Stefna ber að auknum einkarekstri í heilbrigðisgeiranum

Helsti ókostur núverandi heilbrigðiskerfis er hversu óhagkvæmt það er. Til þess að unnt verði að auka hagkvæmni heilbrigðiskerfisins svo einhverju nemur er nauðsynlegt að ráðist verði í tvær kerfisbreytingar: upptöku DRG greiðslukerfi og einkavæðingu heilbrigðisstofnana.

Undarleg röksemdafærsla

Í heilsíðuviðtali í Stúdentablaðinu ræða forystumenn Röskvu um nýja stöðu sína sem minnihluti í Stúdentaráði og bjóða lesendum upp á mjög furðulega réttlætingu á slælegri rekstrarstöðu ráðsins á meðan Röskva var við stjórnartaumana.

Fáránlegt vetrarfrí í grunnskólum

Hvaða vit er í því að stytta sumarfrí íslenskra skólabarna til þess eins að hafa þau á lausagangi yfir dimma og kalda vetrarmánuðina þegar fæstir foreldrar eiga þess kost að fá frí frá vinnu?

Gæti ég fengið hjartalaga agúrku?

Framfarir í erfðatækni hafa valdið mikilli byltingu í matvælaframleiðslu í heiminum. Í Bandaríkjunum er mjög notast við slíkar aðferðir til þess að auka framleiðsluhraða og bæta gæði afurðanna og í Evrópu nota bændur erfðabreytt ensím í ostframleiðslu og víngerð. Þrátt fyrir að tæknin sé notuð í Evrópu er Evrópubúum mörgum mjög í nöp við erfðabreytt matvæli.

Uppgangur útlendingahaturs

Greinilegt er að útlendingahatur og kynþáttafordómar eru meira áberandi í íslensku samfélagi heldur en flest okkar grunaði. Deiglan hefur oftsinnis fjallað um þessi málefni og m.a. gagnrýnt lagasetningu Alþingis sem virðist geta stuðlað að auknum fordómum í samfélaginu.

Réttlætanlegur fórnarkostnaður?

Yfirvöld í Kreml kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að beitingu vopnavalds og þar á bæ hafa menn látið fá tækifæri úr höndum sér renna til að láta byssurnar tala. Heimsveldi Sovétríkjanna á tímum Kalda stríðsins var grundvallað á vopnavaldi, bæði hótun um beitingu þess og oftar en ekki framkvæmd slíkrar hótunar.

Við erum frjáls

Í gærkvöld frumsýndi Borgarleikhúsið leikritið Sölumaður deyr, e. Death of a Salesman, eftir Arthur Miller. Þar er á ferðinni einstök leikhúsupplifun enda eitt besta verk sem skrifað hefur verið.

Hver segir Fréttir?

Undanfarin misseri hafa málefni Fréttablaðsins verið talsvert til umfjöllunar. Blaðið skipti um eigendur í júlí síðastliðnum, en sú stefna aðstandenda blaðsins, að upplýsa ekki um hverjir hinir nýju eigendur eru, hefur verið nokkuð umdeild. Er eðlilegt að gefa ekkert upp um eignarhald, jafnvel þó að hagsmunir kunni að skarast?

Skyldunámskeið í íslensku

Nýlega samþykkti Alþingi lög sem skylda þá útlendinga sem sækja hér um dvalarleyfi til að sitja íslenskunámskeið. Hér er rætt um galla við þessa hugmynd og bent á aðra lausn sem er vænlegri til þess að ná þeim markmiðum sem upphafsmenn reglugerðarinnar hafa sett sér.

Unga fólkið ætlar sér stóra hluti

Ungir sjálfstæðismenn ætla sér greinilega stóra hluti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður eftr rúman mánuð. Mikil spenna og óvissa ríkir en framboðsfrestur rennur út kl. 17 í dag.

Samþykkt með semingi

Um helgina gengu Írar til kosninga um Nice sáttmála Evrópusambandsins. Í kosningabaráttunni mæltu allir stóru stjórnmálaflokkarnir með samþykki samningsins, en í stað hefðbundinna kosningaloforða um betri tíð með blóm í haga var lögð áhersla á að Írar bæru siðferðislega skyldu til að samþykkja samninginn. Þetta er athyglisverð nýbreytni í kosningabaráttu.

Ísland fyrir Íslendinga

Samkvæmt könnun DV eru 24,7% landsmanna andvígir varanlegri búsetu litaðra einstaklinga á Íslandi. Eigum við að þegja um slíkar skoðanir eða ræða þær? Taka fordómafullir einstaklingar yfirleitt einhverjum rökum?

Fyrirsæta tapar dómsmáli

Þótt Naomi Campbell hafi það að atvinnu að láta taka og birta af sér ljósmyndir þá líkaði henni illa þegar ljósmyndari dagblaðs tók mynd af henni á leið af fundi eiturlyfjafíkla. Mál hennar er ágætt dæmi um það hversu erfitt getur verið að draga mörkin milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs.

Einkavæðing Landsbankans í höfn

Um helgina bárust þau gleðilegu tíðindi að einkavæðing Landsbankans sé um það bil í höfn. Næsta skref í einkavæðingaráformum ríkisstjórnarinnar er að klára sölu á Búnaðarbankanum. Ljóst er að brotthvarf ríkisvaldsins úr rekstri viðskiptabanka er í senn einhver stærsta og gleðilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskum stjórnmálum.

Er einkarekstur dýrari?

Vinstrimenn hafa alltaf haft óbeit á arði fjármagnseigenda. Upp á síðkastið virðast ein af aðal rökum þeirra gegn einkarekstri vera að hann dragi úr slíkum arði. En það er að mestu misskilningur.

Nútímalegur lýðræðissinni vinnur glæstan sigur

Enginn lýðræðislega kjörinn leiðtogi hefur hlotið viðlíka kosningu og Saddam Hussein hlaut í forsetakosningum í Írak í síðustu viku. Það er því ljóst að stjórnmálamenn geta lært ýmislegt af þessum sigursæla foringja. Kosningasigur hans sýnir einnig fram á að nýstárlegar lýðræðisaðferðir geti hentað vel við ákveðnar aðstæður – en það er auðvitað nokkuð sem ekki þarf að segja últralýðræðissinnum í Samfylkingunni sem um þessar mundir standa fyrir póstkosningu um stefnu flokksins í Evrópumálum.

Kosningabaráttan hafin hjá ASÍ

Umboðsmenn alþýðunnar fara mikinn á ársfundi Starfsgreinasambandsins, berja sér á brjóst og fjölmiðlar enduróma básúnusöng um ójöfnuðinn í landinu. Það fer ekki á milli mála að kosningavetur er genginn í garð.

Forseti Evrópu

Utanríkisráðherra Breta talar um „þegna Evrópusambandsins“ í blaðagrein í Economist þar sem hann lýsir m.a. yfir stuðningi við hugmyndir um grundvallarbreytingu á embætti forseta Evrópska Ráðsins. Ljóst er að mestu áhrifavaldar Evrópu setja stefnuna á aukinn samruna og leita sér nú fordæmis í Bandaríkjunum til að auka samkenndina innan Evrópusambandsins.

Úrillir morgunhanar!

,,Morgunhanarnir Jóhanna og Þórhallur keppast við að vekja landann með áhugaverðum umræðum og fjölbreyttu efni alla virka morgna“ – þetta er þau orð sem viðhöfð eru til að lýsa morgunþættinum Íslandi í bítið á Stöð 2. Ekki er hægt að segja að þessi lýsing eigi við um viðtal morgunhananna við Jóhannes Jónsson, oft kenndan við Bónus, í gærmorgun.

Bækur og hryðjuverk

Þótt margir hafi skrifað um ástæður að baki hryðjuverkunum 11. september gera það fáir af meiri innlifun en Thomas L. Friedman dálkahöfundur The New York Times. Bók hans Longitudes and Attitudes er að mörgu leiti óvenjuleg.