Excel-skjalið sem setti dómskerfi á hliðina en bara í einu máli

Á fjórum árum hefur þetta mál, skipan dómara við Landsrétt, farið í gegnum dómnefnd hér heima, ráðherra, Alþingi, embætti forseta Íslands og svo Hæstarétt og loks út til Strassborgar og nú endaði þetta hjá yfirrétti dómstólsins. Þótt málið sé flókið og heilmikil langloka, þá er nú einu sinni samkomubann og ég ætla því að freista þess að fara í gegnum það, hvernig það byrjaði, hvar það er nú og hvernig þetta endurspeglar í raun og veru undirliggjandi ágreining um hver eigi að skipa dómara.

Það versta sem hefði getað gerst

Við vitum að sjúkdómurinn er ekki nógu drepandi til að ógna tilverurétti mannkyns. En  aukin dánartíðni er ekki það versta sem getur gerst. Ef sjúkdómurinn hefði lagst á nægilega marga í einu hefði niðurstaðan geta orðið niðurbrot samfélagsins: matardreifing hefði stöðvast, heilbrigðisþjónusta lamast, ef rafmagnið hefði farið af væri enginn mættur til að laga það. […]

Samstaða og tortryggni

Samheldni Íslendinga minnir raunar meira á einangraðan ættbálk en þjóð enda fámennið nær einstakt meðal þjóða. Þetta er auðvitað gífurlega mikill kostur við ákveðnar kringumstæður en stórhættulegur við aðrar.

Einelti í skólum

Það gengur ekki lengur að misburðug sveitarfélög vítt og breitt um landið og einstaka skólar séu að heimaföndra sín viðbrögð við einelti. Það er réttlætismál að allir sem þjást eigi rétt á sömu faglegu þjónustunni. Lítum til heilbrigðiskerfisins eftir fordæmi. Það fer enginn með barn sem fossblæðir úr til skólahjúkku, fyrsta viðbragð er bráðamóttakan. Af hverju ætti viðbragðið að vera eitthvað öðruvísi þegar um er að ræða ógn við andlegt heilbrigði?

Bóluefni með 75% virkni dugar

Hvernig hefði Covid-19 faraldurinn gengið fyrir sig ef bóluefni með 75% virkni hefði komið á markað í byrjun sumars? Væri það nóg til að slá á faraldurinn? Undirritaður gerði tilraun til að svara þessari spurningu. Gögn yfir fjölda veika, látna og læknaða á heimsvísu voru sótt á síðuna Humanitarian Data Exchange. Reiknað var með að […]

Snargeggjuð samkeppni sannar gildi sitt

Til allrar hamingju hamingju fóru ríkisstjórnir ekki að grípa til þess í stórum stíl að þjóðnýta lyfjafyrirtækin í því skyni að taka þau yfir til að “flýta fyrir” þróun bóluefnis.

Við verðum að fara að gera eitthvað

Það eru engar tölur lesnar upp í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins um það sem íslensk ungmenni fara á mis við í þessum fordæmalausu aðgerðum stjórnvalda og annarra valdhafa í landinu; engir ábúðarfullir sérfræðingar í beinni útsendingu sem birta tölfræðilegt yfirlit yfir þann skaða sem lokanir og útilokanir, boð og bönn, valda á möguleikum og lífsgæðum þeirra kynslóða sem þó eiga – ólíkt hinum – allt lífið framundan.

Framtíðin sem við skuldum

Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum. Við foreldrar kappkostum að veita þeim eins gott veganesti út í lífið og við getum og treystum að samfélagið allt taki þátt í verkefninu með okkur.

Diego Armando Maradona

Hann var ekki venjulegur íþróttamaður heldur meira eins og kvalin listamannssál. Harmræn ásjóna Maradona getur dugað til að hreyfa við manni. Maðurinn var ósigrandi á einu sviði en svo innilega mannlegur á öllum öðrum.

Drottningarbragð Laufásborgar

Þetta umhverfi, þar sem kennari með mögulega sérstæðan hæfileika í upphafi, getur sökum styrkrar stjórnunar og stuðnings skólans, þróað annað eins ævintýri, hlýtur að vera umhverfi sem flestir vilja börnunum sínum.

Myndum við treysta þríeykinu ef það væri tölva?

Við viljum eiga kökuna og borða hana líka, við viljum faglega ákvarðanatöku byggða á vísindum en líka sveigjanleika og sanngirni. Eitt getur ekki án hins verið. Ef við ætluðum bara að hlusta á hrá vísindin hefðum við væntanlega allt eins getað rúllað fram tölvu á blaðamannafundunum og látið hana lesa upp nýjustu tölur, sóttvarnaraðgerðir og reglur.

Skrifað í stjörnurnar

„Kysstu mig“ sagði hún og horfði djúpt í augu hans. Hjartað sló örar undir stjörnubjörtum himninum og tíminn stóð í stað. Eftir nokkra stund litu þau upp. Stjörnuhrap lýsti upp veröldina. Þau tóku bæði andköf.

165 lögverndaðar starfsgreinar

Þar sem búast má við því að einstakar starfsréttir taki því illa að missa sína lögverndun, þá væri á það reynandi að endurskoða allar lögverndanir í einu lagi og taka umræðuna heildstætt út af hagsmunum almennings og samfélagsins í heild en ekki út frá sérhagsmunum einstakra starfsstétta.

Heimurinn sem börnin okkar munu erfa

Heilbrigt lýðræði þarf nauðsynlega á því að halda að mismunandi fylkingar líti ekki hvor á aðra sem hættulega óvini ríkisins.

Fjarað undan skólalokunum

Sé þess kostur er mikilvægt að reyna að halda skólum gangandi. Bæði vegna barnanna og líka til að nauðsynlegir póstar samfélagsins, þeir póstar þar sem starfsfólk þarf að mæta geti virkað.

Krafan um loftgæði er hvorki húmbúkk né einkaflipp

Loftgæði eru auðvitað lífsgæði og skortur á loftgæðum – ef svo má að orði komast í nafnorðasýkinni – er heilsuspillandi. Tölur virðast benda til þess að loftgæðum hafi hrakað í Reykjavík á síðustu árum. Aukning í bílafjölda virðist hins vegar ekki nema að litlu leyti skýra aukna svifryksmengun.

Ferðaþjónustu fórnað í von um gott leikhúsár, sem kom svo ekki

Það er ekkert sanngjarnt við þetta ástand. Ekki nokkuð. Það er ekki sanngjarnt að tónlistamaðurinn geti ekki haldið tónleika, það er ekki sanngjarnt að leiðsögumaðurinn geti ekki farið með um bæinn og það er ekki sanngjarnt að veitingamaðurinn geti ekki eldað mat.

Af veirum og vöðvabólgum

Klukkan var rétt rúmlega tvö og ég í miðju verkefni þegar að síminn hringdi. Tónlistin í heyratólunum mínum þangaði og gervileg kvenmannsrödd með bandarískum hreim reyndi sitt besta að segja Klatratræet sem er alveg einstaklega danskt orð

Tækifærin í lægðinni

Nú þegar fækkun ferðamanna hefur sett mark sitt á Reykjavíkurborg er tilvalið að endurhugsa miðborgina með þarfir íbúa í huga. Svæðið þarf að þróa sem áfangastað bæði íbúa og ferðamanna – svæði sem þjónar þörfum ferðaþjónustu og borgarbúa – aðdráttarafl sem auðgar líf bæði innlendra sem erlendra gesta. Tækifærið er núna.

Græðum þetta land

Við Íslendingar horfumst í augu við það að geta kannski ekki uppfyllt skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsáttmálanum með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og afleiðingum fyrir náttúruna. En við eigum í handraðanum ónýttan bjargráð. Stóraukna landgræðslu með þátttöku viljugs almennings og undraplöntu sem þráir ekkert annað en að græða upp landið okkar með ofurhraða.