Undanfarna daga hafa málefni Sundabrautar verið ofarlega á dagskrá þannig að margir hafa kallað eftir því að hafist verði handa án tafar að byggja hana og bæta jafnvel við að það eigi að stöðva ýmsar aðrar framkvæmdir í leiðinni. Svo maður umorði fjölda greina sem hafa birst undanfarin misseri um aðra samgönguframkvæmd þá eru ýmsum […]
Category: Deiglupistlar
Myndin er tekin í Vallarstræti 21. ágúst. Þarna er frábært veður. Göngugatan er vel merkt sem slík. Staðirnir við Vallarstræti hafa fært stóla og borð út. Setið er í hverju sæti en þó hægt að ganga milli borðanna í átt að Ingólfstorgi. Eftir göngugötunni. Myndin sýnir reyndar líklegast lögbrot. Og ekki bara meint brot á […]
Gætu herdeildir Sameinuðu þjóðanna tekið völdin fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir sigur Donalds Trump? Er covid-19 uppskáldaður gervisjúkdómur? Stundar valdaelítan í Demókrataflokknum rán og misþyrmingar á börnum? Er valdamikið fólk í Hollywood samsekt í þeim glæpum? Drekka þessi ómenni blóð úr börnum? Með örlítilli heimildavinnu á netinu er hægt að […]
Gríðarleg aukning atvinnuleysis er helsta efnahagslega birtingarmynd Covid-19 faraldursins á Íslandi og víðar. Faraldurinn hefur leikið margar atvinnugreinar grátt en þó ferðaþjónustuna sýnu verst. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek en í ársbyrjun störfuðu 23.500 í einkennandi atvinnugreinum ferðaþjónustutengdum skv. upplýsingum Hagstofunnar. Til samanburðar var fjöldinn 13.900 í ársbyrjun 2013. Því varð snemma ljóst þegar landinu var svo gott sem […]
Nýleg hótelheimsókn hefur framkallað mikla og heitaumræðu. Umræðu sem stundum er reyndar merkilega laus við inntak, þó orðin séu stór og stundum ljót. Umræða án umræðu. Um leið hefur umfjöllun í kjölfarið náð utan um nokkrar grundvallarspurningar. Þar undir fellur friðhelgi og æra, tjáningarfrelsi, sóttkví og auðvitað klassískt stef um að gera konur ábyrgar fyrir feilsporum karlmanna– og síðast en ekki síst rétturinn til að vera fáviti á netinu. Minn eigin fjölmiðill […]
Eitt sinn elskaði ég að fara á góða Morfís keppni, heyra liðin berjast fyrir sínum málstað og gera allt til þess að vinna keppnina. Umræðuefnin voru á ýmsa vegu en alveg sama hvaða hlið þitt lið var að verja þá hélstu með liðinu, þó þú værir ósammála. Þitt lið skyldi vinna. Mér er minnisstætt að […]
PISA könnunin gaf til kynna að íslenskir nemendur virðast verr undirbúnir fyrir framhaldsskólanám en jafnaldrar þeirra í OECD löndunum. Svo virðist sem tíminn sem krakkarnir okkar eyða í skólanum sé ekki nægjanlega skilvirkur og að þeir standi ekki jafnfætis nemendum annars staðar. Þó svo að hægt sé að velta upp ýmsum ástæðum fyrir þessu er […]
Ferðaþjónusta hefur fært Íslandi mikla velsæld á undanförnum árum. Það er einfalt að horfa á tölur og sjá hvernig ferðaþjónusta óx í að verða sú atvinnugrein sem hefur fært mestar útflutningstekjur inn í þjóðarbúið og skapað flest ný störf. En ferðaþjónusta hefur einnig aukið lífsgæði Íslendinga umfram það sem ætla mætti í strjálbýlasta landi í […]
Sæll. Smá viðvörun: Fyrstu þrjár efnisgreinar af þessu opna bréfi munu ekki innihalda nein málefnaleg rök heldur einungis rætnar árásir í þinn garð. Þær munu fyrst og fremst ganga út á það að gera lítið úr þér, viðtakanda bréfsins, til dæmis með því að kalla þig öðru nafni og með öðrum starfstitli heldur en þú […]
Örskömmu áður en hún varð að veruleika í Bandaríkjunum þótti hugmyndin um að Donald Trump yrði kjörinn forseti svo fjarstæðukennd að hún var gjarnan notuð í svipuðu samhengi eins og „þegar svín fljúga.“ Obama gerði illþyrmilega grín að honum á árlegum fögnuði félags blaðamanna í Hvíta húsinu árið 2011, og halda sumir því fram að […]
Fyrir þá sem eru ekki eins dyggir hlustendur Radíó Deiglunnar og ég, mæli ég eindregið með nýjasta þætti stöðvarinnar sem kom út fyrir skemmstu. Þar ræða saman þeir Þórlindur Kjartansson og Pawel Bartoszek, og kveðja kapítalismann, eins og yfirskrift þáttarins gefur til kynna. Í þættinum viðra þeir hugmyndir sínar um hvernig bylting nýfrjálshyggjunnar í Bandaríkjunum […]
Ég fæ sting í magann í hvert sinn sem ég les um fjöldauppsagnir hjá fyrirtækjum þessa dagana. Þá hugsa ég til þeirra sem þurfa að fara heim og segja maka og fjölskyldu frá því að nú sé afkoman í uppnámi og algjör óvissa um framtíðarhorfur. Atvinnumissir er þungt áfall og þessum tímamótum tengjast alls konar […]
Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma ræddi við Morgunvaktina á RÚV 10. ágúst síðastliðinn, tilefni viðtalsins var slæmt ástand fjölmargra minningarmerkja í kirkjugörðum í Reykjavík. Það var hins vegar annað sem vakti athygli mína í máli forstjórans, ummæli hans um að pláss væru að verða uppurin í kirkjugörðum í Reykjavík – þau væru hreinlega að klárast. Það væru […]
Mig langar til að segja nokkur orð um það sem sumir kalla gömlu stjórnarskrána okkar. Hún er að vísu enn í gildi og hefur verið síðan 1944 og byggir að mestu leyti á enn eldri stjórnarskrá frá Danmörku á 19. öld. Hún hefur hins vegar uppfærð nokkrum og tekið breytingum en þær hafa verið frekar […]
„Af hverju er mér alltaf illt í fótunum?“ spurði blaðamaðurinn Christopher McDougall lækninn sinn einn daginn og fékk svarið „af því þú skokkar“. Svarið þótti lækninum hans mjög eðlilegt þar sem hans reynsla var sú að sjúklingar hans sem skokkuðu fengu flestir einhver eymsli í fæturnar. McDougal var þó með þrjóskari mönnum og vildi ekki […]
Á haustin gerist alltaf eitthvað stórkostlegt. Það er líkt og haustvindarnir blási burt áhyggjum gærdagsins og við blasir nýtt skólaár þar sem allir reyna að leggja sig fram og gera betur en á síðasta ári. Hugmyndin með skólakerfinu, og ég held lífinu öllu raunar, er að með hverju árinu lærir þú eitthvað nýtt og nytsamlegt […]
Nú stendur yfir úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfuknattleik. Leikirnir eru allir háðir í Orlando þar sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og fréttamenn hafa komið sér fyrir í veirufríum hliðarveruleika til þess að bjóða almenningi upp á afþreyingu og skemmtan. Þeir sem þekkja til í Bandaríkjunum vita vel hversu mikilvægar íþróttirnar eru í dægurmenningunni; þær eru leikarnir […]
Pistlahöfundur fór með bíllinn sinn á verkstæði í mánuðinum. Biðtíminn eftir viðgerðinni var nokkrar vikur. Reikningurinn yfir hundrað þúsund eins og gengur og gerist. Þjónustufulltrúinn upplýsti að maður gæti fengið virðisaukaskattinn af vinnunni endurgreiddan. Það er ekki óeðlilegt að bregðast við kreppum með tímabundnum örvunaraðgerðum. Alls ekki. Maður veltir því samt fyrir sér hve markviss […]
Fyrsta launavinnan mín, önnur en vinna hjá bænum, var á veitingastaðnum McDonalds við Suðurlandsbraut. Það var yndisleg kvöldvinna meðfram námi á seinasta ári menntaskólans. Fólk vildi fá mat. Það gaf mér pening. Ég gaf því mat. Þetta var einfalt og skýrt. Ábyrgðin hófst þegar ég setti má mig derhúfuna í búningherberginu klukkan fimm eftir hádegi […]
Í tilefni af konungskomunni 1907 var ruddur vegur frá Reykjavík, eftir Mosfellsheiði og upp á Þingvelli og þaðan upp í Haukdal. Þetta er enn ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, miðað við tíma, höfðatölur og allt það. Vegurinn að hafa kostað 14% af fjárlögum síns tíma, svona rétt eins og ef við hefðu lagt 140 milljarða í […]