Fyrr í þessum mánuði kom út skýrsla nefndar um málskostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. En nefndin var skipuð af dómsmálaráðherra og var henni ætlað að skoða sakarkostnað í opinberum málum og réttaraðstoð. Segir í skýrslunni að undanfarin ár hafi málskostnaður í opinberum málum aukist um 50%, eða sem nemur um 150 m.kr. árlegum útgjöldum, og kostnaður við opinbera réttaraðstoð um 105%, eða sem nemur um 110 m.kr. árlegum útgjöldum. Ennfremur segir að þessi mikla aukning hafi verið til umfjöllunar milli ráðuneyta dómsmála og fjármála og í fjárlaganefnd síðustu árin því ljóst að svo mikill útgjaldavöxtur í hvaða málaflokki sem er hlýtur á endanum að valda erfiðleikum og þrengja að útgjaldasvigrúmi viðkomandi ráðuneytis. Því var nefndinni falið að leita leiða til að stemma stigu við þessari útgjaldaaukningu.
Þegar skýrslan er nánar skoðuð kemur ýmislegt í ljós. Ber það helst að nefna tillögur um breytingar á þóknun réttargæslumanna brotaþola. Réttargæslumenn eru tilnefndir af lögreglu ef rannsókn beinist að kynferðisbroti, manndrápi, líkamsmeiðingum og frelsisskerðingu manna. Einnig eru réttargæslumenn skipaðir ef brotaþoli er yngri en 18 ára.
Ýmsar tillögur eru bornar fram í skýrslunni til dæmis um gerð sérstaks rammasamnings við lögmenn um þóknun þeirra, þar myndi ráðherra ákveða grunngjald og svo myndu lögmenn gera tilboð um hversu mikinn afslátt þeir gæfu af grunngjaldinu. Önnur leið væri að framkvæmdarvaldið hefði forræði í ákvörðun um þóknun fyrir verjenda og réttargæslustörf. Nefndin taldi að ekki væri hægt að fara að óbreyttum hætti þó lögregluembættin færu með gagnrýnum hætti yfir reikninga lögmanna.
Þessi sparnaðarleið verður til þess að þeir hæfu lögmenn sem hafa valist í þetta starf gegnum árin, sjá sér ekki hæft að starfa undir þessum kringumstæðum. Þetta eru algjörlega óásættanlegt fyrir kerfið í heild þar sem þetta bitnar á þeim sem minnst mega sín. Þóknanirnar eru í algjöru lágmarki og það að ætla að lækka þær enn frekar mun leiða til þess að lögmenn sjái sér ekki fært að taka þessi mál að sér. Afleiðingar þessa sparnaðarleiða verður að öllum líkindum sú að þeir efnameiri munu koma til með að fá sér lögmann sjálfir til að sjá um réttargæslu. Þetta er því ekki æskileg þróun í samfélagi okkar þar sem bilið milli þeirra efnameiri og efnaminni er sífellt að aukast.
- Áður en ég dey… - 10. júlí 2008
- Góðmennskan og hjálpsemin uppmáluð í 80 ár - 25. júní 2008
- Öfgar og áróður - 12. apríl 2008