Um þessar mundir stendur yfir ráðstefna á Kúbu af því tilefni að fjörutíu ár eru liðin frá hinni svokölluðu Kúbudeilu. Ljóst er af skjölum og upplýsingum, sem nú fyrst hafa komið fyrir augu almennings, að heimurinn stóð mun nær barmi hengiflugsins þessa örlagaríku daga árið 1962 en áður var talið.
Category: Deiglupistlar
Mjólk er ef til vill ekki jafn holl og okkur er talin trú um í auglýsingaherferðum mjólkuriðnaðarins. Margar rannsóknir benda til þess að mjólk sé ekki töfralausn á beinþynningu eins og gjarnan er haldið fram í endalausum auglýsingaherferðum mjólkuriðnaðarins.
Farsæl niðurstaða hefur fengist í hvalveiðimál Íslendinga eftir staðfasta málafylgju íslenskra stjórnvalda síðustu ár og misseri. Hvalveiðar Íslendinga sem þátttakenda í alþjóðlegu samstarfi eru handan við hornið.
Oft er talað um nauðsyn þess að ríkið „hemji“ hinn frjálsa markað til að hindra að hvers kyns ómagahópar verði undir. Settar eru reglugerðir til að koma í veg fyrir að fyrirtækin komi illa fram við þá sem, að mati hinna hugulsömu stjórnmálamanna, eiga það ekki skilið. Hér er því lýst hvernig ein slík tilraun hefur bitnað á þýskum stúdentum.
Glanstímaritið Séð og heyrt, sem hefur einkunnarorðin „Gerum lífið skemmtilegra“, birti umfjöllun í síðustu viku um þjóðþekkttan álitsgjafa í sjónvarpi sem á að hafa verið kærður fyrir nauðgun. Á Deiglunni í dag er fjallað um þessa framsetningu og vinnubrögð hjá tímaritinu.
Útlit er fyrir að heimastjórn N-Írlands verði tímabundið svipt völdum á mánudag. Í þessum pistli er þeirri spurningu velt upp hvort sú ákvörðun sé skynsamleg og hvort ekki megi fara nýjar leiðir til lausnar vanda héraðsins.
Síðastliðin laugardag fóru fram þingkosningar í Lettlandi og bar flokkur hins 41 árs gamla frjálshyggjumanns, Einar Repse, sigur úr býtum. Þrátt fyrir að stjórnarskipti hafi verið tíð í Lettlandi síðan 1993 þá má þó segja að ákveðin stjórnfesta hafi verið ríkjandi því stefna hinna mörgu ríkisstjórna hefur í meginatriðum verið svipuð.
Bandaríkjamenn virðast um þessar mundir vilja heldur sjá meiri ríkisafskipti en minni. Repúblikanar virðast ætla að sinna þessari þörf fremur en að halda sig við þann málflutning sem venjulega einkennir flokkinn og gætu uppskorið ríkulega þegar þjóðin gengur að kjörborðinu innan skamms til þess að kjósa nýja menn á þing.
Ástæða er til að hvetja knattspyrnuáhugamenn til að mæta á völlinn næstkomandi laugardag og sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu taka fyrsta skrefið í átt að sæti á úrslitakeppni EM 2004. Skotar hafa aldrei verið jafn auðveld bráð og nú er bara að klára dæmið…
Utanríkisstefna stjórnvalda í Bandaríkjunum hefur verið mjög í deiglunni síðustu misseri. Örn Arnarson, sem er í framhaldsnámi í alþjóðastjórnmálum og hagfræði við School of Advanced International Studies í Bandaríkjunum, fjallar ítarlega um þessi mál í sérstökum gestapistli hér á Deiglunni.
Fæstir gera sér grein fyrir því hversu frábrugðið starf Seðlabankastjóra er flestum öðrum störfum innan ríkisins. Margir telja ekkert athugavert við það að í stöðu Seðlabankastjóra veljist sams konar fólk og velst í forstjórastöður ríkisstofnana. Þetta er hinn mesti misskilningur.
Danir kenndu okkur að meta síld og svínakjöt og forðuðu handritunum undan glorsoltinni alþýðunni sem vildi sjóða þau í kæfu. Þeir kenndu Íslendingum einnig lexíu um hið rétta eðli ríkisbáknsins, en danska orðið „væsen” þýðir einmitt „stofnun” eða „stjórnvald”.
Ríkið, ríkissjóður og fjármunir hins opinbera. Í hugum flestra ná þessi orð yfir mikinn sjóð peninga sem erfitt er að henda reiður á. Orðin hafa nokkurn veginn sjálfstæða merkingu og halda mætti að auður ríkissins væri ekki í neinum tengslum við peninga skattborgaranna – því miður. Pistlahöfundur er þeirrar skoðunar að þessi orð séu óheppileg og gefi ekki skýra mynd af því hvaðan fjármunir stjórnkerfisins koma. Nær væri að tala um „peninga skattborgaranna”.
Tjáningarfrelsið er ákaflega mikilvægur réttur í opnu og frjálsu þjóðfélagi og raunar grunnur allra annarra réttinda sem lýðræðisþjóðfélög byggast á. Öllu frelsi fylgir hins vegar mikil ábyrgð og mikilvægt er að fjölmiðlar hafi dómgreind til þess að höndla það frelsi sem þeir hafa og því valdi sem því fylgir.
Ófriður og átök eru áberandi í sögu mannkyns og er þá nánast sama til hvaða tímabils litið er. Ýmsir velta þvi fyrir sér hvort ástandið er að batna eða versna og sýnist sitt hverjum í því efni. Hvernig sem því er háttað, bendir ýmislegt til að ófriðarbálið hafi kviknað fyrr en virðist í fyrstu.
Eftir góða spretti í kjölfar hryðjuverkaárásanna í fyrra er alþjóðastefna Bush-stjórnarinnar komin í nokkrar ógöngur. Leiðina út úr þeim ógöngum gæti verið að finna á bókasafni Hvíta hússins, í stjórnarháttum forvera Bush, Harry S. Trumans.
Í gær, 3. október, var þjóðhátíðardagur Þýskalands. Af því tilefni skrifar Pawel Bartoszek, ritari Deiglunnar í Þýskalandi, sérstakan hátíðarpistil. Einnig verður skyggnst austur yfir landamærin til Póllands þar sem eiga sér stað engu minni breytingar.
Auðlindir hafsins eru tilverugrundvöllur íslensku þjóðarinnar. Hvað gerist ef þessi auðlind verður skyndilega einskis virði? Í dægurþrasi stjórnmálanna, þar sem örfoka land í óbyggðum og tilvera Ríkisútvarpsins skipa stóran sess, fara menn gjarnan á mis við þau mál sem varða mesta hagsmuni okkar Íslendinga.
Á landsfundi Ungra vinstrigrænna (Uvg) sem nýlega var haldinn var samþykkt sú ályktun að skora á flokk þeirra að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar næsta vor og beita sér fyrir því að vinstristjórn komist við völd. Rök fyrir þessari ályktun má um margt gagnrýna
Af nýjustu hagvísum að dæma er íslenska hagkerfið komið í jafnvægi. En þrátt fyrir að þenslan sé horfin gerir fjárlagafrumvarp næsta árs ráð fyrir 11 milljarða króna afgangi á sama tíma og skattar eru lækkaðir. Þetta verður að teljast góður árangur.