Fyrsti maí í ár snerist að mörgu leyti um málefni innflytjenda og erlends verkafólks. Í Bandaríkjunum, þar sem venjulega er haldið upp á verkalýðsdag á haustin, var áformað að þúsundir ólöglegra innflytjenda mundu leggja niður störf til að krefjast meiri réttinda. Í dag rann rann einnig út fyrsti aðlögunarfrestur ESB vegna verkafólks frá átta nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins.
ESB-löndin gömlu þurftu því aftur að taka afstöðu til þess hvort þau vildu opna landið fyrir nýju fólki eða ekki. Spánn, Grikkland, Portúgal og Finnland kusu að gera svo og nokkur önnur ríki, gerðu tilslakanir á hömlunum. Frakkland, Þýskaland, Ítalía og nokkur önnur lönd hyggjast þó að öllum líkindum halda vinnumörkuðum sínum læstum í fimm ár til viðbótar. Þetta eru slæmar fréttir, líklegast verstar fyrir ríkin sjálf, en nýlegar rannsóknir í Bretlandi benda til að ávinningur Breta af opnun vinnumarkaðarins fyrir tveimur árum hafi verið ótvíræður.
Á Íslandi var tekin sú frábæra ákvörðun að opna vinnumarkaðinn, reyndar ekki alveg alveg fullkomlega, sem sagt ekki verður nauðsynlegt fyrir Austur-Evrópubúa að sækja um sérstök atvinnuleyfi en þeir munu þó þurfa að senda ráðningarsamninga til Vinnumálastofnunar. Eitthvað þurfa opinberir starfsmenn að hafa að fyrir stafni.
Sem betur fer var fremur almenn samstaða um málið á Þingi, en sumir vildu þó fresta því til skemmri og lengri tíma, með þeim rökum „að málið væri ekki nógu vel undirbúið“. Margir sem þannig töluðu kváðust bera hagsmuni útlendingana fyrir brjósti og óttast að íslenskir kjarasamningar verði brotnir. Það er í sjálfu sér engin ástæða til að draga einlægni þeirra áhyggja í efa, en það er kannski svolítil skrítin hugulsemi að hindra fólk í því flytja að flytjast hingað og bæta sinn hag, vegna þess að einhverkunni að reyna að misnota sér það.
Vonandi að um sé að ræða fyrsta skrefið í nýrri utanríkis- og útlendingastefnu Íslendinga. Opnun landsins fyrir duglegu og menntuðu verkafólki gæti orðið mikill vaxtarbroddur fyrir þjóðfélagið. Þessu nýja fólki, sem og hinum íslensku verkamönnum sem fyrir eru óska ég innilega til hamingju með daginn.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021