Formið, fegurðin, fúnksjónin og fótboltinn

Ég veit ekki mikið um hönnun. Þó hef ég heyrt eitthvað talað um form og fúnksjón, og skilst að það sé hægt að drekka margar rauðvínsflöskur og velta heimspekilegum vöngum yfir þessum hugtökum þar til menn komast að því að í rauðvínsflöskunni sjálfri fari þetta tvennt einmitt fullkomlega saman. Svarið er í flöskunni. Og flaskan […]

Að tryggja sig eftir á

Árið 1744 lögðu tveir ráðherrar á skoska þinginu, Alexander Webster og Robert Wallace upp í vegferð við að því að tryggja afkomu ekkja og barna presta sem létust um aldur fram. Hugmyndin var sú að prestar myndu greiða hlutfall tekna sinna inn í sjóð og fjármagnið yrði notað til þess að tryggja framfærslu fjölskyldna þeirra […]

Íþróttafréttir án íþrótta meika víst sens

Það er vinsælt að gera grín að íþróttafréttum nú um stundir. Íþróttafréttir hafa nefnilega haldið sjó þrátt fyrir að engar séu íþróttirnar. Þetta finnst mörgum vera mótsögn. En þetta opinberar bara það sem allir vita. Íþróttir eru raunveruleikasjónvarp. Sápuópera með reglulegum stórviðburðum og hálftilbúinni dramatík. Tilfinningar, deilur og örlög keppenda eru mörgum ekki síður mikilvæg […]

Hin íslenska hringferð: Deyjandi list

Það sem fyrir einum virðist óhagganlegur veruleiki sem stendur tímans tönn, er fyrir öðrum bara þróun úr einu í annað. Fyrir einhverjum hefur e.t.v. orðið sú þróun að ferðalög um Ísland séu að verða óáhugaverðari og leiðinlegri. Vegasjoppur voru á árum áður einstakar, hver og ein hafði sín séreinkenni og menn áttu jafnvel sína uppáhaldssjoppu. Sumir stoppuðu […]

Lifum við á fordómalausum tímum?

Við upphaf COVID-19 faraldursins var fjallað um hugrenningatengsl þeirra sem upplifðu erfiða tíma á níunda áratugnum þegar HIV veiran geisaði. Baráttan við hinn nýja og framandi sjúkdóm skóp áður óþekktar áskoranir og áhyggjur sem í mörgum tilvikum leiddu til hræðslu og fordóma gagnvart þeim sem greindust með smit. Ekkert lyf var til og hræðsla og […]

Heggur sá er hlífa skyldi

Á tyllidögum er listamönnum gjarnan tíðrætt um tjáningarfrelsið, mikilvægi þess og óbilandi fylgispekt sína við það ágæta konsept. Og svo því sé haldið til haga taka langflestir listamenn þessum óskráða eið sínum við tjáningarfrelsið alvarlega. Fyrir ekki mjög mörgum árum fylktu listamenn landsins og margir fleiri sér að baki Spaugstofumönnum sem sátu undir ásökunum um […]

Flokkur hræddra hrossa

Hvað sem faglegum og fagurfræðilegum skoðunum manna á nýju lógói Samfylkingarinnar líður, þá er það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að Miðflokksmenn hafa síst allra efni á því skjóta á aðra flokka í því efni. Það er ekki að ástæðulausu að prjónandi hestar eru sjaldgæfir í lógóum stjórnmálaflokka. Elliði Vignisson bæjarstjóri er reyndar útúrdúr. En […]

Hækja ríkisins

Nú þegar stór hluti hagkerfisins er í fangi ríkisins freistast menn til að líta á þróun síðustu vikna sem sönnun fyrir skipbroti kapítalismans. Að þar með sannist að hann geti ekki staðið óstuddur heldur reiði sig á ríkið í hamförum eins og þeim sem nú ganga yfir heimsbyggðina. Því þurfi að hverfa frá opnu markaðshagkerfi og alþjóðavæðingu.

Aflétting á samviskubiti

Í gær rann upp langþráð stund þegar fyrstu afléttingar á samviskubiti foreldra tóku gildi samhliða fyrstu afléttingum á samkomubanni vegna COVID-19. Undanfarnar vikur hafa leikskólar og grunnskólar verið með skerta opnun í boði fyrir börn í samræmi við reglur samkomubanns til að draga úr líkum á smiti. Auk þess hafa íþróttaæfingar og tómstundastarf fallið niður […]

Dag einn gerðist kraftaverk

Ef menn vilja fá umtal eru tvær leiðir öruggar og ókeypis. Ein leiðin er fyrir jákvætt umtal og ein fyrir neikvætt umtal. Ef menn vilja fá jákvætt umtal um eitthvað sem er verið að gera er málið að fá Forseta Íslands til að taka þátt í því. Biðja forseta um að opna viðburð, taka á […]

20_12 – Hótel Kalifornía

Þórlindur Kjartansson og Jón Steinsson, hagfræðiprófessor í Berkley í Kaliforníu, spjalla saman um ástandið hér og þar. Jón lýsir ástandinu í útgöngubanninu í sumarsælunni við San Francisco flóa. Þeir ræða um ólíka nálgun stjórnvalda og sérfræðinga í Bandaríkjunum og á Íslandi. Þeir ræða líka um kreppur og farsótti, breytingar á atvinnháttum og margt fleira. Í lok þáttarins kemur Jón fram með hugmynd sem gæti komið til með að breyta gildismati þjóðarinnar til frambúðar.

Hvar fæ ég ódýrasta bensínið?

Á hverjum degi, á leið minni með yngra barnið til dagmömmu, ek ég framhjá Atlantsolíu á Sprengisandi.  Það má alveg teljast skrýtið, en ég á það til, svona mér til dægrastyttingar, að telja bílana sem eru þar í röð eftir því að komast að dælunum. Þar eru nefnilega bein tengsl á milli fjölda bíla og […]

Þyrnirósarleiðin og eftirjólaútsölur

Það eru engin tíðindi að efnahagslífið er skrykkjótt. Eftir blómaskeið koma iðulega niðursveiflur. Gjaldmiðlar sveiflast upp og niður. Netbólur springa og flugfélög missa hæð milli þess sem toppum er náð. Meðan einn geiri blómstrar er annar í krísu. Ástæðurnar þessara sveiflna eru misjafnar og síbreytilegar en við getum næstum gengið að þeim jafnvísum og flóði og […]

Okkar minnstu bræður

Heimurinn allur upplifir nú hamfarir. Fámenna eyjan okkar í N-Atlantshafinu hefur ekki farið varhluta af ástandinu þar sem líf okkar og heilsa hefur verið í hættu. Gífurlegar efnahagsþrengingar eru skollnar á og margir eiga um sárt að binda. Að sumu leyti er ástandið og tilfinningin kunnugleg fyrir þjóð sem fyrir svo skömmu  komst í gegnum […]

Líðan þjóðarinnar verður næsta verkefni

Þegar baráttan við veiruna var að hefjast vorum við sem þjóð sennilega á fyrstu stigum áfalls. Athyglin var þá öll á að lágmarka þann skaða sem veiran gæti unnið okkur og þjóðin var staðráðin í að standa saman. Verkfærin sem notuð voru í þeirri baráttu höfðu í för með sér töluverða skerðingu á daglegum lífsgæðum, […]

Búmannsins seigla

Einu sinni fór hópur vísindamanna að rannsaka landbúnaðarhætti í fjallahéruðum Perú. Vísindamennirnir rákust á það sem þeim virtist við fyrstu sýn vera gríðarleg óhagkvæmni í landbúnaðarháttum heimamanna. Hver bóndi var með marga litla ræktunarreiti á mismunandi stöðum í sveitinni. Þetta þótti aðkomufólki ansi léleg nýting á vinnuafli bændanna þar sem mikill tími tapaðist við að […]

Hin óleystu vandamál

Áður en heimsfaraldurinn hófst og áður en fyrirsjáanlegar efnahagslegar hamfarir urðu mönnum ljósar, glímdi heimsbyggðin við mörg stór og að því er virtist óyfirstíganleg vandamál. Ekki einungis átti heimsbyggðin sem slík í vök að verjast heldur var vandi einstakra heimshluta, þjóða, hópa og auðvitað einstaklinga mikill og alvarlegur. Ekkert af þessum vandamálum hefur verið leyst.

Pólitík á áhorfendabekk

Þegar hætta steðjaði að Róm til forna gat öldungaráðið afhent svokölluðum alræðismanni öll völd til að takast á við hættuna, hvort sem um var að ræða óvinaher eða óstöðugleika innanlands. Rómverjar höfðu eðlilega áhyggjur af misbeitingu þessarar miklu valdheimildar og því var einungis hægt að virkja hana í sex mánuði í senn. Eftir það féllu […]

Það sem Súper Mario Bros hefur kennt okkur um ólík siðferðisviðmið fólks

Þótt tölvuleikir hafi verið til í um hálfa öld mun víst taka einhvern tíma í viðbót þangað til að smástirni verða spurð um tölvuleikjaspilun sína í mannlífsdálkum dagblaða og tímarita. Enn sem komið er enn gert ráð fyrir að allir séu með “bók á náttborðinu”. Og lesa hana líka. Forsætisráðherra fær að sleppa við spurningar […]

Með tímavél í sumarfríið

Allt útlit er fyrir að ferðalög til útlanda verði annað hvort ómöguleg eða miklum takmörkunum háð í töluvert langan tíma. Takmarkanirnar er ekki bara þær sem stjórnvöld hér á Íslandi og annars staðar munu reisa, í mismunandi áköfum tilraunum sínum til að koma í veg fyrir innflutning kórónaveirunnar. Allir innviðir alþjóðlegrar ferðamennsku liggja undir skemmdum […]