Stundum tökum við ákvarðanir sem hámarka ekki nyt okkar til langs tíma |
Að sjálfsögðu er það ekki svo að hagfræðingar geri ráð fyrir því að það hugsi allir rökrétt enda ef svo væri þá þyrftu varla bankar eyða hundruðum milljóna í auglýsingar til þess að sannfæra fólk um að spara peninga.
Til langs tíma þá var einfaldlega talið að það væri einskonar andlegur “hávaði” sem kæmi frá frumstæðari hlutum heilans sem truflaði fólk frá því að hugsa rökrétt.
Samsetning á sálfræðirannsóknum og hagfræðirannsóknum hefur gefið af sér afkvæmið “Hegðunar-Hagfræði” (tilraun til þýðingar á Behavioral Economics) sem leggur til að rannsóknir á því hvað fólk gerir í raun og veru séu að minnsta kosti jafn mikilvægt og að skapa jöfnur sem segja til um það hvað fólk ætti að gera.
Það eru margar aðferðir notaðar til þess að sýna fram á það hversu órökréttar ákvarðanir maðurinn tekur.
Ein er svokallaður “Ultimatum” leikur. Hann er yfirleitt spilaður í skólastofum af tveimur námsmönnum en fólki er frjálst að nota vini sína eða jafnvel eigin börn.
Leikurinn spilast á eftirfarandi hátt:
Leikmaður A fær afhenta 10 dollara (í 10 eins dollara seðlum). Hann má velja hversu mörgum dollurum hann heldur og hversu marga dollara leikmaður B fær. Leikmaður B (sem hefur fullar upplýsingar um reglur leiksins) verður síðan að samþykkja að taka á móti þeim dollurum sem honum býðst til þess að samningurinn gangi eftir. Ef leikmaður B hafnar samningnum þá fá báðir ekkert.
Ef þú ert leikmaður A, hvað er rökréttast að gera til að hámarka þinn eigin hagnað?
Nash jafnvægið* í þessu dæmi er að þú haldir eftir níu dollurum og gefir leikmanni B einn dollara. Þú hámarkar hagnað þinn og leikmaður B hagnast betur á því að fá einn dollara en að fá engann dollara.
Staðreyndin er hinsvegar sú að í meirihluta tilfella þá mun leikmaður B hafna slíkum samning. Eina ástæðan sem rannsakendur geta fundið fyrir þessu er andúð og hefnigirni. Fólk er tilbúið að sleppa ákveðnum hagnaði ef það veit að hann kostar leikmann A umtalsverðan hagnað.
Niðurstaðan í þessum leik er yfirleitt sú að leikmaður A tekur tillit til þess að hann myndi í hlutverki leikmanns B sjálfur hafna samningi þar sem hann fær of lítið í sinn hlut, og þarmeð bjóða því sem næst jöfn skipti. Yfirleitt fjóra til fimm dollara.
* skýrt í höfuðið á John Nash (aðalpersónu „a Beautiful Mind).
- Róleg og aflslöppuð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum - 28. júlí 2021
- Í hvernig umhverfi blómstrar nýsköpun? - 8. júní 2021
- Viðskipti á tímum Covid - 20. maí 2021