frambjóðendur hefur R-listinn legið í láginni og af einhverjum ástæðum virðist sú taktík R-listans hafa gengið vel í kjósendur því fylgismunurinn hefur farið sívaxandi.

Um samræmd próf

Samræmd próf eru orðin hornsteinn í stefnu Bandaríkjastjórnar í menntamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um ágæti slíkra próf í Bandaríkjunum.

Í klóm blekkinga og svika

Deiglan fjallar ítarlega um réttarstöðu aðila vegna myndarinnar „Í skóm drekans“ sem á að frumsýna bráðlega.

Afskipti og ofsóknir

Deilan fyrir botni miðjarðarhafs vekur misjöfn viðbrögð hjá fólki.

Hlutabréfahægðir

Heimurinn er breytingum undirorpinn eins og sannast best þegar uppgangstímar síðustu aldamóta eru hafðir í huga. Hlutabréfaviðskipti áttu hug og hjörtu Íslendinga frá 1999-2000 og heilu fjölskyldurnar sameinuðust á nýjan leik í fjölskyldaboðum þegar talið barst að því hver í ættinni hefði grætt mest þá vikuna.

Ísland fyrir íslenskar kýr

Í gær vannst stórsigur í réttindabaráttu íslenska kúastofnsins er landbúnaðarráðherra hafnaði umsókn Nautgriparæktunarfélags Íslands um leyfi til að flytja inn fósturvísa úr norskum kúm til ræktunar og kynblöndunar. Það er ljóst að með þessari framsýnu ákvörðun ráðherra er stigið enn eitt framfaraskrefið í íslenskum landbúnaði. Íslenskar kýr sem aldar eru á íslensku grasi af íslenskum bændum gefa af sér hollustu mjólk á jörðinni og að henni þarf að hlúa og mynda um hana víðtæka sátt.

Setja rauðu strikin strik í reikninginn?

Þeirri hugmynd virðist sífellt vaxa ásmegin að þann 1. maí næstkomandi renni upp einhvers konar ögurstund í íslensku efnahagslífi. Annað hvort komi þá ‘betri tíð með blóm í haga og sæta lánga sumdardaga’ eða skelli á gjörningaveður í íslensku efnahagslífi – allt eftir því hvorum megin við einhver ímynduð rauð strik tiltekinn mælikvarði sé á þeim tímapunkti.

Meira mas – minni músík

Útvarp Saga opnar í dag. Þetta markar tímamót í fjölmiðlasögu Íslands. Mikið gleðiefni fyrir fréttafíkla og þjóðmálaáhugafólk.

Hvetur íslensk refsilöggjöf til manndrápa?

Samkvæmt íslenskri refsilöggjöf leggjast refsingar fyrir marga glæpi ekki saman. Þetta getur gert það að verkum að forvarnargildi refsinga er óverulegt fyrir þá sem þegar hafa framið fíkniefnamisferli eða morð.

Geðveikin heldur áfram í Ísrael – Sharon kominn langt yfir strikið

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísreals, byrjaði föstudaginn langa á því tilkynna þjóð sinni að nú væri samstaða mikilvægari en nokkru sinni fyrr og að ísraelska ríkisstjórnin hefði ákveðið að ráðast inn í höfuðstöðvar palestínsku heimastjórnarinnar í Ramallah, enda væri Arafat óvinur sem þyrfti að einangra.

Endalok kvikmyndaskoðunnar II

Deiglan fjallar um frumvarp menntamálaráðherra þar sem lagt er til að Kvikmyndaskoðun Ríkisins verði lögð niður og þær jákvæðu breytingar sem það mun hafa í för með sér.

Menni

Pistlahöfundur er áhugamaður um vélmenni og hefur fylgst lauslega með tilraunum vísindamanna í gegnum árin til þess að skapa „gáfuð” og „nothæf” vélmenni. Ýmsir vísindamenn hafa stigið fram á sjónarsviðið en nú virðist sem þessi grein vísindanna sé að verða að iðnaði með komu Sony, Honda og Mitsubishi inn á markaðinn. Höfundur fór því að velta því fyrir sér hversu hratt þessi iðnaður gæti þróast og hvort að einhvers staðar leyndust fjárfestingatækifæri í framtíðinni á sviði vélmennaframleiðslu.

F-listi óháðra sérhagsmuna

Hver er tilgangur lífsins?

Bresk kona vann nú fyrir helgi mál er hún rak fyrir dómstólum þess efnis að læknar tækju öndunarvél hennar úr sambandi. Á hvers valdi á vitjunartími okkar að vera; Guðs, náttúrunnar, þingmanna, dómstóla eða okkar sjálfra?

Tökum Bandaríkjamenn til fyrirmyndar

Hér heima gerum við oft grín að þeim farsa sem Bandarísk stjórnmál eru. Þegar kemur að reglum um fjármál stjórnmálaflokka eru það hins vegar ekki bandarísk stjórnmál sem eru farsakennd heldur íslensk stjórnmál. Það er hreinlega með ólíkindum að hér á landi skuli ekki gilda neinar reglur um framlög til stjórnmálaflokka.

Bráðum kemur betri tíð

Ný þjóðhagsspá sem birt var í gær gefur tilefni til mikillar bjartsýni í efnahagsmálum. Verðbólga lækkar hratt og stefnir á núll, viðskiptahallinn er að hverfa og útlit fyrir verulega aukinn hagvöxt. Þessi spá hafði samdægurs áhrif á peningamarkaðinn hér heima því allir bankarnir boðuðu vaxtalækkanir. Eins og útlitið er í efnahagsmálum þá er erfitt að sjá hvernig Seðlabankinn getur áfram haldið fast við vaxtastefnu sína.

Draugahúsið í Nauthólsvík

Ein helsta skrautfjöður R-listans eftir átta ár við stjórnvölinn í Reykjavík er hin rómaða ylströnd í Nauthólsvík sem tekin var í notkun sumarið 2000. Ylströndin var reyndar tilkomin löngu áður en R-listinn komst til valda, því um miðja síðustu öld tóku borgarbúar sig saman um að skapa baðströnd að suðrænni fyrirmynd í nyrstu höfuðborg heims. Frumleg hugmynd og ágæt í marga staði. Afrek R-listans var hins vegar falið í því að beina út í víkina affallsvatni úr hitaveitukerfi Reykvíkinga. Ágæt hugmynd líka.