Um launamun og ályktanir

Í nýjasta hefti Þjóðmála fjallar Helgi Tómasson dósent við Háskóla Íslands um launamun kynjanna. Þar fjallar hann um notkun tölfræði í umræðunni og af hverju þurfi að fara varlega í að draga ályktanir af gögnum. Í pistlinum verður rætt um þessa grein og pælingin tekin kannski skrefinu lengra.

Í nýjasta hefti Þjóðmála fjallar Helgi Tómasson dósent við Háskóla Íslands um launamun kynjanna. Þar fjallar hann um notkun tölfræði í umræðunni og af hverju þurfi að fara varlega í að draga ályktanir af gögnum. Í pistlinum verður rætt um þessa grein og pælingin tekin kannski skrefinu lengra.

Mikið af opinberri stefnumótun er byggð á túlkunum á tölfræðiniðurstöðum, hvort sem það eru einföld meðaltöl eða flókin spálíkön Hafrannsóknarstofnunar. Greining á gögnum krefst oft flókinna líkana og þá þarf að fara varlega í að draga ályktanir af niðurstöðunum og gera það af kunnáttu.

Í umræðu um stefnumótun er allt of algengt að fólk slengi fram tölum með upphrópunum eins og “Konur eru að meðaltali með x % lægri laun en karlar!!!” og dragi af þeim ályktanir líkt og “Konur fá x % minni laun en karlar, bara fyrir að vera konur!!!” sem ekki standast þegar betur er að gáð.

Það segir sig sjálft að bera þarf saman konur og karla sem eru svipuð að öðru leiti. Helgi fjallar í greininni um þá hættu þegar samanburður er gerður án þess að taka mið af þeim þáttum sem hafa áhrif á laun og tekur sem dæmi ef laun eru skoðuð með tilliti til menntunar, stöðu og kynferðis:

Þá gæti komið í ljós kynbundinn launamunur þegar tekið er tillit til menntunar og stöðu. Ef einnig er tekið tillit til starfsreynslu:

þá gæti niðurstaðan verið allt önnur. Það sjá það allir að starfsreynsla hefur áhrif á laun en samt kemur ótrúlega oft fyrir að fólk slær upp samanburði á hópum án þess að gera ráð fyrir augljósum atriðum eins og þessu. Af grein Helga er ljóst að hann telur að ekki sé hægt að álykta að hér á landi sé umtalsverður launamunur milli kynja, en orðrétt segir hann:

Það er ljóst að hugsanlegt misrétti milli kynja eða kynþátta getur ekki skipt mörgum prósentum.

Þrátt fyrir þessa tilvísun er ekki ætlunin hér að leggja mat á hvort eða hve mikið kynbundið launamisrétti sé hér á landi heldur einmitt að leggja áherslu á hversu vandmeðfarið það getur verið að draga slíkar ályktanir.

Þegar rannsóknarfólk greinir gögn sem þessi og skilar skýrslu eru helstu töfræðiniðurstöður birtar og síðan eru ályktanir dregnar í niðurstöðukafla. Það er mikilvægt að fara varlega í að draga ályktanir af tölunum umfram þær sem koma fram í þeim kafla. Ef að í skýrslu kemur t.d. fram að launamunur milli karla og kvenna, að teknu tilliti til ákveðinna þátta, sé x % en höfundarnir draga ekki þá ályktun að um sé að ræða kynbundna mismunum þá er yfirleitt góð ástæða fyrir því. Að draga slíkar ályktanir er flókið mál og rannsakendurnir gera sér grein fyrir því.

Skrefinu lengra

Þessa umræðu mætti kannski taka aðeins lengra. Hvað ef útkoman, þ.e. hvað fólk fær á vinnumarkaði fyrir menntun og reynslu er meira en bara laun?

Einstaklingar velja sér vinnu eftir samninga við atvinnurekanda þar sem báðir aðilar leggja sín spil á borðið. Tilvonandi starfsmaður hefur upp á að bjóða menntun, reynslu, starfsorku og ákveðna hæfileika meðan atvinnurekandinn býður upp á (í mismiklu magni): laun, starfsöryggi, áhugavert starf, vinnu að góðu málefni o.s.fr.v. Það má hugsa sér að einstaklingur með mikla menntun og reynslu hafi heilmikinn „gjaldeyri” þegar kemur að vali á starfi. Fyrir hann getur starfsmaðurinn síðan „keypt” sig inn í vel launað eða sérstaklega áhugavert starf. Oft dugir þessi „gjaldeyrir” fólki þó ekki fyrir bæði sérstaklega áhugaverðu og vel launuðu starfi að góðu málefni þannig á endanum stendur valið milli þess hversu mikla áherslu fólk setur á hvern þátt fyrir sig. Þannig mætti t.d. setja fram tölfræðilíkan svipað og:

Með þessari nálgun væri áhugavert að vita hvort kynbundinn munur væri á því hversu mikla „söluvöru” fólk fengi fyrir sama „gjaldmiðil”.

Lokaorð

Að sjálfsögðu vilja allir sanngjarnir einstaklingar fullt jafnrétti á vinnumarkaði og mikilvægur þáttur í því eru án efa fæðingarorlofslögin sem voru sett fyrir nokkrum árum síðan. Umræðu um stefnumótun, hvort sem fjallað er um launamisrétti eða annað, er hins vegar enginn greiði gerður með upphrópunum á tölfræðiniðurstöðum án þess að gera grein fyrir um forsendurnar sem liggja að baki. Í fyrsta lagi þarf oft flókin tölfræðilíkön og síðan er nauðsynlegt að sameina þekkingu á virkni vinnumarkaða við niðurstöður tölfræðilíkananna til að draga raunhæfar ályktanir.

Latest posts by Snæbjörn Gunnsteinsson (see all)