Þreytandi formúla þetta árið

Enn og aftur unnu Ferrari menn sigur í Formúlu 1 kappakstrinum um síðustu helgi. Rubens Barrichello kom fyrstur í mark og félagi hans, Mikael Schumacher, varð annar. Nokkuð er síðan Schumacher tryggði sér heimsmeistartitil ökuþóra og Ferrari-liðið hefur það mikla yfirburði í keppni bílasmiða að það er með 100 stigum meira en BMW-Williams liðið sem er í öðru sæti.

Jörð kallar Höllustaði

Félagsmálaráðherra kom nýverið á óvart í umræðu um leigumarkaðinn. Var Páll úti á þekju, var hann að bjóða Höllustaði til leigu, eða var þetta útsmogið plott til að tala niður leiguverð?

Ósongatið gleymda

Síðasta mánudag voru liðin 15 ár síðan Montreal bókunin, sem fjallar um losun klórflúorkolefna, var samþykkt. Markmið bókunarinnar var að takast á við ósongatið yfir suðurskautslandinu. Þetta óvenjulega fyrirbrigði var vinsælt umfjöllunarefni fyrir nokkrum árum, en nú er lítið um það fjallað.

Íslenska leyniþjónustan

Nýlega var fjallað um stofnun íslenskrar leyniþjónustu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Þessar hugmyndir eru áhugaverðar en að ýmsu þarf að hyggja ef veita á stjórnvöldum slíkt vald.

Deiglan í andlitslyftingu

Eins og glöggir lesendur Deiglunnar taka eflaust eftir, hefur Deiglan gengið í gegnum lítilsháttar útlits- og skipulagsbreytingar. Markmiðið með breytingunum er auðvelda hinu stóra og trygga lesendahópi Deiglunnar enn frekar aðgang að því efni sem hér að finna.

Að skilja Ríkið (og Kirkju)

Þegar ungur frjálslyndur maður ræðir við fólk í sínu nánasta umhverfi kemst hann ekki hjá því að velta því fyrir sér hvert allir þeir sem stjórna gangi ríkisins sækja sitt fylgi.

Aðferðir einkavæðingarnefndar

Á undanförndum dögum hefur einkavæðingarnefnd og ráðherranefnd um einkavæðingu verið gagnrýnd harðlega vegna þess hvernig staðið var að vali á væntanlegum kaupanda að hlut ríkisins í Landsbankanum. Nefndin getur sjálfum sér um kennt.

Er Nelson Mandela skósveinn Sovétríkjanna?

Bandarískur útvarpsþáttastjórnandi upplýsti þjóðina um það í gær að Nelson Mandela væri kommúnist og studdur af Sovétríkjunum.

NBA í vanda

Herfileg útreið bandaríska körfuboltalandsliðsins á nýafstöðnu heimsmeistaramóti kom flestum í opna skjöldu. En séu málin skoðuð ofan í kjölinn, kemur í ljós að hnignandi hugarfar bandarísku NBA-stjarnanna er að koma bandarískum körfubolta í koll.

Serena á senuna

Íþróttadeild Deiglunnar hefur fylgst grannt með keppni á opna bandaríska meistaramótinu í tennis síðustu dægrin. Hin holdmikla og kraftalega Serena Williams hefur algjörlega stolið senunni. Hún sigraði systur sína Venus í úrslitaleiknum með miklum yfirburðum – kannski of miklum…?

Karlmenn fá 8% hærri laun en konur – eða hvað?

Launamunur kynjana er eilíft fréttaefni og nýleg könnun hefur verið talsvert til umfjöllunar. En tölfræði er vandmeðferðin og getur snúist við í höndum þeirra sem ekki kunna með að fara.

„Landbúnaðarmál ekki á dagskrá“

Ráðamenn þjóðarinnar hafa undanfarna daga skeggrætt um umhverfisvernd og hagvöxt. Sendinefnd Íslands hefur lagt ríka áherslu á endurnýtanlega orku en minni vilji virðist vera til að ræða um landbúnaðarmál og frelsi í viðskiptum.

Tvær hliðar á ESB-andstöðu

Í Póllandi á andstaðan við aðild að Evrópusambandinu sér tvö andlit. Annað snýr út á við og skartar sínu fegursta frjálslyndi og hægristefnu, hitt snýr inn á við og er það öllu dekkra yfirlitum. Á pólska módelið eitthvað skylt við hin nýstofnuðu samtök Heimssýn?

Ókeypis heilbrigðiskerfi

Þeir sem halda að peningamokstur geti leyst vanda heilbrigðiskerfisins eru nokkurn vegin jafn glórulausir og maður sem er með slitin liðbönd og heldur að verkjalyf geti læknað hann.

Gráðugir hafnarboltamenn

Bandarískir hafnaboltaleikmenn eru ekki aðeins íþróttahetjur heldur líka verkfallshetjur á heimsmælikvarða. Þeir leggja reglulega niður vinnu til að þrýsta á um bætt kjör, en meðalsárslaun þeirra nema nú tæpum 2,5 milljónum bandaríkjadala.

Skæruhernaður í skjóli sjúklinga

Lokun deildar fyrir heilabilaða á Landsspítala – háskólasjúkrahúsi hefur valdið miklu fjaðrafoki. Þetta fjaðrafok er reyndar orðið árvisst og tengist jafnan vinnu við gerð fjárlaga.

Bónuskrónur

London er ein dýrasta borg í heimi, og er húsnæðisverð þar margfalt hærra en í Reykjavík. Matvæli eru almennt þó ódýrari, en eins og pistill dagsins ber með sér, þá þarf að bera sig eftir björginni.

Ísland í býtið

Í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 er enginn morgunfúll. En væri ekki áhugavert að fylgjast með morgunsjónvarpi þar sem þáttastjórnendurnir væru illa greiddir í æfingagalla, læsu blöðin í hljóði og drykkju kaffi – svona eins og venjulegt fólk að morgni dags?

Fegurðardísin sem ekkert getur

Margar af skærustu íþróttastjörnum samtímans geta lítið sem ekkert í íþrótt sinni. Samt eru þær vinsældar, tekjuhæstar og frægastar. Skiptir ímyndin orðið meira máli en geta þegar íþróttir eru annars vegar?

Ég þarf nú að fara að rífa mig upp!

Nýr Deiglupenni, Guðrún Pálína Ólafsdóttir, þreytir frumraun sína á Deiglunni í dag með pistli sem fjallar um samfélagslegt feimnismál; þunglyndi. Ritstjórn Deiglunnar býður Guðrúnu Pálínu velkomna í hópinn.