Það hafa áður verið mótmæli í Hvíta-Rússlandi. Skalinn er þó annar í þetta skiptið. Andstaðan hefur nú ekki einskorðast ekki dæmigerða “andófsmenn”, vestrænt þenkjandi sálir eða minnihlutahópa í hluta landsins. Þá bendir líka til þess raunverulegur stuðningur við mótherja hans sé meiri en oft áður. Enda er búið að senda hana í útlegð. Forsetinn mætti […]
Category: Deiglupistlar
Síðastliðinn mánudag gekk ég heim og taldi atvinnurýmin á Laugavegi og Bankastræti milli Lækjargötu og Snorrabrautar. Langflest rýmin voru í notkun, ýmist undir verslun, bari, veitingastaði, hótel eða minni þjónustu á borð við rakarastofur. Eitthvað var um húsnæði sem stóð laust og var auglýst til leigu. Einhver endurnýjun er ekkert nema eðlileg. Ef við tökum […]
Ef marka mætti umræðuna er nú talsvert um útlendinga sem vilja ólmir flytja til Íslands, í von um að sitja af sér faraldurinn í kyrrð og áhyggjuleysi. Þetta hefur verið stutt með stöku fréttum af einstaka manni sem hefur sannarlega gert það. Mikilvægt er hins vegar að átta sig á að staðan hér á landi […]
Í átjánda þætti ársins tala þeir saman Þórlindur Kjartansson og Pawel Bartoszek um árstíðirnar og Pawel útskýrir af hverju eina rétta svarið við spurningu um uppáhaldsárstíð sé haustið. Svo fer samtalið um víðan völl þar sem sem siðfræði og kapítalismi koma við sögu, einkum spurningar um það hvort hagnaðarvon eða græðgi sé líkleg til þess […]
Andspænis erfiðum spurningum, og raunar hvaða spurningum sem er, viljum við fæst standa á gati. Spurningar, einkum hinar erfiðari, eru þess eðlis að þær lýsa í gegnum okkur, opinbera alla okkar veikleika og gera okkur berskjölduð. Við þessar aðstæður freistumst við til þess að svara með óræðum hætti. Við sem höfum tekið munnlegt próf í […]
Flest erum við hrædd við það sem við ekki sjáum. Og fátt hræðumst við meira en að einhver sjái það hjá okur sjálfum það sem enginn sér. Í baráttunni við farsótt erum við að kljást við okkur sjálf um leið. Hræðsla hjarðarinnar gerir einstaklingana veika og býr þannig til tækifæri fyrir hina valdasæknu. Í hysteríunni […]
Þróunarsamvinna, sem áður hét þróunaraðstoð, er af hinu góða í grundvallaratriðum. Hún felst í þvi að ríkari þjóðir aðstoði eða vinni með fátækari þjóðum að því markmiði að bæta lífskjör hinna síðarnefndu. Eins og með flest annað bera þjóðir sig saman til að sjá hvort þær séu að standa sig vel eða illa í þessum […]
Afleiðingar af viðbrögðum stjórnvalda hér á landi og um heim allan við útbreiðslu kórónaveirunnar eru einungis að mjög litlu leyti komnar fram. Framundan er þungur og erfiður vetur á alla hefðbundna mælikvarða.
Samtal þeirrar Þórs Magnússonar og Jóns Reynis á skemmistaðnum Óðali í hinni klassísku mynd Dalalífi er með þeim merkilegri sem íslensk kvikmyndasaga hefur að geyma. Fyrir utan allt hið augljósa í samtalinu þá geymir það heilmikinn sannleik þegar kemur að peningum. Þegar tal þeirra félaga berst að námskeiðinu sem Þór Magnússon skáldaði upp á staðnum […]
Þeirrar tilhneigingar hefur gætt á Íslandi undanfarinn áratug að ákvörðunarvald hefur verið að færast frá þeim sem ábyrgð bera á ákvörðunum til þeirra sem hvergi þurfa að svara fyrir slíkar ákvarðanir. Það er kallað faglegt þegar svona háttar til, þegar fólk sem enginn hefur kosið, enginn þekkir, enginn getur kosið burt í næstu kosningum, enginn […]
Þegar þjóðir Austur-Evrópu brutust undan oki kommúnismans undir lok níunda áratugarins vonuðust flestir eftir því að frelsi og lýðræði yrði til langframa. Lagið góða Wind of change varð eins konar einkennissöngur þessara atburða. Því miður urðu ekki allar þjóðir Austur-Evrópu þeirrrar gæfu aðnjótandi að frelsi, lýðræði og mannnréttindi kæmu í stað ógnarstjórnar, ofsókna og kúgunar. […]
Með þeim rökum sem nú hafa verið notuð til þess að skylda alla sem hyggjast fara yfir íslensk landamæri til tvöfaldrar sýnatöku með sóttkví á milli er ógjörningur að ímynda sér að nokkurn tímann komi upp sú staða að hægt verði réttlæta neitt annað fyrirkomulag á landamæravörslunni. Ein manneskja var á spítala, við bærilega heilsu […]
Haustið er heiðarlegt. Það þykist ekki vera neitt annað en það er. Lömbin eru leidd til slátrunar og berin eru tínd úr lynginu. Litirnir birtast og hverfa á örfáum dögum.
Það er mjög merkilegt, nú þegar upplýsingar um allt milli himins og jarðar eru eins aðgengilegar eins mörgum og þær hafa nokkurn tímann verið, að þrætur manna snúist nær undantekningarlaust um staðreyndir. Hér er ekki átt við þá óáran sem nú tröllríður samfélaginu að allir hafi skoðanir á öllu og um leið tæki og tól […]
Forsetakosningar verða haldnar í Bandaríkjunum fyrsta þriðjudag í nóvember á hausti komandi. Það hefur í það minnsta ekki annað verið ákveðið og verður vonandi ekki, því grímulaust lýðræðið á alltaf að vera í forgangi. Þótt framboðsfrestur sé ekki runninn út má slá því föstu að tveir frambjóðendur muni bítast um sigurinn, um atkvæði þeirra kjörmanna […]
Íþróttir skipa veigamikinn sess í tilveru margra en gildi þeirra fyrir mannlegt samfélag er engu að síður verulega vanmetið. Sannleikurinn býr í úrslitum kappleikja og frammistaða einstaklinga og liða er í flestum tilvikum metinn á hlutlægan mælikvarða. Það er mikilvæg og góð tilbreyting frá flestum öðrum sviðum mannlífsins þar sem sannleikurinn byggir á upplifun hvers […]
Mörgum gengur óendanlega illa að skilja muninn á þjóðareign og ríkiseign. Lengi vel mátti hér á landi finna svæði sem enginn átti og allir áttu, almenning. Víða annars staðar var litið svo á að það sem enginn ætti, það ætti kóngurinn, ríkið. Almenningur var svo dásamlegt fyrirbæri, ríkið átti ekkert í því, allir áttu það […]
Á morgun kjósa Hvít-Rússar sér forseta. Það eru rúmlega tólf ár liðin frá því að ég eyddi nokkrum dögum í Hvíta-Rússlandi. Það voru dagar sem ég gleymi seint. Tilefni ferðarinnar var að DEMYC, sem eru evrópsk stjórnmálasamtök, skipulögðu ferð þagnað og við hittum hóp af ungum Hvít-Rússum. Þau voru stjórnarandstæðingar en í Hvíta-Rússlandi hefur Alexander […]
Líkt og mörg önnur börn sem ólust upp á seinni hluta 20. aldarinnar man ég eftir að hafa litið til tunglsins fullviss um að borgir og hótel á tunglinu yrðu bráðum að veruleika og ferðalög þangað daglegt brauð. Fyrir hönd þess barns verð ég að segja: “Kæra 21. öld, þú ert að valda mér vonbrigðum.” […]
Sveitarfélögum er skylt að leysa úr bráðum húsnæðisvanda þeirra sem geta það ekki sjálfir. Sú skylda hverfur ekki þótt einstaklingur neyti vímuefna, löglegra eða ólöglegra og eigi við fleiri vandamála að etja. Þessi lagalega skylda kemur skýrt fram í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (sjá grein 46) og hefur verið áréttuð af umboðsmanni Alþingis. Hún er […]