Síbrotamenn hafa verið til umfjöllunar upp á síðkastið. Þolinmæði flestra er á þrotum og aðgerða er krafist hið snarasta. Finna verður lausn á vandanum því að núverandi ástand er ekki líðandi. Dómskerfið verður að geta mætt því með viðeigandi úrræðum – annað er óásættanlegt.
Category: Deiglupistlar
Í dag er Alþingi sett í 128. sinn. Þinghaldið mun einkennast nokkuð af því að kosið verður í vor. Gamlir þingmenn poppa sig upp og reyna að ganga í augun á nýjum kjósendum og þeir yngri kanna sóknarfæri til að auka málefnalega vigt sína.
Flokksþing breska Verkamannaflokksins stendur nú yfir í Blackpool á Englandi. Tvö stór mál voru rædd á þinginu í gær: einkafjármögnun í velferðarkerfinu og stríð á hendur Írak. Þingið gaf grænt ljóst á hertar aðgerðir gegn Írak en flokksmenn voru ekki jafnhrifnir af hugmyndum Tony Blair um að láta einkaaðila um byggingu og rekstur skóla og sjúkrahúsa. Hefur Verkamannaflokkurinn með Tony Blair í brúnni virkilega færst nær nútímanum eða er hann jafnúldinn og hann hefur alltaf verið?
Í nýrri könnun Gallup kemur fram að 40% Íslendinga hafi jákvætt viðhorft til fjölgunar útlendinga en um þriðjungur neikvætt. Neikvæðasta afstöðu hefur fólk á „besta aldri“ en af fólki á aldrinum 45 -54 ára hefur einungis rúmur fjórðungur jákvætt viðhorf til fjölgunar útlendinga. Þetta eru niðurstöður sem vekja nokkrar áhyggjur.
Prófið að hætta að skila skattskýrslum. Innan skamms munið þið komast að því að ríkið er ekki mjög hrifið af slíkum uppátækjum og fljótlega verðið þig komin inn á skrifstofu sýslumanns með grátstafinn í kverkunum til að koma í veg fyrir að ríkið hirði allar eigur ykkar. Ríkið sækir sitt til skattgreiðenda – sama hvað á bjátar. Skattgreiðendur hljóta því að eiga eðlilega heimtingu á að meðferð skattfjár sé með sæmilegum hætti – eða hvað?
Demókratar í Bandaríkjunum óttast nú mjög yfirtöku hinna íhaldssamari afla á einu mikilvægasta dómsstigi Bandaríkjanna, áfrýjunardómstólunum.
Á undanförnum vikum hefur mikið verið talað um nauðsyn þess að veita auknu fé til heilbrigðisþjónustu. Sumir hafa lagt til að skattar verði hækkaðir í þeim tilgangi. Lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins felst hins vegar ekki í því að ausa meira fé í núverandi kerfi. Lausnin felst í því að breyta kerfinu þannig að það nýti fjármuni betur. Upptaka DRG greiðslukerfis væri stórt skref í þá átt.
Varla líður sá dagur að ekki sé minnst á orkumál okkar Íslendinga í fjölmiðlum. Umræðan í þjóðfélaginu hefur verið lífleg enda skiptar skoðanir á því hvaða leiðir skuli fara að aukinni raforkuframleiðslu sem er eðlilegt enda um margar leiðir að velja. Menn hafa nálgast málið frá ýmsum áttum. Flestir fallast á að raforkuþörf okkar muni aukast á næstu árum en menn greinir á um hvað skuli gera til að mæta þeirri þörf. Fyrirhugaðar framkvæmdir hafa mætt mikilli andstöðu og skiptast menn í fylkingar verndunarsinna og virkjunarsinna. Kjarnorkuver sameina sjónarmið þessara fylkinga að einhverju leiti. Í ljósi þess er ræsing fyrsta kjarnaofnsins á Íslandi innan fáeinna ára ekki fráleit hugmynd.
Kosningaveturinn hófst með líflegum sjónvarpsumræðum í Kastljósi í kvöld. Deiglan fer yfir þáttinn. Hverjir stóðu sig? Hverjir hefðu betur setið heima? Deiglan fer yfir málin og tekur frammistöðu foringjanna til skoðunar.
Deiglan spáir í spilin fyrir hólmgöngu flokksformannanna í Kastljósi í kvöld. Má búast við pólitísku sprengjuregni eða láta menn sér nægja staðbundnar skærur? Hvernig verða straumarnir milli Halldórs og Össurar – eða ætlar Össur að stinga undan Halldóri og hoppa upp í með Davíð? Deiglan gerir úttekt á því sem í vændum er og vegur og metur styrk stjórnmálaforingjanna sem takast á í kvöld.
Í dag eru 42 ár frá því að úr því fékkst skorist að Kennedy var myndarlegri en Nixon (og svitnaði ekki eins mikið á efri vörinni). Í kvöld mætast formenn íslensku stjórnmálaflokkanna í Kastljósinu og takast á um málefni líðandi stundar.
Körfuknattleikur er ein vinsælasta íþrótt landsins. Þrátt fyrir þetta er hún í nokkrum vanda sem keppnisíþrótt eins og sannaðist nú um daginn þegar Þór frá Akureyri dró sig út úr Íslandsmótinu. Íþróttadeildin fjallar um stöðu körfuboltans á Íslandi.
Síðastliðinn föstudag kynnti George W. Bush, Bandaríkjaforseti, nýja herfræðikenningu stjórnar sinnar. Er hún þáttur í nýrri stefnu sem felur það meðal annars í sér að Bandaríkin taki í auknum mæli ákvarðanir án samráðs við önnur ríki og framkvæmi þær einhliða. Í þessari grein eru færð fyrir því rök að neikvæðar afleiðingar slíkrar stefnu verði meiri en þær jákvæðu.
Mál Þorfinns Ómarssonar hefur verið í brennidepli upp á síðkastið í kjölfar álits nefndar sem fjallaði um réttmæti timabundinnar lausnar hans frá störfum. Deiglan fer ítarlega í gegnum álitið og gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöður nefndarinnar.
Innheimtuaðferðir ríkisins eru einstakar. Ekkert fyrirtæki eða stofnun tekur sér það bersaleyfi að senda launagreiðanda okkar reikninginn fyrir þeirri þjónustu eða vöru sem við kaupum. Ríkið ákveður hins vegar að senda reikninginn á launagreiðandann, þriðja aðila, og lætur hann sjá til þess að við greiðum svokallaða staðgreiðslu sem ríkið ákveður að sé sú álagning sem beri að draga af tekjum okkar.
Eftir hrun á mörkuðum í Bandaríkjunum, og uppljóstrana um frumlegar bókhaldsvenjur ýmissa fyrirtækja, hefur trúverðugleiki hlutabréfamarkaða rýrnað. Nú beinist kastljósið að þóknunum stjórnenda sem eru víða ævintýralegar. Stemmningin á markaðinum er fremur grá – en naflaskoðun markaðarins í Bandaríkjunum gæti verið að skila árangri.
Yfirvofandi innrás í Írak hefur valdið blendnum viðbrögðum. Kenningar alþjóðastjórnmála geta að miklu leiti útskýrt deiluna enda er hún klassískt dæmi um baráttu ríkja fyrir ákveðnum skoðunum og gildum. Hver og einn verður að meta hvort vænlegra er að semja við Saddam eða að steypa honum af stóli með valdi.
Við austurströnd Eystrasalts liggur borgin Kaliningrad. Héraðið í kring var áður hluti Þýskalands en tilheyrir í dag Rússlandi. Samgöngur til og frá svæðinu eru nú í brennidepli deilna milli Rússlands og tveggja tilvonandi aðildarríkja ESB.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar einhvern sinn mikilvægasta leik frá upphafi á sunnudag þegar liðið mætir Englendingum í Birmingham í síðari leik liðanna í umspili udankeppni HM.
Sem betur fer virðist SUS eitthvað vera farið að linast í frjálshyggjunni. Nýjar ályktandir sambandsins frá því um síðustu helgi hefðu fyrir nokkrum árum þótt hin versta vinstrivilla.