Rétt fyrir jól renna á menn ýmiss konar æði. Eitt af þeim er úthringi-æði góðgerðafélaga. Í vikunni hefur ég fengið fimm slík símtöl en eiginmaðurinn ekkert, reyndar var í einu símtalinu spurt eftir öðru hvoru okkar. Undirrituð hefur unnið við úthringingar sjálf og veit því hversu niðurdrepandi það er að fá hranaleg og jafnvel dónaleg svör fólks sem stundum skellir nánast á áður en úthringjandinn nær að kynna sig og hvaða málefni hann hringi út af. Því reynir maður að bíða eftir að viðkomandi hafi klárað fyrstu setningu áður en tilkynnt er að númerið sem hringt var í sé bannmerkt í símaskrá. Fólk biður margfaldlega afsökunar og lofar að skrá nafnið manns niður þannig að ekki verði hringt aftur. Af fenginni reynslu er vitað að það eru orðin tóm.
Þetta er ekki það eina við slíkar hringingar sem getur angrað mann. Af hverju er bara hringt í kvenmanninn á heimilinu? Jú, staðreyndin hlýtur að vera sú að konur eru miklu líklegri til að gefa til góðgerðarmála. Körlum er ekki einu sinni gefið tækifærið. Þetta er einnig ein af ástæðum þess að undirrituð hefur ekki áhuga á að gefa í símasafnanir.
Stærsta ástæðan fyrir því að undirrituð vil ekki gefa í símasafnanir er þó sú að í mörgum tilvikum eru það ekki fórnfúsir sjálfboðaliðar sem sitja sveittir við símann heldur starfsmenn markaðsfyrirtækja sem að þiggja sín laun fyrir ómakið. Sem dæmi má nefna að þegar verið er að selja geisladiska fer aðeins brot af því sem maður telur sig vera gefa til góðgerðamála og maður situr oft uppi með geisladiska sem fara í ruslið. Það ber ekki svo að skilja að ekki sé sjálfsagt að fólk fái greitt fyrir vinnu sína sé dæmið sett þannig upp. Það þarf þá að vera á hreinu og fólk á rétt á að vita hversu mikið af upphæðinni rennur til málefnisins sem það telur sig vera að styrkja. Í þeim tilvikum þegar verið að selja geisladiska er til dæmis mjög sjaldan hægt að fá uppgefið reikningsnúmer góðgerðafélagsins sem maður gæti þá lagt beint inn á. Undirrituð bað einu sinni um reikningsnúmer og fékk þá reikningsnúmer markaðsfyrirtæksisin sem að sjálfsögðu ekki var styrkt
Það er sjálfsögð skylda okkar allra sem höfum peninga aflögu að leggja fé til góðgerðarmála. Málefnin eru mörg og flest góð og því velur maður nokkkur sem maður vil sérstaklega styrkja. Hins vegar þurfa félögin að finna réttan farveg fyrir slíkar safnanir þannig að þær beri sem mestan árangur. Á undirritaða virka gíróseðlar einfaldlega best og þess vegna mun hjálaparstarf kirkjunnar meðal annars verða styrkt af mínu heimili fyrir þessi jól.
- Elsku vinir, koma svo - 31. maí 2021
- Yndisleg borg í blíðviðri - 24. júlí 2006
- Mikilvæg málefni - 13. maí 2006