Hrikaleg eyðilegging í Beirút

Myndskeiðin af sprengingunni í Beirút-höfn hverfa seint úr minni manns. Blaðamaðurinn Asaad Hannaa birtir Twitter síðu sinni grafík sem sýnir eyðilegginguna í Beirút-borg. Myndin sýnir gríðarlegar eyðileggingu í 2km radíus. Mjög mikla eyðileggingu í 5km radíus frá höfninni og tilkynntar skemmdir í skemmdir í 10km fjarlægð. Yrði sambærileg sprenging í gömlu höfninni í Reykjavík myndum […]

Bretar vilja auka hjólreiðar – hvað með okkur?

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti á dögunum áform um stórauknar hjólreiðar á Englandi. Íslenska ríkið ætti að taka þetta sér til fyrirmyndar. Auðvitað hefur margt verið gert, nú er til dæmis í gangi vinna við endurskoðun hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur, en þótt höfuðborgin megi alveg leiða þarf ríkið samt að vera með. Hér er hrár listi af […]

Það vill enginn rólegt

Ég heimsótti Minsk sumarið 2017 til að taka þátt í þingmannaráðstefnu ÖSE. Það má skrifa ýmsa pistla um stöðu lýðræðis- og mannréttinda í Hvíta-Rússlandi en þessi pistill fjallar ekki um það. Hann fjallar um ferðamennsku og ímyndarherferðir. Þrátt fyrir að Minsk komist sjaldnast á hinn eða þennan Topp 10 listann um bestu og lífvænlegustu borgir […]

Munu verslunarmiðstöðvarnar lifa af?

“Þetta eru seinustu eintökin, við erum að loka,” sagði afgreiðslumaður tölvudeildar í risastórri raftækjaverslun í einni af stærstu verslunarmiðstöðvum borgarinnar. Á hæðinni fyrir neðan hafði útibú frá stærstu bókaverslanarkeðju landsins þegar skellt í lás. Mikið hefur verið fjárfest í verslunarhúsnæði víða um heim. Á Poznan-svæðinu eru til dæmis um stórar verslunarmiðstöðvar fyrir 600 þúsund íbúa. […]

Nokkrir ferkílómetrar af frjálsu landi

Í dag eru liðin 76 ár síðan uppreisnin í Varsjá hófst. Á fyrstu fjórum dögum náðu uppreisnarmenn umtalsverðum hluta borgarinnar á sitt vald. Pólskir fánar héngu á hæstu byggingum borgarinnar, blöð og komu út og sjálfstæðar útvarpssendingar hófu göngu sína. Ég hef heimsótt uppreisnarsafnið í Varsjá. Sú minning skildi mest eftir sig var veggur með […]

Með þér

Fjörutíu ár eru liðin frá því að Bubbi Morthens reið inn í svið íslenskrar dægurmenningar með áður óþekktum látum. Ríflega helming þess tíma hefur Deiglan komið út með misreglulegum hætti. Það var þó ekki fyrr en núna í þessum júlímánuði við það sem ranglega hafa verið kallaðar fordæmalausar aðstæður að Bubbi og Deiglan áttu samleið. […]

Blindsker

Hjá sæfarendum var það og er enn þó nokkkur kúnst að sigla milli skerja, gæta að straumum, veðri og vindum. Lengst var byggt á reynslu og á hennar grundvelli voru síðan gerð sjókort sem siglt var eftir. Löngu síðar leysti tæknin þessa þekkingu af hólmi, upp að vissu marki. Það sem við vitum af en […]

Frosin gríma

Það er fróðlegt að fylgjast með samstilltri þjóðarsál í glímu við farsótt. Samstaðan átti vafalítið stóran þátt í því að okkur tókst að fletja kúrfuna mjög hressilega þegar faraldurinn barst hingað. Skynsamleg ráð vísindamanna sem stjórnvöld gerðu að stefnu sinni vöktu með þjóðinni traust og fylgispekt. Síðan kom tímabil þar sem sigur virtist hafa verið […]

Manstu?

Okkur hættir til þess að horfa línulega á lífshlaupið. Að það eigi sér upphaf og endi og allt sem gerist þar á milli eigi sér stað í línulegu samhengi. Það er hálf ömurleg sýn á tilveruna og hún verður ömurlegri því nær endamarkinu sem við færumst.

Strákarnir á Borginni

Barátta fyrir hvers kyns réttindum er að jafnaði því marki brennd að því erfiðara sem það er berjast fyrir réttindunum því mikilvægari er réttindabaráttan. Það er hvorki erfitt né áhættusamt að hampa og halda á lofti réttindum sem almennt eru viðurkennd, þótt vissulega sé mikilvægt að standa sífellt vörð um grundvallarréttindi, þótt tryggð séu, því […]

Stúlkan sem starir á hafið

Undirstöður velmegunar á Ísland eru hin gjöfulu fiskimið í kringum landið. Aldir liðu, raunar heilt árþúsund, áður en við bárum gæfum til að búa til alvöru verðmæti úr þessari miklu auðlind. Öflug sjósókn, lengra og dýpra, skipti þar sköpum en hún var ekki án fórna. Til allrar mildi eru sjóslys og mannskaðar fátíðir á Íslandsmiðum […]

Hiroshima

Hinn 6. ágúst 1945 varpaði bandaríski herinn kjarnorkusprengju á Hiroshima með þeim afleiðingum að tugþúsundir manna létust svo að segja samtímis, hundruð þúsunda örkumluðust og margir þeirra dóu á næstu vikum og árum. Afleiðingar hinnar miklu geislvirkni sem sprengjan olli eru sjáanlegar enn í dag, bæði í umhverfinu og í fæðingargöllum kynslóð fram af kynslóð. […]

Hrognin eru að koma

Þegar ég var í 10. bekk í Brekkubæjarskóla bauðst mér í kringum páskana vinna í Heimaskaga. Fyrr þann vetur hafði ég farið með afa heitnum og hitt Gylfa Guðfinnsson verkstjóra út af sumarvinnu í Heimaskaga og fékk ég góð fyrirheit hjá verkstjóranum. Þegar hann svo hringdi fyrir páska og spurði hvort ég klár í næturvinnu […]

Lög og regla

Lýðræðið er alveg hreint ótrúlega viðkæmt fyrirbæri og oft á tíðum misskilið svo ólíkindum sætir. Það stendur i raun og fellur með framkvæmd þess í þeim skilningi að það á sér ekki sjálfstæða tilveru, það er til fyrir tilstilli þeirra sem ætla sér að viðhafa þetta fyrirkomulag við að stjórna samfélagi. Frjálsar kosningar eru nauðsynlegur […]

Ísbjarnarblús

Í vikunni bárust af því fréttir að ísbirnir, eða hvítabirnir sem er bæði eldra og fallegra orð á íslensku, yrðu útdauðir í lok aldarinnar vegna bráðnunar íss á norðurskautinu. Í stríðum straumi heimsendaspádóma er stundum erfitt að greina kjarnann frá hisminu, erfitt að átta sig á því hverju á að trúa, hverju á að taka […]

Kyrrlátt kvöld við fjörðinn

Íslendingar hafa flykkst út á land í stríðum straumum það sem af er sumri. Hér er auðvitað átt við Íslendinga í merkingunni fólkið sem býr í þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Mestanpart er þetta tilkomið vegna þess að lengi vel var ekkert útlit fyrir að neitt af þessu fólki kæmist í hefðbundnar sólarferðir til heitari landa. Það […]

Leiðin liggur ekki heim

Hver vegur að heiman er vegurinn heim. Það er hin rómantíska hugmynd um lífsgönguna. Flest okkar fá að vaxa úr grasi í þeirri vissu að hvernig sem veröldin vendir sér öll og snýst þá sé alltaf hægt að snúa heim þegar svo háttar til. Eflaust er margt af því sem við höldum að sé hugrekki […]

Litli hermaðurinn

Stríð er volað helvíti. Um þetta vitna reynslusögur nær allra sem komist hafa lífs af úr hildarleikjum stríðsátaka. Jú, vissulega eru þeir sem tapa og þeir sem vinna, í sumum stríðum að minnsta kosti, en í öllum tilvikum hafa stríð fátt eitt í för með sér nema ómældar hörmungar, ekki bara fyrir þá sem taka […]

Stórir strákar fá raflost

Í gegnum árþúsundin hafa menn beitt ýmsum aðferðum við að taka líf hvers annars. Einstaklingsbundið val í þeim efnum er eflaust ótrúlega fjölbreytt og bæði ástæðulaust og smekklaust að fjalla frekar um það á þessum vettvangi. Hitt er þó verðugt umfjöllunarefni hvaða aðferðir stjórnvöld eða annars konar yfirvöld á hverjum tímum hafa valið til að […]

Guðs útvalda þjóð

Áform ísraelskra stjórnvalda um að innlima landsvæði á Vesturbakkanum í trássi við alþjóðalög hafa verið réttilega gagnrýnd. Hvort ríkisstjórn Ísraels lætur verða af þessum gjörningi á eftir að koma í ljós en jafnvel þau ríki sem hingað til hafa reynt að gæta sanngirni og jafnvægis í afstöðu sinni til hinnar endalausu og að því er […]