Íslensku tónlistarverðlaunin 2005

Í kvöld verða Íslensku tónlistarverðaunin afhent í tólfta sinn. Tilnefningarnar skiptast í átján flokka og getur almenningur valið flytjanda ársins í netkosningu. Verðlaunahátíðin hefur þróast mikið frá því að hún hóf göngu sína árið 1993 og nýtur nú virðingar og vinsælda hjá almenningi. Hér verður sögu hátíðarinnar og tilnefningunum í ár gerð skil.

Íslensku tónlistarverðlaunin hafa vaxið jafnt og þétt frá því að þau voru fyrst afhent í núverandi mynd árið 1993. Í upphafi var verðlaunahátíðin meira eins og árshátíð fárra úr tónlistariðnaðinum, en með tímanum hafa vinsældirnar aukist og virðingin fyrir þeim sömuleiðs. Í dag fylgist fjöldi fólks með aðdraganda þeirra og úrslitum enda gefst almenningi kostur á að hafa áhrif á ákveðna flokka. Þannig er flytjandi ársins valinn með netkosningu og rétt er að taka það fram að hægt er að kjósa til kl. 12:00 í dag.

Það vekur athygli að ólíkt öðrum verðlaunum svo sem Íslensku bókmenntaverðlaununum, að þá er það stór hópur fagfólks sem hefur kosningarétt eða um 2000 manns. Þeir sem hafa kosningarétt eru meðlimir í Samtóni sem saman stendur af félagsmönnum STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar og SHF, sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Þessi hópur ræður úrslitum í öllum flokkum nema þeim sem ákveðinn er með netkosningu.

Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra en hann hlaut fern verðlaun í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn. Þeir sem eru áhugasamastir um íslenska tónlist hafa legið yfir tilnefningunum í ár frá þvi að þær voru kynntar og reynt að geta sér til um úrslitin. Fyrir þá sem hafa þörf til að svala þessum áhuga er bent á veðbanka þar sem hægt er að setja inn spá fyrir úrslit í öllum flokkum.

Verðlaunahátíðin í ár virðist vera með svipuðu sniði og í fyrra en á hverju ári hafa nýjungum verið bætt við. Fyrsta árið voru veitt verðlaun í flokki popp- og rokktónlistar, ári síðar bættist djass við og árið 1995 voru fyrst veitt verðlaun í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Á síðasta ári var í fyrsta sinn veitt verðlaun til björtustu vonarinnar í flokki sígildrar- og samtímatónlistar og besta plötuumslagið. Hið síðastnefnda var sérstaklega kærkomin viðbót enda hafa flestir skoðanir á útltiti plötunnar, óháð því hve mikið vit viðkomandi hefur á tónlist.

Sjónvarpið mun sýna frá hátíðinni í kvöld og eflaust munu fjölmargir fylgjast með. Það er kærkomið tækifæri að fylgja tónlistarárinu úr garði og gera upp afrakstur þess.

Hér eru tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2005.

Sígild og samtímatónlist:

Hljómplata ársins

ENTER eftir Atla Ingólfsson

CAPUT og Arditti kvartettinn flytja

Frá Strönd til fjarlægra stranda

Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal

Fiðlan á 17. öld

Jaap Schröder leikur á fiðlu

Hvert örstutt spor (Bestu lögin 1975-2005)

Diddú syngur

Monologues-Dialogues

Rúnar Óskarsson leikur íslenska bassaklarinettutónlist

Flytjandi ársins

Íslenska óperan

– fyrir flutning á Tökin hert eftir Benjamin Britten.

Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari – fyrir frábæran árangur

á viðburðaríku ári, jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi.

Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari

– fyrir störf sín sem konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og glæsilegt

tónleikahald á árinu, þ.á.m. flutning á öllum sónötum Ludwigs van Beethoven,

fyrir fiðlu og píanó, ásamt Gerrit Schuil.

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari

– fyrir glæsilega debúttónleika á árinu og frábæran píanóleik með

Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og

Blásarakvintett Reykjavíkur.

Þórunn Björnsdóttir og Skólakór Kársness

– fyrir frábært starf á undanförnum árum og þátttöku

í tónlistarviðburðum á árinu, þ.á.m. flutningi á Bergmáli þeirra Sjóns,

Ragnhildar Gísladóttur, Stomu Yamash´ta og Barna- og kammerkórs

Biskupstungna á Listahátíð í Reykjavík og Expo

heimssýningunni í Japan.

Tónverk ársins

Adoro te devote – Hugi Guðmundsson

Ardente – Haukur Tómasson

Drottinn er styrkur minn – John Speight

Sónata fyrir flautu og píanó – Atli Heimir Sveinsson

Tvær tokkötur – Þorsteinn Hauksson

Popp

Hljómplata ársins

Ampop – My Delusions

Emilíana Torrini – Fisherman’s Woman

Hjálmar – Hjálmar

Ragnheiður Gröndal – After the Rain

Jónsi – Jónsi

Rokk/jaðartónlist

Hljómplata ársins

Ég – Plata ársins

Daníel – Swallowed a Star

Kimono – Arctic Death Ship

Sigur Rós – Takk

Trabant – Emotional

Dægurtónlist:

Hljómplata ársins

Baggalútur – Pabbi þarf að vinna

Bubbi – Ást/…Í 6 skrefa fjarlægð frá paradís

Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar – Ég skemmti mér

Ingibjörg Þorbergs – Í sólgulu húsi

Orri Harðar – Trú

Ýmis tónlist:

Hljómplata ársins

Benni Hemm Hemm – Benni Hemm Hemm

Björk – The Music from Drawing Restraint 9

JFM – Piano

Schpilkas – So long Sonja

Stórsveit Nix Noltes – Orkídeur Hawaí

Flokkarnir popp, rokk/jaðartónlist, dægurtónlist og ýmis tónlist deila með sér eftirfarandi verðlaunum:

Flytjandi ársins

Dr. Spock

Hjálmar

Sigur Rós

Stuðmenn

Trabant

Lag og texti ársins

Baggalútur – Pabbi þarf að vinna

Bubbi – Ástin mín

Sálin hans Jóns míns – Undir þínum áhrifum

Emilíana Torrini – Sunnyroad

Ég – Eiður Smári Guðjohnsen

Söngkona ársins

Emilíana Torrini

Hildur Vala

Ragnheiður Gröndal

Ragnhildur Gísladóttir

Regína Ósk

Söngvari ársins

Bubbi

Daníel Ágúst Haraldsson

Stefán Hilmarsson

Jón Þór Birgisson

Jón Jósep Snæbjörnsson

Djasstónlist:

Hljómplata ársins

Cold Front – Cold Front

Kvartett Arne Forchhammer – Kvartett Arne Forchhammer

Kvartett Sigurðar Flosasonar – Leiðin heim

Kristjana og Agnar – Ég um þig

Ziegler-Scheving kvintettinn – Ziegler-Scheving kvintettinn

Flytjandi ársins

Cold Front

Flís

Jón Páll Bjarnason

Kvartett Sigurðar Flosasonar

Stórsveit Reykjavíkur

Lag ársins

Agnar Már Magnússon – Ég um þig

Cold Front – Cold Front

Eyjólfur Þorleifsson – Ég leitaði þín

Sigurður Flosason – Stjörnur

Sigurður Flosason- Leiðin heim

Önnur verðlaun:

Myndband ársins

Ampop – My Delusions

Brúðarbandið – Brúðarbandsmantran

Emilíana Torrini – Sunnyroad

Ég – Kaupiði plötu ársins

Sigur Rós – Hoppípolla

Plötuumslag ársins

Benni Hemm Hemm – Benni Hemm Hemm

Hermigervill – Sleepwork

Hudson Wayne – The Battle of the Bandidos

Sigur Rós – Takk

Trabant – Emotional

Bjartasta vonin

Ampop

Baggalútur

Benni Hemm Hemm

Garðar Thór Cortes

Jakobínarína

Frekari upplýsingar um Íslensku tónlistarverðlaunin má finna hér og skoða meðal annars tilnefningar og úrslit í öllum flokkum frá árinu 1993.