Pistlahöfundur fór með bíllinn sinn á verkstæði í mánuðinum. Biðtíminn eftir viðgerðinni var nokkrar vikur. Reikningurinn yfir hundrað þúsund eins og gengur og gerist. Þjónustufulltrúinn upplýsti að maður gæti fengið virðisaukaskattinn af vinnunni endurgreiddan.
Það er ekki óeðlilegt að bregðast við kreppum með tímabundnum örvunaraðgerðum. Alls ekki. Maður veltir því samt fyrir sér hve markviss svona skattgjöf vegna iðnaðarvinnu sé. Maður upplifir ekki að biðtími eftir iðnaðarmanni hafi minnkað í kreppunni, nema síður sé. Kann að vera að verið sé að örva hluta vinnumarkaðar sem þegar er þaninn? Ef svo er ætti að hætta því.
Meðgjöfinn sem ég pistlahöfundur fær vegna viðgerðarinnar er hærri en ferðagjöfin. Ef fólk ræðst í meiriháttar framkvæmdir á heimilum er hún margfalt hærri. Samt er ekkert í faraldrinum sem beinlínis hamlar iðnaðarstörfum. Málari getur málað jafnmikið og áður en veitingamaðurinn getur afgreitt mun færri en hann gat áður. Skemmtikrafturinn getur ekki haldið tónleika.
Hér er ekki lagt til að hlaupið sé til og tap allra leiðrétt alltaf, markaðurinn verður að finna út úr þessu til lengdar, en maður spyr sig hvort það sé ekki aðeins of mikið látið eins og við lifum í heimi þar sem flestir hafa viðurværi sitt af því að moka mold og slá á nagla með hamri.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021