Fólk getur rölt inn í matvöruverslun á sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu á sunnudegi og gripið með sér brúsa af vínberjaþykkni, víngeri og öllum nauðsynlegum hráefnum til víngerðar. Ólíklegt er að margir stoppi gerjunina við 2 prósentin og japli á dísætum vínberjadjús. Þetta er selt til að búa til vín.
Til eru búðir sem selja allar nauðsynlegar vörur til að framleiða vín og bjór. Fólk heldur uppi Facebook-síðum og skiptist á uppskriftum. Tímaritin taka viðtöl og birta á lífsstílssíðum þar sem enginn skammast sín fyrir neitt. Áhugafólk um þetta hobbý myndar félög hittist reglulega á fundum og skiptist á framleiðslunni.
En samt er þetta bannað. Eflaust með hinum þungavigtar-“lýðheilsurökum”. Og ekki skemmir fyrir að einföld lagafyrirmæli auðvelda alltaf lögregluyfirvöldum verkefnið. Ekki þarf að rannsaka hvort og hverjum sé verið að selja vöruna þegar fram framleiðslan sjálf er lögbrot.
Rétt eins og í svo mörgu öðrum lögum tengdum áfengi þá skerum við okkur algjörlega úr. Bruggun á áfengi til einkanota (með gerjun) er alls staðar lögleg á Vesturlöndum nema á Íslandi og í Færeyjum. https://en.wikipedia.org/wiki/Homebrewing#Legality. Hún er ólögleg í Íran og Malasíu.
Frumvarp um að breyta þessu liggur fyrir þinginu. Þetta þarf ekki að vera eitt af þessum frelsismálum sem dúkkar upp sem hobbýmál þingmanna svo áratugum skiptir. Það má stundum líka bara kjósa um mál og klára þau. Þetta ætti að vera sjálfsagt þannig mál.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021