„Þetta landslið frá Andorra er án vafa það allra slakast sem þessi íþróttafréttamaður hefur augum barið.“ Taka má heilshugar undir þessi orð sem viðhöfð voru í kvöldfréttum sjónvarps í gær eftir leik Íslands og Andorra. Menn hljóta að spyrja sig um tilgang þess að spila svona leiki.
Category: Deiglupistlar
Það skýtur nokkuð skökku við að stofna heil samtök í þeim tilgangi að vekja umræðu um tiltekið mál, en leggjast síðan í dvala, þannig að hvorki heyrist hósti né stuna um málið. Stofnun Heimssýnar er til umfjöllunar á Deiglunni í dag.
Frjáls markaður í sjúkratryggingum myndi að öllum líkindum leiða til þess að allir fengu tryggingu sem hentar þeim verr en ef ríkið veitti öllum sömu tryggingavernd.
Á stuttum tíma hefur orðið ótrúlegur viðsnúningur í rekstri Íslandssíma. Hverjar skyldu ástæður þess vera, hvað hefur breyst hjá fyrirtækinu?
Loftsteinar þykja ekki meðal áhugaverðustu fyrirbrigða á sviði stjörnufræðinnar og hingað til hefur almenningi verið slétt sama um þessi fyrirbrigði. Undanfarið hafa þeir þó komist óvenjumikið í kastljós fjölmiðlanna og ástæða er til að velta því fyrir sér hvað veldur.
Þá hefur loksins litið dagsins ljós pólitískt afl sem staðsetur sig hægra megin við Sjálfstæðisflokkinnn.
Fjölmiðla grípa oft á lofti óstaðfestar tölur um fjölda látinna borgara eftir árásir. Sjaldgæfara er að þeir leiðrétti rangfærslur og birti réttar tölur þegar þær koma fram.
Er nema að von að menn spyrji? Nú þegar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu virðast vera komnar í keppni um að banna fólki að bera sig hvert fyrir öðru í lokuðum vistarverum, þá er þessi spurning Gunnars I. Birgissonar, bæjarfulltrúa í Kópavogi, hreint ekki svo mjög út í bláinn.
Virkjanir og álver myndu skapa hagvöxt í byggingar- og áliðnaði á næstu árum. En sá hagvöxtur myndi að stærstum hluta koma á kostnað hagvaxtar annars staðar í hagkerfinu.
Umræðan um skynsemi þess að byggja álver og virkjanir ætti að snúast algerlega um hversu mikils virði náttúran sem raskast er. Aðsemisútreikningar Landsvirkjunar ættu að reikna virði náttúrunnar sem raskast sem kostnað.
Næsta vor verður í fyrsta skipti kosið eftir nýrri kjördæmaskipan. Hin nýja kjördæmaskipan er fagnaðarefni þar sem talsvert hefur áunnist í því að jafna vægi atkvæða í mismunandi kjördæmum. Þingmönnum af landsbyggðinni mun fækka nokkuð við þessar breytingar og verður það í fyrsta skipti á næsta þingi að meirihluti þingmanna kemur af höfuðborgarsvæðinu. Það er vonandi að þessar breytingar verðir til þess að fjölga þeim ákvörðunum löggjafans sem teknar eru út frá hagkvæmnis- og arðsemissjónarmiðum á kosnað þeirra sem teknar eru með það fyrir augum að hygla landsbyggðinni á kosnað íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Verslunarmannahelgin er gengin í garð. Fólk hópast úr hinu hefðbundna þéttbýli og býr til tjaldborgir um allt land. Ætli Byggðastofnun sé ekki æst í að fá uppskriftina?
Af einhverjum ástæðum virðist dagblaðið New York Times vera komið með svo góðan aðgang að leyniskjölum innan Pentagon að hernaðaráætlanir Bandaríkjamanna eru vart orðnar til á pappír fyrr en búið er að birta þær heimsbyggðinni í stórblaðinu. Þetta hefur nú gerst tvisvar varðandi innrásaráform í Írak.
Pistillinn fjallar um nýlegt álit kærunefndar jafnréttismála þar sem kemur fram að atvinnurekendur skuli hafa kynferði umsækjenda sérstaklega í huga. Upphaflega snerist jafnréttisbaráttan fyrst og fremst um það að kynferði ætti ekki að skipta máli, hvorki við ráðningu í störf né á öðrum sviðum.
Það fylgir því mikil ábyrgð að fara með almannafé. Það er tímabært að forráðamenn stofnana ríkisins fái mun meira aðhald en verið hefur. Brottvikning Þorfinns Ómarssonar hefði í raun ekki átt að valda fjaðrafoki – heldur ætti slíkt að vera viðtekin venja þegar bókhaldsóreiða er ríkjandi hjá opinberum stofnunum.
Hafa skal það sem sannara reynist – hverju sinni
Leikstjórinn Stanley Kubrick hefði orðið 74 ára í dag, en hann lést fyrir þremur árum. Kubrick er tvímælalaust einn merkasti leikstjóri kvikmynda-
sögunnar, þótt menn greini á um hversu veglegan sess hann skuli skipa þar.
íslenskir grænmetisbændur þyggja himinháar niðurgreiðslur. En á sama tíma auglýsa þeir að varan þeirra sé „betri“. Hvernig getur þetta tvennt farið saman?
Rio Ferdinand varð í dag dýrasti leikmaður enskrar knattspyrnusögu er hann gekk til liðs við Manchester United frá Leeds. Rauðu djöflarnir reiddu af hendi rúmlega 30 milljónir sterlingspunda, um 4 milljarða króna, fyrir þennan rétt tvítuga varnarmann. Þetta eru miklir fjármunir og vafalítið finnst mörgum fremur takmörkuð vitglóra í þessu öllu saman.
Fólk upplifir verslunarmannahelgar með mismunandi hætti. Sumir eru fullir tilhlökkunnar en aðrir svitna. Hversu langt á að ganga í forræðishyggju um hegðun fólks þessa helgi?