Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og nokkrir félagar hennar í Samfylkingunni hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þau vilja bæta við grein í lögin sem er svohljóðandi: „Launamanni er heimilt hvenær sem er að veita þriðja aðila upplýsingar um laun og önnur starfskjör sín“.
Tilgangi með þessar lagabreytingu er að koma í veg fyrir launaleynd. Í einkageiranum er launaleynd almenn þ.e.a.s. að einkafyrirtækja semja við starfsmenn sína um launaleynd. Í launaleynd felst að starfmenn mega ekki gefa öðrum upplýsingar um kjör sín hjá fyrirtækinu og geta þ.a.l. ekki borið sig saman við samstarfsfólk né aðra. Að sjálfsögðu er það val starfsmanna að skrifa undir ráðningarsamninga með slíku ákvæði en það er erfitt að gera athugasemdir við slík ákvæði þegar aðili er að hefja störf hjá fyrirtæki þar sem slík ákvæði viðgangast. Samfylkingarfólk telur að launaleynd stangist á við jafnréttislög þar sem hún beinlínis stuðli að lögbroti. Starfmenn geti ekki borið sig saman og því geti starfsmenn ekki gert sér grein fyrir hvort að það þeim sé mismunað í kjörum eður ei.
En hjálpar svona lagasetningin einhverjum? Fólk lítur á launamál sem einkamál og þó að launaleynd verði afnumið þá er ekki þar með sagt að fólk gefi vinnufélögum upplýsingar um sín launamál. Launa- og starfsmannamál eru mjög viðkvæm mál. Þau eru líka mjög mismunandi. þ.e.a.s. á meðan einn kýs að hækka laun sín í beinhörðum peningum getur annar samið um aukið sumarfrí. Því getur verið erfitt fyrir starfsmenn að bera saman kjör sín og misskilningur orðið.
Því má ætla að félagarnir í Samfylkingunni vilji að allir í sambærilegum störfum eigi að hafa sömu laun og fyrirtæki eigi ekki rétt á að umbuna starfsmönnum sem standa sig betur en aðrir. Ef ekki væri um launaleynd að ræða þá væri erfiðara að umbuna góðum starfsmönnum sem leggja meira á sig þágu vinnunnar en aðrir.
Verkalýðsfélög sum hver hafa tekið þetta hlutverk að sér að fylgjast með hvort að félagsmönnum sé mismunað. Verslunarfélag Reykjavíkur hefur árleg gert launakönnun á meðal félagsmanna sinna. Launakönnun getur þó ekki verið 100% því að það eru margir sem kjósa að taka ekki þátt í svona launakönnun því að þeir líta á launamál sem einkamál.
Ég tel að þessi lagabreyting sé óþörf og fyrirtækjum og einstaklingum eigi að vera heimilt að semja um launaleynd sín á milli. Ef náunganum leikur mikil forvitni á launum mínum þá bendi ég á að árlega í ágústbyrjun liggur frammi hjá skattstjóra álagningarskrá með þeim upplýsingum. En það er nú annað mál hvort að það sé réttlætanlegt?
- Ertu með KEA kortið? - 12. apríl 2021
- Frjáls verslun með áfengi - 17. mars 2007
- Skamm Ögmundur! - 8. nóvember 2006