Srebrenica

Í Balkanskagastríðinu var Srebrenica múslímsk borg í miðju serbnesku sveitahéraði. Var hún ein af sex borgum sem hafði verið friðlýst af Sameinuðu þjóðunum í apríl 1993 með ályktun öryggisráðsins nr. 819. Var fólkinu sem var innan svæðisins með því gefið loforð um að alþjóðalög og alþjóðahersveitir myndu vernda það.

Í Balkanskagastríðinu var Srebrenica múslímsk borg í miðju serbnesku sveitahéraði. Það hefði kannski verið skynsamlegt að flytja alla íbúa borgarinnar í burtu en á sínum tíma taldi alþjóðasamfélagið að með því væri verið að verðlauna Bosníuserba fyrir grimmdarverk sín. Þess í stað, að tillögu Rauða Krossins, var Srebrenica ein af sex borgum sem var friðlýst af Sameinuðu þjóðunum í apríl 1993 með ályktun öryggisráðsins nr. 819. Var fólkinu sem var innan svæðisins með því gefið loforð um að alþjóðalög og alþjóðahersveitir myndu vernda það.

Upprunalega gerðu Sameinuðu þjóðirnar ráð fyrir því að 34.000 hermenn þyrfti til að gæta þessara svæða en þegar á reyndi bauð engin þjóð fram hermenn í þetta verkefni. Á endanum var 7.400 manna liði smalað saman og deilt niður á þessi sex svæði. Var Srebrenica undir verndarvæng friðargæslusveitar frá Hollandi og blakti fáni Sameinuðu þjóðanna yfir borginni.

Serbnesk sókn

Þann 6. júlí 1995 hóf her Bosníuserba sókn gegn Srebrenica. Af því tilefni kom Ratko Mladic hershöfðingi fram í viðtali við serbneska sjónvarpið. Var viðtalið tekið á hæð fyrir ofan Srebrenica og var borgin í baksýn. Mladic horfði yfir borgina en snéri síðan höfðinu í átt að myndavélunum og sagði:

Munið að á morgun er afmæli þess að við risum upp gegn Tyrkjunum. Það er kominn tími til að við hefnum okkar á múslimunum.

Réðst her Bosníuserba á stöður friðargæsluliðana og braut fljótt vörn múslima á bak aftur. Óskaði Ton Karremans, yfirmaður friðargæsluliðsins í borginni þá ítrekað eftir loftárásum NATO til að stöðva árásina. Beittu hollensk stjórnvöld og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna neitunarvaldi á það að NATO myndi gera loftárásir á sveitir Serbanna. Var það vegna hræðslu um að friðargæsluliðarnir yrðu teknir til fanga eða að sveitin myndi verða fyrir mannfalli. Voru því líf friðargæsluliða enn á ný metin hærri en fólksins sem þeir áttu að vernda.

Borgin fellur

Tóku Bosníuserbar bæinn auðveldlega þann 11. júlí 1995 án þess að friðargæsluliðarnir eða NATO gerðu nokkurn skapaðan hlut. Stóðu hollensku friðargæsluliðarnir aðgerðarlausir á meðan Serbarnir, undir stjórn Ratko Mladic, smöluðu saman öllum 8000 múslímskum drengjum og mönnum á aldrinum 12 til 60 ára, settu þá um borð í rútur og óku þeim á brott. Restin af fólkinu, 23.000 konur, börn og eldri menn voru flutt annað. Eru ljóst að hluti hollensku friðargæsluliðanna hjálpuðu Serbunum við þessar aðgerðir.

Það eru til fréttamyndir frá Serbneska ríkissjónvarpinu frá því þegar Ratko Mladic stendur glaðhlakkandi fyrir framan taugaveiklaðan Ton Karremans eftir að borginn hafði fallið og blæs sígarettureyk framan í hann í af mikilli fyrirlitningu. Ton Karremans varð síðan friðargæslunni til ævivarandi skammar með því að skála við Mladic í kampavíni á meðan rúturnar með fólkinu keyrðu í burtu.

Blóðbaðið byrjar

Það kom á daginn að Serbarnir höfðu planað fyrirfram, allt frá rútum til hinstu hvílu. Rúturnar óku drengjunum og karlmönnunum að nærliggjandi ökrum þar sem hermdarverkarsveitir hers Bosníuserba bíðu og voru þegar búnir að grafa fjöldagrafir. Voru fangarnir leiddir með hendur bundar fyrir aftan bak, tíu í senn út á akurinn þar sem aftökusveit beið. Voru þeir þar skotnir. Er talið að allt að 1200 manns hafi verið drepnir á einum klukkutíma sem er tölfræði sem Auschwitz getur ekki einu sinni státað af. Voru allir drengir og karlmenn á aldrinum 12 til 60 ára þannig drepnir fyrir utan Srebrenica. Konurnar, börnin og gamalmennin voru flutt á aðra staði í Bosníu þar sem þeirra beið grimmileg meðferð af hálfu Bosníuserba.

Þegar Ratko Mladic var ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu in absentia dró dómari Alþjóðasakamáladómstólsins fyrir Júgóslavíu sönnunargögnin gegn Mladic saman á eftirfarandi hátt:

After Srebrenica fell to the besieging Serb forces in July 1995, a truly terrible massacre of the muslim population appears to have taken place. The evidence tendered by Prosecutor describes scenes of unimaginable savagery: thousands of men executed and buried in mass graves, hundreds of men buried alive, men and women mutilated and slaughtered, children killed before their mothers eyes, a grandfather forced to eat the liver of his own granson.

Eru glæpirnir sem Serbar frömdu í Srebrenica taldir vera verstu stríðsglæpir í sögu Evrópu eftir að Seinni heimstyrjöldinni lauk.

Hetjunum fagnað

Enn hollensku friðargæsluliðarnir voru aldeilis ekki af baki dottnir. Tóku þeir þátt í miklum fögnuði í Zagreb, höfuðborg Króatíu, til að halda upp á að hafa verið kallaðir heim. Var drukkið og sungið fram á rauða nótt og er fullvíst að fjöldaaftökur á skjólstæðingum Hollendingana voru enn í gangi á meðan að fögnuðinum stóð.

Þegar hollensku friðargæsluliðarnir komu heim til Hollands viku eftir blóðbaðið þá var þeim fagnað eins og hetjum. Var verið að fagna því að þeir hefðu snúið heilir á húfi. Er það afar kaldhæðnislegt í ljósi þess að allt fólkið sem þeir áttu að vernda var á þessum tímapunkti statt í fjöldagröfum.

Allt var gert til að þagga málið niður. Hollensku friðargæsluliðarnir skrifuðu undir skjal þar sem fullyrt var að Serbar hefðu komið vel fram við íbúa borgarinnar. Fyrirskipuðu hollensk stjórnvöld algjöra leynd á því sem átti sér stað í borginni og náðu að halda blóðbaðinu leyndu í nokkra mánuði.

Hin raunverulega saga komst að lokum upp á yfirborðið. Í niðurstöðu rannsóknar sem hollensk stofnun (The Netherlands Institute of War Documentation) gerði fyrir Varnarmála- og Utanríkisráðuneyti Hollands kom fram að hollensk yfirvöld kusu frekar að ganga á bak orða sinna og láta þúsundir múslima deyja í stað þess að missa einn hollenskan hermann. Voru Sameinuðu þjóðirnar einnig gagnrýndar harkalega.

Sagði ríkisstjórn Wim Kok af sér árið 2002 í kjölfar útgáfu skýrslunnar.

Latest posts by Andri Óttarsson (see all)

Andri Óttarsson skrifar

Andri hóf að skrifa á Deigluna í mars 2001.