Á dögunum kom út skýrsla „Örorka og velferð á Íslandi“ eftir Stefán Ólafsson. Flestir fjölmiðlar kynntu skýrsluna með fyrirsögnum á borð við „Skattbyrði öryrkja hefur aukist“. Ágætisfyrirsögn en segir því miður ekki neitt. Skattbyrði eykst með auknum tekjum, þannig að ef tekjur öryrkja hefðu t.d. fjórfaldast á seinasta áratug þá hefði það þýtt aukna skattbyrði þeirra en varla verið mjög slæmt.
Aðalniðurstaða Stefáns var hins vegar sú að tekjur öryrkja hafi dregist aftur úr öðrum launum, þ.e.a.s. hækkað hlutfallslega minna. Til dæmis segir í lokakafla skýrslunnar:
meðaltekjum hjúskaparfólks í landinu almennt. Sá munur hafði verið 73% árið
1995.
Stærsti galli skýrslunnar er reyndar hve oft þar eru bornir saman hlutir sem ekki eru sambærilegir. Til dæmis segir í sama kafla:
56%.
Hvernig væri að bera saman tekjur einhleypra 25-65 ára öryrkja við sama aldurshóp einhleypra ekki-öryrkja? Áðurnefndur samanburður segir því miður fátt.
En annars er skýrslan þó fróðleg lesning og ljóst að margt mætti gera til að staða umrædds hóps yrði betri en hún er. Fyrr á árinu kom reyndar út önnur skýrsla um svipað efni, unnin af Tryggva Þór Herbertssyni. Það er skemmtilegt að bera þessar tvær skýrslur. Þær eru reyndar nokkuð sammála um flestar ástæður fyrir fjölgun öryrkja. Báðar telja þær að skýra megi þróunina með a) því að Íslendingar séu að eldast b) því að fólk með geðræn vandamál sé í auknum mæli skráð sem öryrkjar c) (að einhverju leiti) breyttum örorkustaðli sem tók gildi 1999.
Í einu atriði greinir höfundana tvo hins vegar verulega á. Tryggvi telur að skýra megi hluta fjölgunarinnar með því að hagkvæmt sé fyrir láglaunafólk og atvinnulausa að „gerast“ öryrkjar og sömuleiðis óhagkvæmt fyrir öryrkja að fara aftur á vinnumarkaðinn. Tryggvi styður þessa skoðun með nokkrum dæmum um hvernig öryrkjar geta lækkað verulega í launum við það að fá sér vinnu. Stefán telur hins vegar af og frá að hagkvæmt sé fyrir fólk að leggjast í leti undir merkjum örorku og styður þetta með tölfræðilegum gögnum sem sýna að meðalheildartekjur öryrkja séu lægri en lágmarkslaun. Einnig bendir hann á að almennt sé leti ekki litinn góðum augum í þjóðfélaginu sem fælir fólk frá umræddri hegðun.
Þetta tiltekna atriði er tvímælalaust þess virði að skoða nánar. Tryggva skortir þannig tölfræðigögn til bakka upp tilgátur sínar, þ.e.a.s. þrátt fyrir að hagkvæmt gæti orðið að „verða“ öryrki, er ekkert víst um að fólk geri það. Hins vegar er Stefán einnig á frekar hálum ís enda sýnir hann einungis að óhagkvæmt sé fyrir „meðalverkamann“ að verða að „meðalöryrkja“. Einnig skortir hann rök fyrir tilgátu sinni um að almenn vinnugleði Íslendinga hljóti að fæla fólk frá því að sækjast eftir örorkubótum.
Báða skortir raunar annaðhvort tölfræði eða áþreifanleg dæmi um það að fólk kýs eða kýs ekki að „gerast“ öryrkjar til að hækka / lækka ekki tekjur sínar. Athuga þarf betur umfang þess að fólk reyni að „lifa á kerfinu“. Ef í ljós kemur að margir geri slíkt þarf hugsanlega að gera endurbætur en annars ekki. Óþarfi er að leggja meiri þjáningar á þorra öryrkja til að ná nokkrum svörtum sauðum.
Ljóst er að það þarf að vinna að því að auka tekjur íslenskra öryrkja, helst með því að auka atvinnutekjur sem flestra þeirra. Þess vegna er auðvitað fáranlegt að menn geti skert tekjur sínar við það að fara út á vinnumarkaðinn eins og dæmi í skýrslu Tryggva sýna og samkvæmt Stefáni er atvinnuþátttaka íslenskra öryrkja lægri en í nágrannalöndum, sem er auðvitað áhyggjuefni einnig.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021