Fæðingarorlof sonar míns

Þegar ég komst að því að ég væri ólétt fyrir rúmu ári síðan þá vissi ég að lífið yrði aldrei eins fyrir mig og kærasta minn, við yrðum von bráðar foreldrar. Þetta voru hinar mestu gleðifregnir sem við hefðum getað óskað okkur. Á fyrstu mánuðum meðgöngu minnar voru umræður á Alþingi um lengingu fæðingarorlofs ársins […]

Að ná næsta dómi réttum

Sumt í lífsgreglum dómarans nær langt út fyrir íþróttina. Tvær reglur eru mér hugleiknar núna; önnur nokkuð augljós en hin leynir kannski ögn á sér.

Samglaðst með Lebron

Nú þegar flestir jafnaldrar Lebron versla stoðtæki hjá Össuri og lýsa körfuboltaleikjum, er hann besti leikmaður deildarinnar, kominn í úrslitarimmu sem hann mun sigra í mesta lagi 6 leikjum og vafalaust verða valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar.

Eins og í bíómynd

Ef við værum að horfa á bíómynd þá hefði Covid-19 greining forseta Bandaríkjanna verið atriðið sem við hefðum sagt okkur að þetta hefðum við átt að sjá fyrir að myndi gerast. Vísbendingarnar um þennan snúning í sögunni hefðu jú allar verið til staðar. Því hvernig hefði forsetinn talað? Hafði hann ekki látið eins og veiran […]

Í tilefni af umræðu um kynfæralimlestingu kvenna

Þær útskýrðu fyrir henni að þarna væri verið að sækja kornungar stúlkur úr umskurðarathöfn og fylgja þeim til baka. Þegar konan rýndi betur í myndirnar sá hún að fyrir miðju voru þar stjarfar stúlkur, hvítmálaðar í framan. Allt í kringum þær var verið að fagna, en stúlkurnar fyrir miðju liðu líflausar áfram, starandi fram fyrir sig tómum augum.

Horfumst í augu við nýjan veruleika

Gjörbreyttur veruleiki blasir við frá undirritun kjarasamninga 2019. Algjört hrun stærstu atvinnugreinar Íslands veldur því að 300 milljarðar hurfu úr hagkerfinu innan árs. Þó að innlend eftirspurn hafi að hluta til komið í staðinn er ljóst að afleiðingar minni umsvifa eiga eftir að koma að fullu fram og verður veturinn mörgum erfiður.

Spurðu lögmanninn

Allt frá því að menn fóru að búa saman í samfélögum fóru leikreglur að mótast um hvað má og hvað má ekki gera. Í fyrstu voru þessar reglur einfaldar, sjálfsprottnar og óformlegar en fyrir tæplega 4000 árum varð mönnum ljóst að þörf var á að rita reglurnar í stein, bókstaflega. 

Megi opnu rýmin deyja drottni sínum

Fyrir nokkrum áratugum byrjaði sú tíska að setja skrifstofufólk í stór opin rými. Það var auðvitað fyrst of síðast gert til að lækka húsnæðiskostnað fyrirtækja. En auðvitað tókst að búa til einhverja hugmyndafræði á bak við þetta. Að þetta létti andrúmsloftið, bryti niður múra og auðveldaði tengsl. Nú væri bara hægt að pikka í næsta […]

Jordan reglurnar og leiðin að markmiðum

Það er einfalt að vinna körfuboltaleik. Það eina sem þarf að gera er að skora fleiri stig en andstæðingurinn. En þótt eitthvað sé sáraeinfalt er ekki þar með sagt að það sé auðvelt. Og ekki hjálpaði það Chuck Daily, þjálfara Detroit Pistons á níunda áratugnum, að þurfa að eiga reglulega í höggi við lið Chicago […]

Fólk í fréttum

Svölun forvitninnar er nú megintilgangur fjölmiðlunar og flestir fjölmiðlar höfða nánast blygðunarlaust til þessarar fýsnar. Leitin eftir því að vita, þekkja og að lokum skilja verður erfiðari og erfiðari.

Stjórnarskrárstappið

Raunveruleg saga stjórnlagaráðs yrði seint efni í hugljómandi Hollywood-mynd, þótt stundum megi annað greina af seinni tíma skýringum.

Úr sveit í borg

Eftir jólafrí á mínu fyrsta ári í menntaskóla gekk íslenskukennari minn á alla í bekknum og spurði hvaða bækur hver og einn hafi lesið um jólin. Hann byrjaði á sætaröðinni úti við stofudyrnar og gekk á hvern nemanda í fremstu röð, alveg framhjá kennaraborðinu og út að glugga. Þá næstu röð og út að snögunum sem héngu á […]

Fordæming hinna kvillalausu

Þegar fólk þjáist af kvillum þá uppsker það – sem betur fer – yfirleitt samúð og stuðning frá náunganum og nærumhverfi. Einn er þó sá kvilli sem vekur ekki sömu viðbrögð heldur þvert á móti bakar viðkomandi jafnvel óvild samferðamanna og óþolinmæði ástvina. Talið er að einn af hverjum 50 sé með þennan kvilla að […]

The West Wing fyrr og nú

Um síðustu aldamót var eitthvert vinsælasta sjónvarpsefnið bandarísku þættirnir The West Wing. Þar var fjallað um starfslið bandaríska forsetans Jed Bartlett yfir alla forsetatíð hans. Þættirnir þóttu raunsæir um margt og höfðu mikil áhrif á flesta þá sem voru að fá hvolpavit á stjórnmálum þegar þeir voru í sýningum. Í þáttunum var almannaþjónusta (Civil Service) […]

Að hlýða kvíða

Ísland kom hlutfallslega vel út úr fyrstu bylgju faraldurins. Í einungis sjö Evrópuríkjum eru látnir vegna Covid-19 færri, miðað við höfðatölu. Það var gert með mörgum skynsömum og oft hörðum aðgerðum: Ferðatakmörkunum, samkomubanni og víðtækri skerðingu á atvinnufrelsi. Allan þennan tíma var sá hópur mjög hávær sem vildi alltaf “ganga lengra”, til dæmis með útgöngubönnum, […]

Vísindalegur rétttrúnaður

Gagnrýni á pólitískan rétttrúnað er stundum lítið annað en afsökun til þess að geta leyft sér að básúna óverjandi og mannfjandsamlegar skoðanir. En gagnrýni á gagnrýni á pólitískan rétttrúnað getur líka verið afsökun til þess að reyna að kæfa niður óþægilega umræðu og komast hjá efnislegri umræðu. Það er skiljanlegt að mörgum finnist fordómatal og […]

Hafa tannhjól samvisku?

Reglulega koma upp mál sem vekja upp áleitnar spurningar um meðferð stjórnvalda á fólki sem leitar hér hælis. Það nýjasta, nú í vikunni, varðar brottvísun fjögurra egypskra barna ásamt foreldrum þeirra í ástand og aðstæður í heimalandinu sem haldið er fram að séu hættulegar. Brottvísun á fjórum saklausum börnum sem hér hafa verið í tvö […]

Pönkið í Jesú

Ég fylgdist í vikunni með viðtali við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands í Kastljósi en hún hefur að mínu mati sýnt bæði kjark og styrk í því embætti. Agnes er gjörólík forverum sínum og leggur sig mikið fram um að ná sáttum við fólk. Agnes er hæglát í fasi og vandar orð sín vel. Ef […]

Glæpur gegn mannkyni af hálfu sósíalista í Venesúela

Fátækt og hungur er veruleiki fólksins í landinu eftir tveggja áratuga óstjórn sósíalista og þrjár milljónir manna hafa flúið landið á síðustu árum.

Borgarbraut

Lengi vel efaðist enginn að leggja ætti veginn með eightíslega nafnið: Sundabraut. Nema kannski einstaka skattanirfill. En í dag efast margir og telja réttast að leggja áætlanirnar til hliðar um ókomna tíð. En það má draga úr meintum göllum sem geta fylgt nýjum samgöngumannvirkjum og gera Sundabraut þannig úr garði að hún gagnist þeirri heildarhugsun í þróun borgarinnar sem við vinnum nú eftir.