Í gær fór fram aftaka í Kaliforníu fylki sem hefur vart farið fram hjá heimsbyggðinni. Maðurinn sem var tekinn af lífi hét Stanley „Tookie” Williams. Hann hafði verið í fangelsi frá árinu 1979 en hann var dæmdur til dauða árið 1981 fyrir morð á fjórum manneskjum. Williams hélt því alltaf fram að hann væri saklaus alveg fram að seinustu mínútunum.
Williams var einn af fjórum stofnendum Crips gengisins heldur sig til í fylkinu en þeir stofnuðu það árið 1971. Crips gengið hefur verið talið mjög hættulegt og eitt ofbeldisfullasta gengið í Kaliforníu. Aðal andstæðingar þeirra voru The Bloods, þeir börðust um völd yfir fíkniefnasölu sem leiddi til dauða hundraða manna. Þrátt fyrir það að hafa verið stofnandi gengisins, hefur Williams helgað seinustu 24 ár ævinnar því að kenna ungmennum sem eru í hættuhóp um hversu hættuleg gengi eru í raun. Til þess að koma boðskapnum til skila skrifaði hann barnabækur um að gengi séu slæm og að ekkert gott leiði af þeim. Williams var tilnefndur nokkrum sinnum fyrir þær til friðarverðlauna Nóbels.
Ríkisstjóri Kaliforníufylkis, Arnold Schwarzenegger, greindi frá ákvörðun sinni á mánudaginn síðastliðinn. Hann neitaði náðun Williams. Schwarzenegger skýrði málið sitt á þennan veg; „Er endurlausn Williams heil og einlæg, eða einfaldlega orðin tóm? Án afsökunar og bóta fyrir þessa tilgangslausu og hrottafengnu morð getur ekki orðið nein náðun.” Schwarzenegger hefur ekki veitt neinum náðun frá því að hann varð ríkisstjóri. Í Kaliforníufylki hafa farið fram 12 aftökur frá árinu 1977 en þá voru dauðarefsingar aftur lögleiddar í Kaliforníu.
Á vefsíðu hjá Réttarstofnunni í Kaliforníu var yfirlýsing um Williams sem í stóð “Eftir 1994 hafði Williams eindregið fest sig í sessi sem leiðtogi af genginu Crips í San Quentin. Fór hann með vald sitt í gegnum undirmenn sína sem komu skilaboðum hans til skila og kláruðu það sem hann vildi.” Þessi klausa í yfirlýsingunni var fjarlægð daginn eftir vegna þess að talsmaður lögreglunnar í Los Angeles sagði að það væru ekki til neinar sannanir um að Williams hefði tekið þátt í ólöglegri gengjastarfsemi.
Maður að nafni Herman Davenport frá Durham hefur eytt síðastliðnum fimm árum að stýra krökkum frá gengjum og að reyna að sannfæra þá sem eru í gengjum að ganga úr þeim. Davenport fékk mikið af ráðum frá Williams og mat mikils það sem Williams gerði til þess að forða krökkum til að feta í hans fótspor.
Davenport sagði að á meðan hann væri á lífi væri hann að bjarga lífum en ef hann væri tekinn af lífi telur hann að það verði aukning í gengjum í Los Angelas.
Því miður var Stanley „Tookie” Williams gefin banvæna sprauta í gær. Stuðningsmenn hans sem voru við aftökuna rufu þögnina með orðum sem munu vonandi sitja í eitthverjum ráðamönnum Kaliforníu „The state of California just killed an innocent man.” (Kaliforníufylki var að drepa saklausan mann). Hvort sem hann var sekur eða saklaus þá er ekki hægt að gera neitt núna því hann var drepinn.
- Óður til Dollýar - 29. júlí 2021
- Aðförin að heilbrigðisþjónustu landsmanna - 9. júní 2021
- Þegar mennskan hverfur - 26. apríl 2021