Kvennafrí

Þann 24. október 1975 lögðu mæður okkar og formæður niður vinnu til að berjast fyrir jöfnum kjörum á við karla. Nú eru 30 ár liðin og margt hefur batnað til muna. Á þessum 30 árum hafa konur orðið ráðherrar, forseti, forstjórar stórfyrirtækja og háskólarektor. Þrátt fyrir það mega samt margar konur enn sætta sig við lægr laun en karla og færri tækifæri á atvinnumarkaði. Sérstaklega eiga þær stéttir sem eru í dag stimplaðar kvennastéttir á brattann að sækja.

Þann 24. október 1975 lögðu mæður okkar og formæður niður vinnu til að berjast fyrir jöfnum kjörum á við karla. Nú eru 30 ár liðin og margt hefur batnað til muna. Á þessum 30 árum hafa konur orðið ráðherrar, forseti, forstjórar stórfyrirtækja og háskólarektor. Þrátt fyrir það mega samt margar konur enn sætta sig við lægr laun en karla og færri tækifæri á atvinnumarkaði. Sérstaklega eiga þær stéttir sem eru í dag stimplaðar kvennastéttir á brattann að sækja.

Samt má segja að lagaumhverfið geti ekki orðið betra. Það er í lögum að engum skuli mismunað vegna kynferðis, opinberar stofnanir og fyrirtæki hvetja konur að sækja um störf þar sem karlmenn eru í meirihluta og öfugt. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar rak svo endahnútinn með því að rétta hlut foreldra og gerði foreldrum kleift að skipta með sér fæðingarorlofi sínu. Þannig að ef vel er gáð er lítið hægt að gera lagalega séð til að rétta hlut kvenna í þjóðfélaginu.

Hvað er þá eftir? Hvers vegna geta ekki sagt með fullum hálsi að tækifæri kvenna og karla séu jöfn í íslensku samfélagi? Það eina sem er eftir er að breyta viðhorfi íslensku þjóðarinnar. Jafnvel þó að þátttaka karla í fæðingarorlofi hafi farið fram úr björtustu vonum þá er það samt enn að konur annast í ríkara mæli börn og heimili. Barneignir hafa neikvæð áhrif á laun kvenna á meðan að barneignir hafa jákvæð áhrif á laun karla. Þarna kemur viðhorfið í þjóðfélaginu bersýnilega í ljós. Það er karlmaðurinn sem er fyrirvinna á hverju heimili og yfirmenn líta til fjölskyldurstærðar þegar verið er að ákveða laun starfsmanna. En þarna er þetta líka réttindabarátta karlanna því að þó að það sé réttur þeirra að fara í fæðingarorlof er ekki þar með sagt að það sé vel tekið í það á öllum vinnustöðum. Þó að það sé ekki jákvætt fyrir karla að lenda í uppsögn vegna fæðingarorlofs þá er það þetta sem þarf til að karlmenn skilji hvernig konum líður á barneignaraldri í atvinnuþátttöku.

Konur eru í dag meirihluti háskólanema og fleiri konur eru til að mynda að útskrifast úr lögfræði sem fyrir 30 árum var mikil karlastéttþ Þrátt fyrir það eru konur örfáar stjórnendur eða stjórnarmenn í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands

Þetta er alls staðar í kringum okkur. Í íþóttafréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í vikunni var sagt frá fyrsta Evrópuleik íslensk kvennaliðs í körfubolta en þar mætti Haukar liði frá Slóveníu. Fréttamaðurinn greindi frá að það hefði verið fjöldi áhorfenda á leiknum og ættu þeir þakkir skildar. Þetta er viðhorfið sem ungar stúlkur fá að það sé ekki gaman að horfa á þær og þurfi sérstaklega að þakka fólki fyrir að mæta og styðja þær. Hefði þetta verið merkisleikur hjá strákunum í körfubolta þá hefði verið hneisa ef það ekki verið fullt út úr dyrum.

Stelpur á öllum aldri,við skulum á morgun kl.14:08 leggja niður störf hvort sem er heima eða heiman. Þó að maður líti eigin barm og segi staðan hjá mér er fín þá eru aðrar konur að berjast og þær sem eru lengra komnar verða að styðja við hinar sem hafa ekki sama kjark til að segja ég þori, get og vil.

Latest posts by Rúna Malmquist (see all)