Einkaframtakið færði okkur bóluefnið

Hinn augljósi slagkraftur einkaframtaksins í þessu verkefni fer væntanlega ekki framhjá neinum, og allra síst þeim sem fara með ábyrgð á heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Jólin eru ákveðinn tími

Ég er eins og klukka þegar dimma tekur á hverju ári. Um leið og haust verður nógu dimmt og kalt svo byrja megi að kalla haustið vetur, þá fæ ég einhverja ónotatilfinningu.

Bólusetja, búið, bless!

Þegar markmið Sameinuðu þjóðanna er að bólusetja fimmtung heimsbyggðarinnar, þá hljómar það svolítið eins og forréttindafrekja að hneykslast yfir því að ekki sé búið að tryggja öllum íslendingum bóluefni fyrir páska. En væntanlega verður þetta þannig, venju samkvæmt. Forréttindaþjóðirnar, þar á meðal við, munu tryggja sér bóluefni fyrir áttatíu prósent íbúanna á meðan þriðjaheimslöndin bólusetja tuttugu.

Að vesenast á aðventu og jólum

Sagan segir að þegar séra Baldur í Vatnsfirði flutti guðspjallið á jóladag eitt árið hóf hann lesturinn með þessum orðum: En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina – hér leit klerkurinn upp úr bókinni góðu horfði yfir söfnuðinn og sagði: Þið þekkið framhaldið. Og […]

Kveikt er ljós við ljós – burt er sortans svið

Þegar allt kemur til alls eru hefðirnar nefnilega ekki eins óumbreytanlegar og við viljum vera að láta og það sama á við um jólin. Þau koma alltaf þótt umgjörðin breytist enda ljómar perlan þótt skelin brotni.

Er tími Vatnsberans að renna upp?

Það slær ekki vandamálum mannkyns á frest að minna sig á smæð okkar í hinu stóra samhengi hlutanna, en það getur minnt okkur á að það sé ef til vill óhætt að leyfa sér að njóta þess ævintýris að fá að lifa—hvort sem það er á tímum kórónaveirunnar eða vatnsberans, þótt hið síðarnefnda hljómi vissulega meira spennandi.

Skötuboðið

Þegar ég ólst upp var hápunktur jólahátíðarinnar Þorláksmessa. Jú, ég fékk ekki pakka en það var kvöldið sem hús foreldra minna fylltist af vondri lykt, en vinum og hlátri.

Koma ljóssins

Í dag eru vetrarsólstöður og stysti dagur ársins. Nú þegar jólaundirbúningurinn nær hámarki getum við litið framtíðina björtum augum og fagnað því að birtustundum fjölgi.

Að leggjast í híði

Vissulega hefur mannkynið þróast mikið á 400 þúsund árum. Forfeður okkar gátu til dæmis ekki horft á Netflix, eða pantað pizzur—en á þessum vetri er ekki annað hægt en að gráta þá afturför í þróunarsögunni að geta ekki einfaldlega komið sér fyrir á huggulegum stað og beðið einhvern traustan um að stugga aftur við manni þegar búið er að koma á hjarðónæmi.

Árið í orðum

Tuttugasta og þriðja útgáfuári Deiglunnar lauk í kvöld þegar Orðunefnd Deiglunnar veitti viðurkenningar fyrir afrek Deiglupenna á árinu sem nú er senn liðið.

Hvers vegna er staða Íslands sterk í jafnréttismálum?

Þegar lög um fæðingarorlof voru sett fyrir 20 árum var litið til Íslands fyrir framsækna jafnréttislöggjöf. Árangur Íslands í jafnréttismálum náðist fram með markvissum aðgerðum og lagasetningu um það að stuðla að, tryggja og verja jafnrétti. Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug og […]

Upprisa jólakortsins

Nú fara í hönd ein sérkennilegustu jól sem flest okkar hafa upplifað. Fólk er beðið að halda sig innan í svokallaðri “jólakúlu” sem felur í sér að við hittum bara tíu nánustu ástvini yfir hátíðirnar. Þessar aðstæður gefa okkur hins vegar gullið tækifæri á að hefja aftur til vegs og virðingar gamlan sið sem hefur […]

Hæfileikar og tækifæri

Það þarf nefnilega aðeins einn skólastjóra til að breyta lífi. Einn kennara. Einn áhrifavald í lífi barns. Áhrifavald sem sér hæfileikana og eflir barnið til að þroska færnina áfram. Það þarf bara einn áhrifavald til að breyta lífi.

Villuljós og vinnuleit

Þótt á móti blási í efnahagsmálum um þessar mundir er það engin lausn að hverfa aftur til vondra hugmynda um ríkisafskipti og ríkisvæðingu atvinnulífs til að fjölga störfum.

Páskaleg jól

Páskarnir eru að mínu mati ein besta hátíð ársins. Á páskunum hittirðu bara þinn innsta kjarna, þú borðar góðan mat og það er lítið sem ekkert um veisluhöld. Það er engin krafa á páskum að gera eitt eða neitt, þegar mætt er til vinnu eftir páska er aðallega spurt hvort þú hafir náð að hvílast […]

Hvar er (kapítalíski) Draumurinn?

Það ætti nefnilega að vera góð tilfinning að vita að framleiðslan er ekki alltaf hluti af dulúðlegum alþjóðlegum auðhringum sem nota mátt sinn til að reisa girðingar gegn samkeppni, heldur drifin áfram af ósköp hversdagslegri kapítalískri græðgi heimafólks í samkeppni við fjölmarga aðra litla gráðuga kapítalísta.

12/12

Eftir 10 daga rennur upp fyrsti dagurinn í nokkuð langan tíma sem er lengri en dagurinn á undan. Þótt daginn eigi enn eftir stytta og mesta svartnættið sé ennþá fyrir höndum þá er viðsnúningurinn, viðspyrna tilverunnar, ekki langt undan. Þótt sú tilfinning sé pistlahöfundi framandi þá er aðdragandi jólanna mörgum mikið gleðiefni. Það er með […]

Hvernig svafstu?

Það er B-týpa sem skrifar. Elskar að sofa og morgnarnir geta verið afskaplega erfiðir. En mögulega hefur þetta ekkert með týpuna að gera. Kannski er ekki nægilega næringarríkur matur borðaður. Mögulega er horft of mikið á skjáinn á símanum, átölvuna eða bara á sjónvarpið. B-týpan er mögulega stressuð eða með áhyggjur. Þetta hefur vissulega líka […]

Everybody has a plan, until they get punched in the mouth

Það er góður siður í upphafi hverrar áætlunargerðar að gera ekki ráð fyrir neinu öðru en að planið muni í öllum tilvikum, af ástæðum sem öllum mega vera ljósar eða enginn gat gert sér í hugarlund, fara algjörlega út um þúfur.

Íhaldsami úrbanistinn

Innviðir eru eitt óumdeildasta orð íslenskunnar. Í heimi þar sem fjöldi mála eru flókin, margvíð og vekja heitar tilfinningar þá er oft gott að hlaupa í hlýjan faðm innviða þar sem allir eru sammála um að inniviðir séu góðir og það sé alltaf góð hugmynd að byggja mikið af innviðum. Meiri innviðir = betra líf.