Ég á ennþá nokkur spil upp í erminni; flokka legóið og einstæðu sokkana en ég er að spara það til aðventunar. Því framundan er jólahátíð sem verður líklega með óhefðbundnu sniði.
Category: Deiglupistlar
Að horfa upp á hið furðuflókna fyrirkomulag sem er við lýði í Bandaríkjunum í tengslum við kosningar virðist einkennilegt. Kannski er kerfið of flókið af því það átti að vera hagkvæmt, en kannski er það úr sér gengið af því það átti að vera svo nútímalegt.
Ég geri mér það jafnan upp að ég sé svolítið farinn að eldast (ég er nýorðinn 22 ára). Ég fer í göngutúra á kvöldin og fer fyrr og fyrr að sofa á kvöldin – helst bara beint eftir tíufréttir. Ég er þó ekki meira trúr þessum leikaraskap mínum en það, að ég eyði heilu vinnudögunum á samfélagsmiðlum á degi hverjum.
Þetta er eins og ef tunglið myndi lenda í áttunda húsi vatnsberans — á sama tíma og mannkynið lendir á því í fyrsta skiptið í 38 ár. En þetta er núna verkefnið þitt. Þú kemst upp á lagið með þetta.
Alveg eins og íslenskir karlmenn virðast þurfa lagasetningu til að annast börn sín eftir fæðingu, til jafns á við mæður, velti ég því fyrir mér hvort aðra slíka þurfi til þess að opna augu fólks fyrir því að ekki aðeins konur og karlar eignast saman börn.
Í upphafi faraldursins var íslenskum stjórnvöldum hrósað fyrir að halda sig til hlés og leyfa embættismönnum á sviði sóttvarna að upplýsa um gang mál og leggja línurnar um það hvernig bregðast skyldi við faraldrinum.
Þótt alls ekki, og síður en svo, standi til á þessum vettvangi að gera lítið úr þeim persónulega sigri sem fjölmargir Íslendingar upplifðu – og sáu ástæðu til að deila með öðrum – þegar fréttir bárust um að þau Joe Biden og Kamala Harris myndu bera sigurorð af þeim Donald Trump og Mike Pence í atkvæðagreiðslu kjörmanna, þá kann að vera óvitlaust að velta fyrir sér raunverulegum áhrifum þess á íslenska hagsmuni.
Ég var stödd í samfélagsmiðlakór vel samsettra radda sem sungu allar sama lagið. Í gegnum árin hafði mér fyrir tilviljun tekist að safna saman hópi sammála fólks. Var ég sammála þeim eða gegnsýrð af einhliða upplýsingaflæði?
Enginn er stærri en liðið, er sagt í íþróttum—og enginn er stærri en embættið mætti einhver hvísla að Bandaríkjaforseta. Hvort hann myndi taka undir það er svo önnur saga.
Þegar er ljóst að ríkissjóður Íslands verður rekinn með stjarnfræðilegum halla á næstu 5 árum. Þessi reikningur verður sendur á komandi skattgreiðendur og jafnvel komandi kynslóðir. Um 330 milljarðar króna eru bundnir í ríkisbönkunum tveimur og því hljótum við að velta því fyrir okkur hvort ekki væri hægt að verja þessum gríðarlegum fjármunum til betri hluta þegar við stöndum andspænis miklum efnahagsþrengingum.
Það er öfugsnúin þróun að kosningarétturinn hafi um aldir verið þægindi hinna fáu sem þeir nýttu eins og hver önnur forréttindi en þægindi samtímans séu þau að mæta ekki á kjörstað og láta öðrum það eftir að taka afstöðu fyrir sig. Við slíkar aðstæður gerist það sem er hættulegast af öllu að kjörnir eru fulltrúar sem bera hvorki virðingu fyrir né hafa skilning á lýðræðinu. Þetta gerðist í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og afleiðingarnar hafa afhjúpast sem aldrei fyrr síðustu daga.
Þetta er birtingarmynd af þróun undanfarinna tveggja áratuga þar sem millistéttin í Bandaríkjunum hefur dregist saman en fjölgað í hópi þeirra sem eiga mjög mikið annars vegar og ekkert hins vegar.
Um aldamótin, þegar maður var að komast til vits og ára í stjórnmálum, hét ein tískubókin endalok sögunnar. Eiginlegri stjórnmálabaráttu átti að heita lokið, og breið sátt í vestrænum þjóðfélögum stóru línurnar í stjórnmálum. Það er ekki hægt að segja að þeir spádómar hafi elst vel.
Við aðstandendur þekkjum þetta viðhorf vel og af miður góðri raun, því margt í okkar vegferð og baráttu hefur litast af slíkum viðhorfum. Þau voru einmitt innblásturinn að vel heppnaðri auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð að fyrir nokkru síðan. Yfirskriftin að henni var „Það ætlar enginn að verða fíkill.“
Þó að einhverjir séu andvígir því að hingað flytji fátækt fólk þá getur svarið við því, fjandakornið, ekki verið að mótmæla því að ríkt fólk geti flust til landsins.
Venjulegt er bara það sem þið hafið vanist. Þetta virðist ekki venjulegt í ykkar augum akkúrat núna, en eftir því sem tíminn líður þá verður það svo. Þetta verður ósköp venjulegt.
Það er fullt tilefni til að vera á varðbergi gagnvart upplýsingaóreiðu, þar reynir fyrst og fremst á upplýsingu hvers og eins. Enn meira tilefni er þó til þess að vera á varðbergi gagnvart sjálfskipuðum handhöfum sannleikans og aldrei meiri ástæða en þegar ríkisvaldið á í hlut.
Við erum hrædd. Þá er einmitt mikilvægt að átta sig á því að í þessu samhengi þá ber að gæta að hvað mestu aðhaldi þegar kemur að auknum valdheimildum ríkisins.
Það sem erlendis hefur kallast gig-economy mun skella á Íslandi af mikilli hörku í vetur. Íslenskur atvinnumarkaður er því að breytast varanlega.
Það er skynsamlegri leið að hafa fleiri mánuði til skiptanna milli foreldra og meiri sveigjanleika og tryggja þannig börnum sem lengstan tíma með foreldrum sínum á mikilvægum fyrstu mánuðum lífs þeirra.