Hæfileiki Frjálslyndra til að troða kvótamálum í allar umræður er hreint ótrúlegur. Seinasta þriðjudag (20.12) ritaði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, grein í Morgunblaðið um skipan Hæstaréttardómara. Nú mætti halda að þetta væri stórt og mikið mál sem borið gæti heilan pistil. En nei! Auðvitað þurfti þingmaðurinn að koma fiskveiðistjórninni að og hnýta í Hafró í leiðinni.
Í fyrsta hluta greinarinnar „Er útlenskt merkilegra?“, ræðir Sigurjón um nýútkomið álit mannréttindastjóra Evrópuráðsins varðandi skipan Hæstaréttardómara og undrast um leið að meiri umræða hafi skapast um það álit en álit Umboðsmanns Alþingis. Síðan dregur hann í efa að Björn Bjarnason muni bregðast við gagnrýni Umboðsmannsins líkt og Björn segist ætla gera og segir Björn forhertari en Bush í þessum efnum.
Þarna hafði Sigurjóni Þórðasyni, þingmanni Frjálslynda flokksins, tekist að skrifa niður um 300 orð án þess að „fiskur“ kæmi fyrir neinu þeirra. En til allrar hamingju tókst Sigurjóni að gera bót þar á:
Mjúk færsla úr dómstólum yfir í fiskveiði. Glæsilegt hjá Sigurjóni. Í lok greinarinnar segir þingmaðurinn svo loks:
Ég man enn hvernig Frjálslyndum tókst að bókstaflega að skemma seinustu kosningabaráttu með endalausu kvótaþrasi. Allir spjallþættirnirnir í sjónvarpinu, kjördæmaþættirnir og leiðtogaumræðurnar snerust um fisk. Gott og vel, vissulega skiptir sjávarútvegurinn máli en fyrr má nú aldeilis vera! Ég man eftir að þáttastjórnandi spurði eitt sinn fulltrúa flokksins um hvort þeir höfðu engin önnur stefnumál, t.d. í menningarmálum. Fulltrúinn vildi meina að svo væri. Þeir styddu blómlega menningu á landsbyggðinni en til þess þurfti byggð og byggð getur ekki þrifist án… getið þið hvað… kvóta!
Einsmálaflokksflokkar munu alltaf skjóta upp kollinum með reglulegu millibili. En það er nákvæmlega það og ekkert annað sem Frjálslyndir eru. Stefnumál þeirra í öðrum málaflokkum eru nefnilega annað hvort ekki til staðar eða í besta falli handahófskennd. Enda skipta önnur stefnumál kannski ekki miklu máli. Fiskur skal það vera! Ef umræðurnar snúast um eitthvað annað þá skal samt talað um fisk. Fiskur, fiskur, fiskur!
Dæmi um þessa fiskáráttu tillaga Frjálslyndra um að allir Íslendingar myndu hafa rétt á að stunda veiðar á krókbát. Hvaða heimi lifir þetta fólk í? Er þetta það sem skiptir okkur mestu máli? Næsta skref væri hjá Frjálslyndum væri að skylda alla Íslendinga til að stunda fiskveiðar. Þarmeð mundi draumur þeirra rætast. Fiskur yrði sannarlega á allra vörum.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021