4904XX-289X

Í útboði Vegagerðarinnar á sérleyfi á fólksflutningum á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar í síðasta mánuði voru þau ánægjulegu nýmæli viðhöfð að svo kallaðir „kennitöluflakkarar“ voru útilokaðir frá samningsborðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk ríkisstofnun setur slík ákvæði í útboðsgögn sem vonandi verður regla frekar en undantekning í framtíðinni.

Í útboði Vegagerðarinnar á sérleyfi á fólksflutningum á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar í síðasta mánuði voru þau ánægjulegu nýmæli viðhöfð að svokallaðir „kennitöluflakkarar“ voru útilokaðir frá samningsborðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk ríkisstofnun setur slík ákvæði í útboðsgögn sem vonandi verður regla frekar en undantekning í framtíðinni.

Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar kom fram að „viðskiptasaga stjórnenda og helstu eigenda gætu orðið tilefni til frávísunar“, og er þar verið beina spjótum að svokölluðum „kennitöluflökkurum“ sem virðast alræmdir í íslensku þjóðfélagi. Enda er það óþolandi að einstaklingar geti óhindrað gengið frá öllum skuldbindingum sínum við samfélagið (ríkissjóð), birgja, lífeyrissjóði og jafnvel launþega en haldið áfram starfsemi undir annarri kennitölu. Mýmörg dæmi eru í þjóðfélaginu um einstaklinga sem hika ekki við að stofna nýtt fyrirtæki ef illa gengur sem hefur sömu starfsemi, sömu starfsmenn, sama heimilisfang og jafnvel sama símanúmer og gamla fyrirtækið, bara án allra skuldbindinga.

Flestar Norðurlandaþjóðir og aðrar Evrópuþjóðir takmarka svigrúm stjórnenda sem lenda í gjaldþroti til þess stofna og stýra nýjum fyrirtækjum með það að augnamiði að koma í veg fyrir svik og kennitöluflakk. Við erum eftirbátar í þessum efnum og verðum að skoða árangur annarra þjóða og stoppa í götin. Það er gleðiefni að gagnrýnisraddir heyrist nú inni í ráðuneytunum en þær þurfa að ná inn á hið háa Alþingi til þess að hafa nauðsynleg áhrif á viðskiptalífið.

Að sjálfsögðu ganga ekki öll fyrirtæki og markaðslögmálin krefjast þess að fyrirtæki komi og fari, annars væri ekki nauðsynleg þróun í viðskiptalífinu. Löggjöf um svigrúm stjórnenda gjaldþrota fyrirtækja má því aldrei verða of ströng til þess hún dragi ekki kjarkinn úr frumkvöðlum. Efnahagslífið þarf nefnilega á mönnum að halda sem þora og eru tilbúnir að hætta öllu til. Ljöggjöf á ekki að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja heldur þarf að kveða á um að „kennitöluflakk“ sé refsivert athæfi en ekki leið til þess að losna undan skuldbindingum.

Pistlahöfundur hefur því miður reynslu af því að þurfa að kljást við kennitöluflakk viðskiptavina sinna og þegar hann leitaði réttar síns hjá sínum lögfræðingi fengust þessi sorglegu svör: „Fyrst þú ert að biðja mig um aðstoða þig við að gera kröfur í gjaldþrota bú og reyna að koma í veg fyrir kennitöluflakk get ég því miður lítið gert fyrir þig. En ef þú værir hins vegar að biðja mig um að aðstoða þig við kennitöluflakk gæti ég gert ýmislegt fyrir þig.“

Fréttatilkynning Samgönguráðuneytisins:

http://samgonguraduneyti.is/frettir/nr/792

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)