Er NATO friðarbandalag?

Deilur um NATO hafa staðið alla tíð og eiga eflaust aldrei eftir að hætta. En þróun þess á síðustu árum hefur þaggað niður í mörgum gagnrýnisröddum sem sjá nú mikilvægi þess.

Líf eftir dauðann

Þessa dagana stendur yfir mjög óvenjuleg sýning í austurhluta London sem ber yfirskriftina Body Worlds. Sýningin hefur laðað að sér milljónir manna og þúsundir vilja nú ólmir ánefna líkama sinn læknavísindunum og listinni.

Er Persónuvernd á villigötum?

Nú eru 2 ár liðin frá því að Persónuvernd var komið á fót með lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Deiglan fer yfir farinn veg.

Hlutverk verkalýðsfélaga á nýrri öld

Kjör launafólks hafa tekið ótrúlegum stakkaskiptum á síðustu 100 árum. Þetta er vitaskuld að stærstum hluta því að þakka að framleiðni launafólks hefur aukist til muna með aukinni menntun og tækniþekkingu. En verkalýðsfélög hafa einnig átt hlut að máli.

Lengi lifir í gömlum glæðum

Þau sterku viðbrögð sem hópar fjárfesta sýndu þegar einkavæðingarnefnd auglýsti eftir áhugasömum aðilum um kaup á hlutum ríkisins í Búnaðar- og Landsbankanum eru gríðarlega jákvæð. Loksins hillir undir endann á því ferli sem hófst árið 1998 þegar ríkið hóf að losa um tökin á bankakerfinu.

Stóri bróðir

Í gær var samþykkt á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Deiglan fjallar um nýju lögin og vafasöm áhrif þeirra á réttarstöðu einstaklinga.

Flækjustig heimsins vex

Heimurinn verður sífellt flóknari í nafni þægindana. Nú virðist vera farinn að skapast markaður fyrir afturhvarfi til fortíðar.

Enn um SPRON

Málefni SPRON hafa verið mikið til umfjöllunar síðustu daga. Atburðarásin hefur verið mjög hröð sem gerir jafnt lærðum sem leikum erfitt fyrir að ná samhenginu.

Gróa á Leiti.is

Skert sjálsvirðing og minnkandi metnaður blaðamanna hefur neikvæð áhrif á þjóðfélagið. Í stað þess að kafa ofan í það sem skiptir máli smjatta þeir á kjaftasögum.

Ábyrgð Yassers Arafats sem þjóðarleiðtoga

Þann 9. apríl sl. söfnuðust saman á Austurvelli nokkuð á annað þúsund manns til að mótmæla hernaðar-
aðgerðum Ísraela gegn Palestínumönnum, og við það tækifæri var myndin hér til hliðar tekin. Þessi mótmæli áttu fullan rétt á aér, enda framganga Ísraelsmanna síðustu vikur með öllu óásættanleg, eins og Deiglan hefur þegar fjallað um.

Myndi upptaka evrunnar auka þjóðarframleiðslu um 15%?

Nýbirtar rannsóknir um áhrif myntbandalags á utanríkisviðskipti og þjóðarframleiðslu benda til þess að þjóðarframleiðsla á Íslandi muni aukast um a.m.k. 15% ef við Íslendingar tækjum upp evruna.

Hvernig gat þetta gerst?

Úrslit fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna eru merkileg tíðindi. Hinn róttæki og umdeildi Jean-Marie Le Pen skaut sjálfum forsætisráðherra Frakklands, sósíalistanum Lionel Jospin ref fyrir rass. Þótt engin velkist í vafa um að Jacques Chirac fari með sigur af hólmi í seinni umferðinni, þá er engu að síður um að tefla mjög söguleg kosningaúrslit.

Miklir möguleikar

Sala ríkisins á ráðandi hlut í Landsbankanum virðist geta orðið upphafið á töluverðri endurskipulagningu á íslenskum fjármálamarkaði. Landsbankanum hefur verið stjórnað á íhaldssaman hátt og möguleikar fyrirtækisins felast m.a. í því að hefja öflugri útrás í samvinnu við framsæknari fyrirtæki, t.d. Kaupþing.

Til varnar einstaklingnum

Hugmyndir um jafnan hlut kvenna í stjórnmálum eru góðar og gildar en eins og með svo margt annað verður að gæta þess að hlutir séu hafðir í samhengi.

Ísland fyrir Íslendinga?

Nú liggur fyrir Alþingi fremur dapurlegt frumvarp til breytinga á lögum um ríkisborgararétt nr. 100/1952. Deiglan fjallar um frumvarpið og veltir fyrir sér markmiði og tilgangi þess.

Áfram með smjörið

Það fór ekki mikið fyrir sölu ríkisins á 20% hlut í Landsbankanum (LÍ) í síðustu viku, enda var hugur landsmanna á öðrum vígstöðum. Útboðið gekk samt eins og í lygasögu og seldist allur hluturinn á stundarfjórðungi.

Vélað í Venesúela

Atburðarásin í Venesúela um síðustu helgi var lygasögu líkust. Eftir fjöldamótmæli og mannfall meðal mótmælenda í miðborg Caracas, höfuðborgar Venesúela, voru kjöraðstæður fyrir hina gamla og „góða“ mið- og suður-ameríska sið: að herinn ræni völdum. Vinstrisinnaður forseti landsins var hrakinn frá völdum og við tók herforingi sem lofaði lýðræðislegum kosningum og umfram allt röð og reglu.

Upplýsingar um kynferðisafbrotamenn

Pistillinn fjallar um frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum, sem kveður m.a. á um um rétt til upplýsinga úr sakaskrá um kynferðisafbrotamenn í tilteknum tilvikum.

Kraftlaust Verðbréfaþing

Ræða Bjarna Ármannssonar, stjórnarformanns Verðbréfaþings Íslands (VÞÍ), á ársfundi þingsins markar vonandi breytingu á starfi þess sem eftirlitsaðila en þar sagði bankastjórinn að sá tími væri liðin að þingið gæti horft fram hjá yfirsjónum markaðsaðila. Þingið ætlast til þess að farið verði eftir reglum þess.

Þetta eru auðvitað orð í tíma töluð en margsinnis hefur VÞÍ gerst sekt um linkind gagnvart markaðsaðilum. Nærtækasta dæmið um slíkt var sú atburðarás sem varð vegna skráningar Íslandssíma á VÞÍ sumarið 2001. Þar hafði stjórn þingsins veitt Íslandssíma undanþágu frá reglum þingsins en félagið átti sér ekki þriggja ára rekstrarsögu. Hrun á gengi Íslandssíma í kjölfarið kom illa við markaðinn og var ekki til þess fallið að auka tiltrúa manna á ungum hlutabréfamarkaði. Til að bæta gráu ofan á svart var stjórn VÞÍ sökuð um óeðlileg hagsmunatengsl við Íslandssíma en meirihluti stjórnarmanna tengdist yfirmönnum og innherjum í Íslandssíma. VÞÍ lét sér nægja að áminna Íslandssíma. Það sama var uppi á tengingnum nokkru áður þegar Marel var áminnt fyrir að gefa ekki út neikvæða afkomuviðvörun fljótlega eftir að rekstrarárinu 2000 lauk en þá hafði rekstur félagsins versnað til muna frá áætlun í útboðslýsingu í nóvember 2000. Þegar afkomutölur Marels voru birtar í mars 2001 lækkaði gengi félagsins um 20%.

Það er þó ýmislegt fleira sem veikt hefur kauphöllina. Má þar nefna Tilboðsmarkaðinn sem settur var á fót í mars 2001 til höfuðs „gráa markaðinum“, óformlegum markaði með óskráð hlutabréf. Hugmyndin á bakvið Tilboðsmarkaðinn var sú að gera smærri félögum og vaxtarfélögum, sem ekki uppfylla reglur VÞÍ t.d. um markaðsvirði og aldur, kleift að skrá bréf sín í kauphöll, og fá þannig fram markaðsverð á bréfin. Forsvarsmenn VÞÍ sögu við það tilefni að skilyrði fyrir opnun þessa markaðar væru þau að þátttaka meðal félaga væri góð frá upphafi. Nú þegar Tilboðsmarkaðurinn hefur verið starfandi í eitt ár eru aðeins þrjú félög á honum, Landssíminn, Frumherji og Keflavíkurverktakar sem reyndar verða afskráðir bráðlega. Álykta má að markaðurinn hefði fæðst andvana enda eru Landssíminn og Frumherji ekki spennandi félög í augnablikinu.

Sá sem þetta ritar finnst oft eins og að VÞÍ hafi ekki náð að nýta sér þau einstöku tækifæri sem Ísland hefur upp á að bjóða. Hérlendis eru einhver best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi en þrátt fyrir það hefur ekkert erlent sjávarútvegsfyrirtæki skráð bréf sín á VÞÍ. Fyrir nokkrum misserum lýsti þáverandi forstjóri VÞÍ að unnið væri að því að fá erlend sjávarútvegsfyrirtæki til landsins en ekkert bólar á þeim.

Í þessari gagnrýni má ekki gleyma þeirri staðreynd að hlutabréfamarkaðir hafa gengið í gegnum miklar þrautagöngur undanfarin tvö ár og mörg félög, sem ætluðu sér á VÞÍ, hafa lagt skráningaráform á hilluna. Hins vegar verður að segjast eins og er, að stjórn þingsins og framkvæmdastjórn hafa stigið feilspor og skort áræðni á erfiðum tímum. Vonandi tekst nýjum forstjóra VÞÍ, Þórði Friðjónssyni, að styrkja þingið sem kauphöll og eftirlitsaðila. Verðbréfamarkaðurinn, sem hefur átt undir högg að sækja, þarf á kraftmiklum forystuaðila að halda sem heldur markaðsaðilum við efnið og lemur á putta þegar þess gerist þörf.

Séð úr lofti

Það vakti mikla athygli þegar Borgarstjóri bauð blaðamönnum í flugferð yfir Reykjavík til að kynna aðalskipulag borgarinnar.