Af og til eru sóttvarnaryfirvöld kröfð svara hvers vegna þau leggi ekki ofuráherslu á grímur. „Á ekki löngu búið að vera skylda alla til að nota grímur, spyrja blaðamenn?“ Fagfólkið horfið hvert á annað. Byrjar að reyna að svara. „Þetta gekk vel í vor. Þá var enginn með grímu.“
Þessi pistill fjallar ekki um það að grímur virki ekki. Ég mun ekki tala niður grímur sem einstaklingsbundna sóttvörn. Þegar sjúkdómur berst með dropum í lofti er nokkur augljóst að rétt notaðar grímur gera gagn. Hann fjallar um það hvort það kunni að vera einhverjar neikvæðar afleiðingar af því, fyrir heildina, að leggja ofuráherslu á grímunotkun.
Notum stutta dæmisögu og beitum aðferðum leikjafræðinnar. Ímyndum okkur að andlitsgrímur hafi ekki enn verið fundnar upp. Það er faraldur í gangi. Reykvíkingurinn Halli er að meta hvort hann eigi að kíkja á pöbbinn eða vera heima. Hann stendur sem sagt frammi fyrir eftirfarandi ákvörðun:
Ef Halli verður heima gerist ekkert. Hvorki skemmtilegt né leiðinlegt.
Ef Halli fer á Pöbbinn eru 50% líkur á að hann smitist. Þá lendir hann í 14 daga sóttkví sem er glatað. En ef hann smitast ekki þá fær hann einn skemmtilegan dag á pöbbnum. Svona lítur ákvarðanatafla Halla út:
Halli ákveður augljóslega að halda sig heima.
En nú gerast þau stórmerki að einhver finnur upp andlitsgrímuna! Andlitsgríma bætir við nýjum möguleika í ákvarðanatöfluna hans Halla:
Gríman minnkar smithættu um 90%. Nú eru einungis 5% líkur á að Halli smitist ef hann fer á pöbbin:
Skyndilega er áhættan af því að fara á pöbbinn orðin ásættanleg. Kostirnir vega upp gallana. Halli skellir sér. Auðvitað hugsa ekki allir eins og Halli. En ef einhverjir gera það þá fjölgar smitum. Fólk sem hefði haldið sig heima fer út en „er bara með grímu“. Rökrétt áhættumat eins manns leiðir nú til allrataps.
Við þekkjum örugglega mörg svona samtöl. Eigum við að sleppa þessum fundi? Og þá segir einhver: En hvað með að segja öllum að vera með grímu?
Ef að halda faraldrinum niðri þá hef ég trú á þeirri aðferð að lágmarka fjölda samskipta sem við eigum hvort við annað. Það er nokkuð pottþétt leið. Ég skil af hverju sóttvarnaryfirvöld leggja meiri áherslu á hana en allsherjargrímunotkun.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021