Á fjórum árum hefur þetta mál, skipan dómara við Landsrétt, farið í gegnum dómnefnd hér heima, ráðherra, Alþingi, embætti forseta Íslands og svo Hæstarétt og loks út til Strassborgar og nú endaði þetta hjá yfirrétti dómstólsins. Þótt málið sé flókið og heilmikil langloka, þá er nú einu sinni samkomubann og ég ætla því að freista þess að fara í gegnum það, hvernig það byrjaði, hvar það er nú og hvernig þetta endurspeglar í raun og veru undirliggjandi ágreining um hver eigi að skipa dómara.
