Reykjavíkurborg hvetur (skikkar) íbúa sína til þess að fá sér aukatunnur til þess að stuðla að umhverfislegum ávinningi. Að vísu er það svo að flokkun úrgangs er beinlínis hagkvæmari þar sem það kostar meira að meðhöndla óflokkaðan blandaðan úrgang en flokkaðan.
Þegar barnið mitt mætti aftur á leikskólann í byrjun árs vorum við foreldrar minnt á styttingu vinnuvikunnar, en allt starfsfólk þar mun nú vinna 10% færri stundir samkvæmt kjarasamningum síðasta árs. Skólastjórnendum er ætlað að framfylgja breytingunni án þess að henni fylgi fjármagn og því verður ekki ráðið inn starfsfólk í stað þess starfsmannatíma sem minnkar með þessu. Þeir eru uggandi yfir því að þetta þýði skerta þjónustu fyrir börnin í borginni, þjónustu sem nú þegar er skert verulega undir fölskum formerkjum eins og ég hef háður skrifað um hér á Deiglunni.
Af nógu er að taka fyrir okkur óánægða borgarbúa. Það er tvöfaldur ávinningur af því að flokka úrgang og það er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og jafnræðismál að leikskólamál séu í lagi. Er til of mikils mælst að Reykjavíkurborg einbeiti sér að því að sinna lögbundnum skylduverkefnum sínum sómasamlega?
Útsvarið í Reykjavík er í hæstu hæðum. Um áramótin tóku í gildi skattalækkanir hjá landsmönnum sem munu gagnast tekjulægri einstaklingum mest. Þeir munu þó áfram greiða fullt útsvar í Reykjavík og svo auðvitað aukalega fyrir alla þjónustuna sem borgin sinnir ýmist ekki eða illa.
- Besta hátíðin - 9. apríl 2023
- Lýðræðið mun sigra - 2. júlí 2021
- Norræn vídd í varnarsamstarfi - 29. júní 2021